Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 34
8. desember 2005 FIMMTUDAGUR34
hagur heimilanna
> Meðalverð á einum lítra af rjóma í ágúst. Miðað við verðlag
á öllu landinu.
Útgjöldin
Reykvíkingum býðst nú að fá sérmerkta endurvinnslutunnu frá
Gámaþjónustunni við heimili sín, sem losuð verður á fjögurra vikna
fresti og kostar þjónustuna 990 krónur á mánuði. Í tunnuna er hægt
að setja allan pappír sem til fellur á heimilum, svo sem dagblöð,
tímarit, umslög, skrifstofupappír og pappa. Einnig verður hægt að
setja fernur, plastumbúðir og málma í endurvinnslutunnuna.
Allan pappír og pappa á að setja beint í tunnuna, en annað á að
flokka eftir tegund úrgangs og setja í plastpoka. Starfsfólk Gámaþjón-
ustunnar mun svo flokka innihald tunnunnar þegar söfnunarbíllinn er losaður.
■ Verslun og þjónusta
Endurvinnslutunnur heimila
Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð, þar sem bannað er að selja og dreifa
málningu og lakk sem inniheldur ákveðið magn af rokgjörnum lífrænum leysiefnum.
Leyfilegt leysiefnainnihald verður breytilegt eftir gerð vörunnar og verður
reglugerðin virk í tveimur áföngum. fyrst frá og með 1. janúar
2007 og síðan frá og með 1. janúar 2010.
Umbúðir fyrir málningu og lakk skulu merktar með inni-
haldslýsingu, sem sýna fram á að vörurnar uppfylli þau
skilyrði sem reglugerðin kveður á um.
Tilgangur með reglugerðinni er að draga úr loftmengun
af völdum uppgufunnar frá lífrænum efnasamböndum.
■ Verslun og þjónusta
Bann við sölu á málningu og lakki
Friðrik Friðriksson arkitekt rifjar upp verstu kaup lífs síns. Kaupin áttu sér stað í fyrravor þegar hann fjárfesti í
forritunarpakka hjá verkfræðistofu fyrir 250 þúsund krónur. Forritunarpakkinn virkaði aldrei.
„Þeir seldu mér ákveðinn pakka sem aldrei virkaði og þeir vildu ekki viðurkenna það, sögðu alltaf að ég yrði
að læra á pakkann og breyta því sem þeir höfðu gert. Ég sagði á móti að ég ætti ekki að þurfa að breyta
neinu eða laga neitt því að pakkinn átti að vera þannig uppsettur. En Þessi forritunarpakki hefur aldrei
virkað og er þau alverstu kaup sem ég hef nokkru sinni gert,“ segir hann.
Bestu kaup Friðriks eru lítil fartölva, Fujitsu Siemens, sem hann
keypti fyrir fjórum til fimm árum. „Sölumaðurinn vildi ekki selja
mér hana. Hann vildi frekar selja mér stærri og dýrari tölvu en
ég vildi þessa litlu tölvu og ég hef ekki enn í dag séð neina
vél sem slær hana út þó að hún sé orðin þetta gömul. Tölvan
er lítil og nett og hentar mér afskaplega vel sem aukavél, hún
hefur í rauninni nýst mér miklu betur en ég átti von á í upphafi
og samt kostaði hún aðeins helming af því sem stóra og dýra
vélin átti að kosta sem sölumaðurinn vildi selja mér.
Friðrik notar fartölvuna til að vinna heima, fara í gegnum tölvu-
póstinn, færa bókhaldið og svo hefur hann í henni teikniforrit
til að vinna smærri verk. Þetta getur hann þó að tölvan hafi
bara tíu tommu skjá.
NEYTANDINN: FRIÐRIK FRIÐRIKSSON ARKITEKT
Tölva og forritunarpakki
■ Sigmar Vilhjálmsson, betur þekkt-
ur sem Simmi Idol-stjórnandi, notar
dagblöð til að fægja spegla og rúður.
„Þú heldur að ég sé
að djóka, en það
hélt ég líka þegar ég
heyrði þetta fyrst,“
segir Simmi og
leggur áherslu á að
þetta sé gott húsráð.
„Þetta er besta leiðin
til að fægja rúður og
spegla, þetta skilur
ekki eftir sig tusku-
far,“ segir hann, og
leggur til að þeir sem
ekki trúi honum nái sér í dagblað og prófi að
fægja klósettspegilinn.
