Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 30
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR30 fréttir og fróðleikur Ú TL EN D IN G A R 12.524 ÍS LE N D - IN G A R 26.085 Kennaraháskólinn hefur minnstar tekjur á hvern skráðan nemanda, en Há- skólinn á Akureyri hefur næstminnstar tekjur. Rekt- or Háskólans á Akureyri segir ekki aðrar leiðir færar en að óska eftir heimild til að innheimta skólagjöld ef fram heldur sem horfir. „Staðan er sú að við sjáum okkur vart fært neitt annað en að óska eftir heimild til að innheimta skólagjöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri. Samkvæmt samanburði sem Ríkisendurskoðun tók saman í síð- ustu viku um tekjur níu íslenskra háskóla kom Háskólinn á Akureyri verst út þegar litið er til heildar- tekna á hvern ársnema árið 2004. Slíkar tekjur háskólans eru um 846 þúsund sem er um 490 þúsundum lægra á hvern nemanda en til að mynda í Háskóla Íslands á sama ári. Ef hins vegar er litið til heildartekna skólanna á hvern skráðan nema, þ.e. alla þá sem skrá sig í nám það árið, kemur Kennaraháskólinn verr út en Háskólinn á Akureyri, þar sem Kennaraháskólinn fær 602 þúsund á hvern skráðan nema, Háskólinn á Akureyri hefur 651 þúsund í tekjur á hvern nema, en Háskóli Íslands 856 þúsund. Hólaskóli er með hæstu tekjurnar á hvern skráðan nema, eða tæpar þrjár milljónir. Landbúnaðarháskólinn hefur 1.651 þúsund í heildartekjur á hvern skráðan nema og Listahá- skóli Íslands hefur 1.308 þúsund á hvern skráðan nema. Þar sem ákveðinn fjöldi er ekki í fullu námi, er eðlilegra að bera saman heildartekjur skól- anna á hvern ársnema, en þar sem ekki er vitað um fjölda nemenda í Landbúnaðarháskólanum og í Hólaskóla er slíkur samanburð- ur erfiður. Þar sem fjármögnun þessara tveggja skóla byggir ekki á nemendaígildum samkvæmt kennslulíkani, líkt og fjármögnun allra hinna skólanna, liggja þessar upplýsingar ekki fyrir. Landbún- aðarskólinn og Hólaskóli heyra undir landbúnaðarráðuneytið, en ekki undir menntamálaráðuneytið eins og aðrir háskólar. Úttektin leiðir í ljós að heildar- tekjur Háskólans á Akureyri eru lítið hærri en tekjur Háskólans í Reykjavík þrátt fyrir að rúmlega hundrað fleiri ársnemar stundi nám á Akureyri og starfsmanna- fjöldi þar sé tæplega tvöfaldur á við Háskólann í Reykjavík. Háskólinn í Reykjavík getur innheimt skóla- gjöld af nemendum sínum og voru tekjur vegna skóla- og skráning- argjalda um þriðjungur af tekjum skólans á síðasta ári, eða tæplega 336 milljónir. Tekjur af skóla- og skráningargjöldum voru um 42 milljónir í Háskólanum á Akur- eyri á sama tíma og rúmlega 151 milljón í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Háskólinn í Reykjavík hefur 424 skráða nemendur, en Háskólinn í Reykjavík 1.361. Á móti háu hlutfalli skóla- og skrán- ingargjalda í tekjum Háskólans í Reykjavík og Viðskiptaháskólann á Bifröst fá þessir tveir háskólar minnst framlag ríkisins á hvern skráðan nemanda. Háskólinn í Reykjavík fékk 337 þúsund frá rík- inu á hvern skráðan nemanda árið 2004, en Bifröst 380 þúsund. Hóla- skóli fékk hæsta framlagið frá rík- inu á hvern skráðan nemanda eða 1.661 þúsund og landbúnaðarhá- skólinn fékk 1.179 þúsund. Háskóli Íslands fékk á sama tíma 549 þús- und á hvern skráðan nemanda. Þorsteinn segir úttektina sýna að þörf sé á hærri fjárframlögum frá ríkinu ellegar verði þrautalend- ingin sú að lokum að óskað verður eftir að skólagjöld verði innheimt. „Við jukum fjölda nýnema við skól- ann samkvæmt óskum mennta- málaráðuneytisins á sínum tíma. Sú fjölgun var það mikil að ákveð- ið var að setja aftur takmarkanir en það sem verður að hafa í huga er að þeir nemendur sem hingað koma eru hér að meðaltali í þrjú ár og það tekur ákveðinn tíma að ná jafnvægi á ný.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra, hefur látið hafa eftir sér að ekki verði um aukafjárveitingu að ræða í fjárlögum til handa Háskólanum á Akureyri en farið verði yfir fjár- hagsstöðu hans fljótlega með það í huga að finna lausn á bágri stöðu hans. Skólagjöld eru næsta skref NEMAR VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Tekjur Háskólans á Akureyri námu 651 þúsund krón- um á hvern skráðan nema árið 2004. LJÓSMYNDIR MYNDRÚN EHF / RÚNAR ÞÓR Í þessari viku var opnuð að nýju bráðamóttaka við Sjúkrahúsið Vog. Við það tilefni sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, að móttakan hefði gífurlega mikla þýðingu í bar- áttunni við áfengis- og fíkniefnabölið. Bráðamóttakan var starfrækt frá því árið 2003 og þar til í byrjun þessa árs en þá varð að loka henni vegna fjárskorts. Hvernig verður bráðamóttakan rekin? Bráðamóttakan verður rekin þannig að fyrirtæki og einstaklingar verða fengin til að skuldbinda sig til að greiða ákveðna upphæð á mánuði í tvö til þrjú ár til rekstursins. Nú þegar hafa sjö fyrirtæki fengist til þess. Reksturinn kostar um 45 milljónir á ári. Björgólfur Guðmundsson, Jóhannes Jónsson og Hendrik Berndsen hafa beitt sér mjög til að fá rekstrarfé. Hversu mörg pláss verða eftir opnunina? Með opnuninni fjölgar sjúkrarýmum um 250 á ári. Það þýðir að bráða- innlagnir geta orðið á bilinu fimm til sjö hundruð á ári á sjúkrahúsinu. