Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 8. desember 2005 23
MENGUN „Það hefur sýnt sig að
börn sem eru að vaxa eru mun við-
kvæmari fyrir mengun af þessu
tagi en aðrir einstaklingar,“ segir
Þórarinn Gíslason lungnalæknir.
Mikið magn svifryks í lofti hefur
mælst á höfuðborgarsvæðinu að
undanförnu.
„Það má
segja að hjart-
að sé þarna í
b r e n n i d e p l i .
Minnstu agn-
irnar geta kom-
ist út í blóðrás-
ina og meðal
annars valdið
skaða á hjarta-
lokunum. Ryk
af þessu tagi
hefur fundist í
öllum líffærum
hjá einstakling-
um,“ segir Lúð-
vík Gústafsson,
sérfræðingur
hjá Umhverfis-
stofu Reykjavíkur. Svifryksmeng-
un í andrúmslofti getur aukið líkur
á hjartaáföllum og öðrum skaða á
hjartanu þar sem rykið kemst inn
í blóðrásina í gegnum öndunar-
færin.
Þórarinn Gíslason segir að
alltaf sé ákveðinn hluti fólks við-
kvæmari fyrir megun en aðrir.
„Við stærstu umferðaræðar í
höfuðborginni mælist mengun
sem er sambærileg við það sem
gerist í erlendum stórborgum,“
segir Þórarinn. Hann vinnur nú
að rannsóknum um áhrif meng-
unar.
Svifryksmengun hefur farið
tuttugu sinnum yfir svokölluð
heilsuverndarmörk á mælingar-
stöð við Grensás í Reykjavík, það
sem af er þessu ári. Lúðvík segir
að þar sem mörkin séu strangari
nú en áður þá hafi það kallað á
aðgerðir í borgum í Evrópu. „Það
sem hefur gerst er að borgarar í
ýmsum Evrópulöndum hafa farið
með þetta fyrir dómstóla til þess
að krefja yfirvöld um aðgerðir.
Við erum að tala um það að banna
umferð tímabundið, sem er nátt-
úrlega róttæk aðgerð,“ segir Lúð-
vík. Svo brá við í vor að margar
borgir á meginlandi Evrópu höfðu
farið yfir efri mörk árskvótans
vegna svifryksmengunar og olli
það mönnum heilabrotum.
Hann segir að hér á landi sé
það fyrst og fremst umferðin
sem skapi vandann. „86 prósent
umferðarinnar í Reykjavík er
einkaumferð. Almenningssam-
göngur eru svo einhver eins stafs
tala. Þessu er öðruvísi farið í
borgum á Norðurlöndum þar sem
einkaumferð er aðeins einn þriðji
af heildarumferðinni,“ segir
hann. saj@frettabladid.is
LÚÐVÍK GÚSTAFSSON
Lúðvík segir að grípa
hafi þurft til róttækra
aðgerða eins og
takmörkun á umferð
í Evrópuborgum til
þess að halda svif-
ryksmengun niðri.
Börn viðkvæm fyrir svifryki
Börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir svifryksmengun. Í Reykjavík hefur mengunin tuttugu sinnum
farið yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Takmörkun á umferð er ein lausn á vandanum.
Kvennatölti fundinn staður
Ákveðið hefur verið að árvisst Kvenna-
tölt, sem kallað er, fari fram í reiðhöll
Gusts í Kópavogi laugardaginn 8. apríl
næstkomandi. Bændasamtökin segja
þátttöku hafa aukist ár frá ári, en næsta
mót verður það fimmta í röðinni.
HESTAMENNSKA
RÉTTINDABARÁTTA Samtök foreldra
og aðstandenda samkynhneigðra
skora á Alþingi Íslendinga að
breyta hjúskaparlögum á þann
veg að þau þjóni bæði gagnkyn-
hneigðu og samkynhneigðu fólki.
„Með því einu að breyta gild-
issviði laganna í 1. grein og setja
að lögin gildi um hjúskap tveggja
einstaklinga, en ekki karls og
konu eins og nú er, og hnika til
orðalagi hér og þar í lögunum,
næðist þetta fram,“ segir í álykt-
un samtakanna. ■
Áskorun til Alþingis:
Hjúskaparlög
þjóni öllum
Á ALÞINGI Sólveig Pétursdóttir hlustaði á
aðstandendur samkynheigðra í gær.
UMFERÐARMENGUN Á höfuðborgarsvæðinu er það að mestum hluta umferðin sem skapar
svifryksmengun. Mengunin rýkur upp þegar kalt og stillt er í veðri eins og gerst hefur að
undanförnu.