„Það er líka gott að pússa svarta skó með
dagblaði, skósvertan skilur þá eftir sig gljáa
á skónum. Þetta er húsráð sem virkar,“ segi
Simmi.
GÓÐ HÚSRÁÐ
DAGBLÖÐ GÓÐ Á GLER
Fjölmargir hafa kosið að merkja bílnúmer bifreiða
sinna með einkanúmeri. Hægt er þá að velja um tvo
til sex tölustafi eða bókstafi sem mynda bílnúmer
sem er ekki í notkun.
Fyrir réttinn til slíks einkamerkis eru greiddar 25.000
krónur. Þegar sótt er um einkamerki er einnig greitt
fyrir framleiðslu númeraspjaldanna, það kostar 5.200 krónur eða 2.600 krónur fyrir
hvort spjald, og 500 krónur fyrir skráningu einkamerkja á ökutæki. Upphafsgjaldið
er því 30.700 krónur. Rétturinn gildir í átta ár og er þá hægt að endurnýja hann í
önnur átta ár gegn greiðslu réttindagjaldsins, 25.000 krónur. Ef flytja á einkamerki á
milli bifreiða í eigu rétthafa, kostar það 2.300 krónur og 500 krónur fyrir skráningu á
flutningi merkja á milli ökutækja.
■ Hvað kostar... einkamerking bílnúmera
Upphafsgjald er 30.700
Tónlistarhátí ð á jólaföstu
í Hallgrímskirkju 2005
Tónlistarhátí ð á jólaföstu
í Hallgrímskirkju 2005Tónlistarhátí ð á jólaföstu
í Hallgrímskirkju 2005
Tónlistarhátí ð á jólaföstu
í Hallgrímskirkju 2005
� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �
��������������������������������
����������������������������
�������������������������
������ �������������
���������������
�������������������������
�������� ������ �������
������������ ����������������
��������
����������������� ��������������
��������
������������������ ��������������
��������
����������������� ��������������
��������������������������������������������������������������������������������������������������������
�������������������������������������������
�������������������������������������������������������
��������������������
���������������������
� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �
�������
Á fyrsta sunnudegi í aðventu birt-
ust kertaskreyttir aðventukransar
á flestum heimilum og jólaljós út
í glugga. Margir hafa tekið skref-
ið lengra og skreytt heimili sín að
utan með útiljósum. Það er margs
að gæta þegar kemur að slíkum
skreytingum, ef við vilj-
um halda brunalaus og
örugg jól.
Flestar nýjar jólaseríur
sem nota á innandyra eru
þannig að þegar deyr á
einni ljósaperu, loga hinar
áfram. En eftir því sem
slokknar á fleiri perum
eykst ljósstyrkur hverrar
þeirrar peru sem eftir lifir
og þar með hiti þeirra. Það
sama getur gerst ef notuð
er pera af rangri stærð eða gerð.
Ef ljósaperur ofhitna getur það
skapað brunahættu og því er
mikilvægt að skipta strax um bil-
aðar perur í seríum.
Vegna þess að ljósaseríur
gefa frá sér hita er
mikilvægt að
þær séu
hafðar í
nægja n-
legri fjar-
lægð frá brennanlegu efni. Því er
mjög varasamt að hylja seríur með
pappírsskrauti eða öðru eldfimu
efni. Þá er ekki rétt að hafa jóla-
seríur of nálægt gluggatjöldum.
Það eru þó ekki allir sem kaupa
ný ljós fyrir hver jól. Margir eiga
gamlar og fallegar seríur. Reglu-
lega þarf að láta að líta á þessi ljós
því leiðslur vilja trosna og klærn-
ar brotna. Oft má gera þessi ljós
sem ný, og því er óþarfi að henda
þeim þó svo að þau bili eitthvað,
en þau geta verið varasöm ef þau
fá ekki nauðsynlegt viðhald.
Þegar jólaljósin eru keypt má
finna skýrar merkingar sem segja
til um hvort ljósin séu til notkunar
inni eða úti. Útiljós má nota inni,
en það getur verið stórhættulegt
að nota inniljósin úti.
