Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 16

Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 16
16 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR Geislaplatan kemur í verslanir 13. desember „Hjálpum þeim” er söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan. Ný útgáfa af laginu er flutt af landsliði íslenskra tónlistarmanna. Söluandvirði þessarar geislaplötu, utan við virðisaukaskatt, rennur óskipt til söfnunarátaksins. DÓMSMÁL 22 ára manni var ekki gerð sérstök refsing fyrir innbrot í leikskóla í Hafnarfirði í marslok og fyrir að hafa verið með tæpt gramm af kókaíni í bíl sínum, þar sem hann hafði eftir brotið verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir önnur brot. Hann fékk hins vegar 50.000 króna sekt fyrir að hafa verið með á sér 2,5 grömm af amfetamíni sem lögregla fann á honum í júlílok, eftir að tveggja ára dómurinn var kveðinn upp. 32 ára félagi mannsins sem tók þátt í innbrotinu var hins vegar dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, en dómurinn var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Verðmæti þýfisins úr leikskól- anum var talið nema rúmum 400.000 krónum. - óká Tveir menn hlutu dóma: Refsilaust inn- brot í leikskóla AKUREYRI Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti síðastliðinn laugardag 26 ein- staklingum og fulltrúum félaga- samtaka styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga en alls bárust 128 umsóknir. Afhendingin fór fram í Listasafninu á Akureyri en sam- tals nam úthlutunin úr sjóðnum að þessu sinni rúmum 4,2 millj- ónum króna. Alls hefur um átján milljón- um króna verið veitt til styrkja úr Menningar- og viðurkenn- ingarsjóðnum á yfirstandandi ári og eru þá ótaldir styrkir við önnur tilfallandi verkefni sem nema samtals um tólf milljónum króna. - kk Forsetinn afhenti styrki Kaupfélags Eyfirðinga: Hafa úthlutað átján milljónum á árinu FORSETI ÍSLANDS Forseti Íslands óskar Maríu Vilborgu Guðbergsdóttur til ham- ingju með styrk að fjárhæð 150 þúsund króna sem Tónlistarfélagi Akureyrar var úthlutað. FORVARNIR Hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er hafinn undirbúning- ur að ráðstefnunni Björgun 2006, en hana á að halda dagana 20. til 22. október á næsta ári. Talsmenn Landsbjargar segja ráðstefnuna nú í fyrsta skipti alþjóðlega. Vegna þessa verða þau nýmæli að boðið verður upp á túlkaþjónustu bæði á ensku og íslensku, auk þess sem fyrirlestr- ar verða á báðum tungumálunum. „Einnig verður boðið upp á nám- skeið í ýmsum greinum á undan ráðstefnunni sem ættu að henta fyrir íslenska björgunarmenn jafnt sem erlenda gesti,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. - óká Ráðstefnan Björgun 2006: Alþjóðleg í fyrsta sinn BYGGÐASTOFNUN „Stofnunin er í mjög erfiðri stöðu og nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar á skipulagi byggðamála eigi þau að skila tilætluðum árangri.“ Þetta segir í tilkynningu frá Sigurði H. Helgasyni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Stjórn- hátta ehf. Í tilkynningunni leitast Stjórnhættir við að svara gagnrýni frá stjórnendum Byggðastofnun- ar sem stjórnendur telja að „hafi þann tilgang að sá efasemdum um hæfni fyrirtækisins til að leggja mat á stöðu Byggðastofnunar“. Forráðamenn Stjórnhátta furða sig á því að stjórn Byggðastofnun- ar gagnrýni úttekt sem fyrirtækið vann um stöðu stofnunarinnar og benda á að það hrökkvi skammt til að bæta vanda stofnunarinnar „að skjóta boðbera vondra tíðinda“. Samkvæmt mati Stjórnhátta ehf. má rekja fjárhagsvanda