Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 20
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN Ný skýrsla um auglýs- ingar á matar- og drykkjarvörum fyrir bandarísk börn þykir marka tímamót þar í landi. Í skýrsl- unni, sem kom út í fyrradag og er unnin af viðurkenndri banda- rískri stofnun í læknavísindum (Institute of Medicine), er kall- að eftir róttækum breytingum í markaðssetningu og framleiðslu á matvælum fyrir börn. Samkvæmt nýlegum rann- sóknum þjáist um 31 prósent bandarískra barna af offitu. Þessi staðreynd er meginástæða þess að stofnunin gerði ítarleg- ar rannsóknir á því hvort tengsl væru á milli markaðssetningar á óhollum mat og drykk og offitu barna. „Það eru sterkar vísbending- ar um að sjónvarpsauglýsingar á mat og drykk hafi áhrif á það hvað börn kjósi að borða,“ segir J. Michael McGinnis í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today. McGinnis er formaður nefndar sem hafði umsjón með rannsókn- inni. Nefndin fór gaumgæfilega yfir hundruð rannsókna á áhrif- um markaðssetningar, sérstak- lega auglýsinga í sjónvarpi, á mataræði barna. Í skýrslunni kemur fram að bandarísk fyrirtæki eyði árlega um 600 milljörðum króna í mark- aðssetningu á matvörum ætluð- um börnum. Enn fremur kemur fram að meirihluti þessara mat- vara sé ekki hollur eða næring- arríkur. Þar sem börn greina oft ekki á milli hefðbundins sjón- varpsefnis og auglýsinga leggur stofnunin meðal annars til að þekktar teiknimyndapersónur eins og Scooby-Doo og fleiri séu ekki notaðar til að auglýsa óholla matvöru. Höfundar skýrslunnar, sem eru meðal annarra prófessorar í virtum háskólum eins og Prince- ton, Cornell og Stanford, ganga samt enn lengra. Þess er beinlín- is krafist að bandarísk matvæla- fyrirtæki breyti um stefnu og hefji framleiðslu á hollari mat- vöru fyrir börn og markaðssetji hana. Þó stofnunin hafi ekkert raunverulegt vald vinnur hún í nánum tengslum við bandaríska þingið og hefur mikil áhrif á þingmenn. Í skýrslunni er lagt til að ef matvælafyrirtæki breyti ekki sjálfviljug um stefnu innan tveggja ára verði sett lög sem banni auglýsingar á óhollustu í sjónvarpi á þeim tímum sem barnaefni er sýnt. trausti@frettabladid.is Scooby-Doo auglýsi ekki óhollan mat Um 31 prósent bandarískra barna þjáist af offitu. Virt bandarísk stofnun krefst þess að fyrirtæki breyti um stefnu. Í nýrri skýrslu er lagt til að hætt verði að auglýsa óhollar matar- og drykkjarvörur í barnatímum í sjónvarpi. OFFITA MEÐAL BARNA ER MIKIÐ VANDAMÁL Bandarískum börnum sem þjást af offitu fer fjölgandi ár frá ári. Drengurinn á myndinni er á heilsuhæli fyrir of feit börn í Miami í Flór- ída. Slíkum heilsuhælum hefur fjölgað mikið vestanhafs enda offituvandinn mikill. NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES UMBOÐSMAÐUR Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmæl- um til Háskóla Íslands að fjallað verði á nýjan leik um mál sérfræð- ings, sem starfar hjá Háskólanum, vegna einhliða ákvörðunar stofn- unarinnar um að fella niður fasta yfirvinnu hjá honum. Háskólinn skuli bregðast við með þessum hætti óski sérfræðingurinn þess. Ella geti það orðið hlutverk dómstóla að leysa endanlega úr þeim ágreiningi sem uppi sé. Regl- urnar sem hafi leitt til niðurfelling- ar yfirvinnunnar séu óskýrar. Málið er þannig til komið að sérfræðingur hjá einni af stofnun- um Háskólans kvartaði yfir því að ráðningarkjörum hans hefði heim- ildarlaust verið breytt með einhliða niðurfellingu fastrar yfirvinnu sem samið hefði verið um þegar hann var ráðinn til stofnunarinnar. Hafði hluti þeirrar yfirvinnu verið felldur inn í dagvinnulaun í kjölfar kjara- samninga milli ríkisins og Félags háskólakennara árið 1997 og hafði maðurinn ritaði undir yfirlýsingu til samþykkis þess 22. júlí 1998. Maðurinn hafði hins vegar áfram fengið greiddar ellefu yfir- vinnustundir á mánuði og voru gerðir samningar við hann um slík- ar greiðslur á árunum 2002 og 2003. Á árinu 2004 leitaði hann eftir því að yfirvinnusamningur hans yrði endurnýjaður. Hafnaði stofnunin því á þeirri forsendu að slíka yfir- vinnusamninga yrði að fjármagna með sértekjum einstakra verkefna- stjóra og yrðu þeir ekki greiddir af almennu rekstrarfé stofnunar- innar eins og gert hafði verið í til- viki hans. Var það afstaða Háskóla Íslands í málinu að réttur sérfræð- ingsins samkvæmt upphaflegu samkomulagi um yfirvinnugreiðsl- ur hefði fallið niður. ■ Umboðsmaður Alþingis um niðurfellingu fastrar yfirvinnu sérfræðings: Háskólinn fær skammir TRYGGVI GUNNARSSON Umboðsmaður Alþingis vill að Háskólinn endurskoði niður- fellingu fastrar yfirvinnu sérfræðings. VERALDARVEFURINN Nýr vefur Tryggingamiðstöðvarinnar hlaut í gær gæðavottun vegna góðs aðgengis fatlaðra að honum. Það voru Öryrkjabandalag Íslands og ráðgjafafyrirtækið Sjá ehf. sem veittu Tryggingamiðstöðinni vott- un þess efnis að vefur fyrirtæk- isins stæðist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefur Tryggingamiðstöðvar- innar er fyrsti vefur einkafyrir- tækis á Íslandi sem fær vottun fyrir svokallaðan forgang 1 og 2. Forgangur eitt er lágmarkskrafa um aðgengi fatlaðra að vef, en til að fá forgang 2 þarf að uppfylla mun fleiri skilyrði. Meðal breytinga á vef Trygg- ingamiðstöðvarinnar er að nú geta blindir og sjónskertir notað talgervla og sérhönnuð lyklaborð með síðunni eða stækkað letrið, lesblindir geta breytt um bak- grunnslit og hreyfihamlaðir geta vafrað um á vefnum án þess að nota músina. Þess má geta að engar reglur eru í gildi hér á landi um aðgengi að heimasíðum. - sk Blindir, sjónskertir og hreyfihamlaðir geta notað vef Tryggingamiðstöðvarinnar: Vefur aðgengilegur fötluðum ARNÞÓR HELGASON Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands prófaði vef Trygg- ingamiðstöðvarinnar í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.