Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 8. desember 2005 23 MENGUN „Það hefur sýnt sig að börn sem eru að vaxa eru mun við- kvæmari fyrir mengun af þessu tagi en aðrir einstaklingar,“ segir Þórarinn Gíslason lungnalæknir. Mikið magn svifryks í lofti hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. „Það má segja að hjart- að sé þarna í b r e n n i d e p l i . Minnstu agn- irnar geta kom- ist út í blóðrás- ina og meðal annars valdið skaða á hjarta- lokunum. Ryk af þessu tagi hefur fundist í öllum líffærum hjá einstakling- um,“ segir Lúð- vík Gústafsson, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofu Reykjavíkur. Svifryksmeng- un í andrúmslofti getur aukið líkur á hjartaáföllum og öðrum skaða á hjartanu þar sem rykið kemst inn í blóðrásina í gegnum öndunar- færin. Þórarinn Gíslason segir að alltaf sé ákveðinn hluti fólks við- kvæmari fyrir megun en aðrir. „Við stærstu umferðaræðar í höfuðborginni mælist mengun sem er sambærileg við það sem gerist í erlendum stórborgum,“ segir Þórarinn. Hann vinnur nú að rannsóknum um áhrif meng- unar. Svifryksmengun hefur farið tuttugu sinnum yfir svokölluð heilsuverndarmörk á mælingar- stöð við Grensás í Reykjavík, það sem af er þessu ári. Lúðvík segir að þar sem mörkin séu strangari nú en áður þá hafi það kallað á aðgerðir í borgum í Evrópu. „Það sem hefur gerst er að borgarar í ýmsum Evrópulöndum hafa farið með þetta fyrir dómstóla til þess að krefja yfirvöld um aðgerðir. Við erum að tala um það að banna umferð tímabundið, sem er nátt- úrlega róttæk aðgerð,“ segir Lúð- vík. Svo brá við í vor að margar borgir á meginlandi Evrópu höfðu farið yfir efri mörk árskvótans vegna svifryksmengunar og olli það mönnum heilabrotum. Hann segir að hér á landi sé það fyrst og fremst umferðin sem skapi vandann. „86 prósent umferðarinnar í Reykjavík er einkaumferð. Almenningssam- göngur eru svo einhver eins stafs tala. Þessu er öðruvísi farið í borgum á Norðurlöndum þar sem einkaumferð er aðeins einn þriðji af heildarumferðinni,“ segir hann. saj@frettabladid.is LÚÐVÍK GÚSTAFSSON Lúðvík segir að grípa hafi þurft til róttækra aðgerða eins og takmörkun á umferð í Evrópuborgum til þess að halda svif- ryksmengun niðri. Börn viðkvæm fyrir svifryki Börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir svifryksmengun. Í Reykjavík hefur mengunin tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Takmörkun á umferð er ein lausn á vandanum. Kvennatölti fundinn staður Ákveðið hefur verið að árvisst Kvenna- tölt, sem kallað er, fari fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi laugardaginn 8. apríl næstkomandi. Bændasamtökin segja þátttöku hafa aukist ár frá ári, en næsta mót verður það fimmta í röðinni. HESTAMENNSKA RÉTTINDABARÁTTA Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra skora á Alþingi Íslendinga að breyta hjúskaparlögum á þann veg að þau þjóni bæði gagnkyn- hneigðu og samkynhneigðu fólki. „Með því einu að breyta gild- issviði laganna í 1. grein og setja að lögin gildi um hjúskap tveggja einstaklinga, en ekki karls og konu eins og nú er, og hnika til orðalagi hér og þar í lögunum, næðist þetta fram,“ segir í álykt- un samtakanna. ■ Áskorun til Alþingis: Hjúskaparlög þjóni öllum Á ALÞINGI Sólveig Pétursdóttir hlustaði á aðstandendur samkynheigðra í gær. UMFERÐARMENGUN Á höfuðborgarsvæðinu er það að mestum hluta umferðin sem skapar svifryksmengun. Mengunin rýkur upp þegar kalt og stillt er í veðri eins og gerst hefur að undanförnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.