Byggðastofnunar að mestu leyti til of áhættusamra útlána og bendir Sigurður á að til dæmis hafi verið haldið áfram að lána til uppbygg- ingar á gistiaðstöðu, löngu eftir að ljóst hafi verið verulegt offramboð á slíkri aðstöðu á landsbyggðinni. - saj Stjórnhættir ehf. svara gagnrýni forráðamanna Byggðastofnunar: Gagnrýni leysir ekki vandann BYGGÐASTOFNUN Forráðamenn Stjórnhátta ehf. benda á að efasemdafræin lagi ekki slæma fjárhagsstöðu Byggðastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í LOFTKÖSTUM Félagar í bifhjólaklúbbnum Crusty Demons frá Ástralíu brugðu á leik fyrir íbúa Bangalore á Indlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STARFSMANNALEIGUR „Okkur þykir frumvarpið vera illa unnið og ekki taka almennilega á þessum málum,“ segir Halldór Þ. Sigurðs- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, og á þar við frumvarp um starfsmannaleigur sem nú bíður afgreiðslu Alþing- is. „Við höfum verið að kvarta yfir því að samkeppnisstaða flugfélaga sé ekki jöfn í ljósi þess að sumir geta ráðið fólk í gegnum áhafnaleigur þar sem þeir skila ekki sköttum af þess- ari starfssemi til landsins eins og ríkisskattstjóri telur að eigi að gera,“ segir Halldór. Hann bend- ir á að leitað hafi verið umsagn- ar FÍA um frumvarpið en þegar á hólminn var komið hafi þeim verið tilkynnt að of seint væri að gera breytingar á frumvarpinu. „Þetta fær gífurlega flýtimeð- ferð í gegnum þingið.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, kveðst geta tekið undir áhyggj- ur atvinnuflugmanna af þess- um málum og að ósekju hefðu línurnar í frumvarpinu mátt vera skýrari. „Þetta varð lend- ingin. Lengra varð ekki kom- ist í þessari sátt sem reynt var að ná um að keyra þetta í gegn núna,“ segir Sævar og bætir við: „Aftur á móti eru sjómenn mun betur settir að því leyti að það eru alveg skýrar línur um það hvenær þeir vinna samkvæmt íslensku kjarasamningum. Ef þeir eru um borð í íslensku skipi þá eru þeir á íslenskum kjara- samningum,“ segir Sævar. Öðru máli gegnir um sjómenn sem sigla á íslenskum leiguskip- um sem ekki eru í reglulegum siglingum til og frá landinu, en yfir þá starfsemi ná ekki íslensk- ir kjarasamningar, segir Sævar. Þar gildi svipað og um flugá- hafnir íslenskra fyrirtækja sem nýti sér starfsmannaleigur. saj@frettabladid.is Frumvarp í flýtimeðferð Atvinnuflugmenn telja frumvarp um starfsmanna- leigur vera illa unnið í óvenjulegri flýtimeðferð. Sjó- mannasambandið segir þetta vera þrautalendingu. HALLDÓR Þ. SIGURÐSSON Félag íslenskra atvinnuflugmanna telur að frumvarp um starfsmannaleigur nái ekki sem skyldi til flugáhafna og segir frumvarpið illa unnið. FRAGTFLUGVÉL AIR ATLANTA Áhyggjur FÍA beinast einnig að því að samkeppnisstaða íslenskra flugfélaga sé ójöfn vegna þess að sum flugfélög eigi þess kost að nýta sér starfs- mannaleigur. Þessi umsvif skili sér ekki í sköttum. VIÐSKIPTALÍF „Sé ætlunin að koma á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð hér á Íslandi er fyrsta skrefið að fjölga tvísköttunarsamningum sem fyrst,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson hjá Viðskiptaráði. Ráðið hefur bent á að Ísland er eftirbátur nágrannalanda þegar kemur að slíkum samningum. Aðeins hafa 24 slíkir verið gerð- ir hérlendis miðað við rúmlega 90 hjá Dönum. Slíkir samningar tryggja að fyrirtæki og einstakl- ingar eru ekki skattlögð í báðum löndum sé um starfsemi erlendis að ræða. - aöe Viðskiptaráð vill fleiri tvísköttunarsamninga: Grunnurinn að fjármálamiðstöð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.