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir sjúklingana? Með opnun bráðamóttökunnar getur fólk sem á við vímuefnavanda að etja og vill gera eitthvað í sínum málum fengið meðhöndlun strax. Áður gat það þurft að bíða jafnvel mánuðum saman. Á þeim tíma sem leið meðan fólk í slíkum vanda beið eftir plássi gat hins vegar ýmislegt gerst, segir Þórarinn Tyrfingsson, og telur að best sé bæði fyrir einstakl- inginn og þjóðfélagið að hægt sé að sporna við sem fyrst. FBL GREINING: BRÁÐAMÓTTAKAN Á VOGI Sjúkrarýmum fjölgar um 250 á ári > Gestakomur á hótel í október Svona erum við Þjófnaður í verslunum á Íslandi nemur þremur til fjórum milljörðum króna á ári, þar af er stór hluti í desember. Sigurður Þ. Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist ekki vita hversu hátt hlutfallið er en nógu mikið til þess að verslunum þyki ástæða til að auka öryggisviðbúnað fyrir jólin. Eigendur og starfsmenn í verslanamiðstöðvum og verslunum séu meira á tánum því að aukinni umferð fylgi aukin hætta á hnupli. Í hverju er öryggisvarslan falin? Þetta fer fram með vélbúnaði og mannlegri vöktun, það er jafnvel bætt við mannskap eða búnaði fyrir jólin. Í verslanamiðstöðvum eru merktir öryggisverðir allt árið, lögreglumenn og öryggisverðir, en annars staðar ekki. Það þykir ekki ástæða til að merkja öryggisverði þó að í því felist einhver fælingarmáttur. Það eru bara einhverjir fengnir til að fylgjast með. Annars eru menn á varðbergi og nota tæknina, myndavélar og annað. Eru þetta einstaklingar eða hópar sem stela? Kannanir frá Bretlandi sýna að atvinnuþjófar láta lítið fyrir sér fara í desember því þá er aukin gæsla. Þeir eru meira á ferðinni á öðrum árstím- um, bæði einstaklingar og gengi. Hér hafa þjófagengi verið upplýst en ég veit ekki hversu mikið er hægt að tala um atvinnuþjófa. Það er þó ljóst að sumir eru meiri „fagmenn“ í þessu en aðrir. Í hópnum eru bæði áhugamenn og fagmenn. SPURT & SVARAÐ ÖRYGGISMÁL VERSLANA Mest stolið í desember SIGURÐUR Þ. JÓNSSON Framkvæmdastjóri SVÞ. Heimild: Hagstofa Íslands FRÉTTASKÝRING ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON albert@frettabladid.is Nemendur: 8.932 Starfsmenn: 985 Ríkisframlag: 4,9 milljarðar kr. Aðrar tekjur: 2,7 milljarðar kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 856 þúsund kr. Háskóli Íslands Nemendur: 1.361 Starfsmenn: 94 Ríkisframlag: 458 milljónir kr. Aðrar tekjur: 520 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 720 þúsund kr. Háskólinn í Reykjavík Nemendur: 105 Starfsmenn: 56 Ríkisframlag: 174.4 milljónir kr. Aðrar tekjur: 134 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 2,9 milljónir kr. Hólaskóli Nemendur: 424 Starfsmenn: 33 Ríkisframlag: 161 milljón kr. Aðrar tekjur: 220 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 899 þúsund kr. Viðskiptaháskólinn á Bifröst Nemendur: 1.512 Starfsmenn: 177 Ríkisframlag: 727 milljónir kr. Aðrar tekjur: 256 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 651 þúsund kr. Háskólinn á Akureyri Nemendur: 164 Starfsmenn: 49 Ríkisframlag: 193 milljónir kr. Aðrar tekjur: 77 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 1,65 milljón kr. Landbúnaðarháskóli Íslands Nemendur: 371 Starfsmenn: 80 Ríkisframlag: 427 milljónir kr. Aðrar tekjur: 58 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 1,3 milljónir kr. Listaháskóli Íslands Nemendur: 2.302 Starfsmenn: 180 Ríkisframlag: 1.2 milljarður kr. Aðrar tekjur: 200 milljónir kr. Tekjur á hvern skráðan nemanda: 602 þúsund kr. Kennaraháskóli Íslands TEKJUR HÁSKÓLANNA Töflurnar sýna tekjur háskólanna. Rauður litur sýnir að skóli sé undir meðaltekjum en grænn sýnir að skólinn sé með meira en meðaltalstekjur á hvern skráðan nemanda. Meðal- tekjur skólanna á hvern skráðan nemanda eru 813 þúsund krónur. Allar tölur miðast við árið 2004. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.