Þegar útiljósin eru sett upp
þarf að gæta þess að perurnar vísi
alltaf niður, svo að vatn geti ekki
safnast í perustæðunum. Þá er
mikilvægt að festa útiljósin vand-
lega, þannig að perurnar geti ekki
slegist utan í eitthvað og brotnað.
Ljósum prýdd heimili fyrir jólin:
Eldri ljós geta verið hættuleg
Starfsfólkið á Póstmiðstöð-
inni sér eitt og annað undar-
legt í sinni vinnu. Eins og
bréf til Sveinka og böggul
fyrir Jón Jónsson í Ósló.
Vinnslustjórinn á nokkur
hollráð fyrir þá sem ætla að
senda flugböggul til útlanda
fyrir þessi jól.
„Það eru Íslendingar úti um allan
heim svo við látum okkur ekki
bregða þó við sjáum böggla merkta
hinum fjarlægustu löndum,“ segir
Sveinbjörn Svavarsson, vinnslu-
stjóri á Póstmiðstöðinni.
Hann lætur sér líka fátt fyrir
brjósti brenna enda séð margt
undarlegt í sinni vinnu. „Ég veit
það að einhvers staðar getur það
gengið að merkja böggulinn aðeins
nafni og svo þorpi ef hann er send-
ur innanlands. Það væri eflaust
ekki erfitt að finna Jón Jónsson í
Búðardal til dæmis. Hins vegar
eru afar litlar líkur á því að bögg-
ullinn komist til skila ef hann er
merktur Jóni Jónssyni í Ósló en
það vill brenna við að sumir merki
bögglana með slíkum hætti,“ segir
Sveinbjörn og brosir við.
Hann segir að menn verði að
huga vel að síðustu skiladögum
fyrir flugböggla en skiladagarnir
eru misjafnir eftir svæðum, eðli
málsins samkvæmt. „Til dæmis eru
þeir sem ætla að senda böggul með
flugpósti til Bandaríkjanna helst til
seinir. En seinasti skiladagur fyrir
Evrópu er 13. desember,“ útskýrir
vinnslustjórinn. Hann bendir á að
þeir sem eru seinir geti alltaf sent
með TNT hraðpósti sem Pósturinn
hefur upp á að bjóða.
Margt bera að íhuga varðandi
innihaldið að sögn Sveinbjarnar.
„Við gefum okkur ekki út fyrir að
senda matvæli en menn eru samt
að senda þetta og það er allt í lagi
að gera það til vissra landa, í öðrum
þarf vottorð frá dýralækni. Hins
vegar verður maður var við það að
það fólk er að senda malt og appels-
ín til ættingja sinna í útlöndum en
það þarf þá að búa þannig um það
að það geti ekki lekið á annan póst,“
segir Sveinbjörn.
„Svo koma hingað nokkuð mörg
bréf að utan til jólasveinsins. Það
er reyndar einhver sem tekur við
þeim pósti en ég hef ekki ráðið þá
ráðgátu frekar,“ segir Sveinbjörn.
jse@frettabladid.is
Til Jóns Jónssonar í Ósló
ALLT Á FULLU Á PÓSTMIÐSTÖÐINNI Starfsfólkið á Póstmiðstöðinni lætur sér fátt fyrir brjósti brenna í annríkinu þó ýmislegt undarlegt reki á
fjörur þess. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SÍÐUSTU ÖRUGGU SKILADAG-
ARNIR FYRIR JÓLABÖGGLA TIL
ÚTLANDA
Utan Evópu 5. des.
Til Evrópu 13. des.
Utan Evrópu með TNT hraðpósti 20. des.
Til Evrópu með TNT hraðpósti 21. des.
30 prósenta afsláttur er á TNT hraðsend-
ingum í desember.
VERÐ FYRIR BÖGGLA Í FLUGPÓSTI
Grunnverð Hvert kíló
Danmörk 1.050 kr. 285 kr.
Finnland, Svíþjóð 1.560 kr. 285 kr.
Noregur, Færeyjar,
Grænland 1.365 kr. 285 kr.
Evrópa 1.555 kr. 370 kr.
Norður-Ameríka 1.440 kr. 670 kr.
Afríka og
Mið-Austurlönd 1.440 kr. 670 kr.
Asía 1.735 kr. 790 kr.
Eyjaálfa 1.795 kr. 1.020 kr.
Heimild: www.postur.is
71
2
69
9
71
4
65
7
45
3
20042003
2001
2002
2005