Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 38
8. desember 2005 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Ég sat við vinnu mína, þegar sím-
inn hringdi: það var lögreglan. Ég
sperrti eyrun. Erindi hringjarans
var að bjóða mér góðfúslega á
lögreglustöðina til léttrar yfir-
heyrslu að ósk ríkissaksóknara.
Tilefnið var, að ég hafði nokkru
áður skýrt frá því hér í blaðinu, að
ónafngreindur sessunautur minn
í flugvél, einn af virðingarmönn-
um íslenzks atvinnulífs, hefði sagt
mér nöfn sakborninganna sex í
Baugsmálinu, áður en ákæran
var birt. Mér var ljúft að þekkjast
boð lögreglunnar, sagðist reyndar
vera nýfluttur í hverfið, stutt að
fara.
Yfirheyrslan hófst á því, að
fulltrúi lögreglunnar sýndi mér
ljósrit af greininni, sem var til-
efni heimsóknarinnar („Kannski
tuttugu manns“ heitir hún og
er endurprentuð í glænýju
greinasafni mínu, Tveir heim-
ar, Háskólaútgáfan, 2005). Hann
spurði: Skrifaðir þú þessa grein?
Ég játti því. Síðan reyndi ég, eið-
svarinn, að greiða eftir beztu getu
úr spurningum lögreglumannsins,
nema ég hlaut sem blaðamaður og
pistlahöfundur að áskilja mér rétt
til þess að greina ekki frá nafni
viðmælanda míns í vélinni. Ríkis-
saksóknari virti þessa afstöðu og
lét málið falla niður og sendi frá
sér bréf þess efnis.
Og hvað gerist? Mogginn fer
af stað. Hinn 30. september birtir
Morgunblaðið mér svohljóðandi
orðsendingu í ritstjórnargrein:
„Er Þorvaldur Gylfason búinn að
upplýsa lögregluna um hver þessi
„ónefndi maður“ er? Það er alvar-
legt mál, ef einhver „innvígður“,
sem búið hefur yfir vitneskju um
hverjir yrðu ákærðir af eðlilegum
ástæðum, segir samferðamanni
frá því fyrir birtingu ákæru. Það
er líka alvörumál, ef einhver, sem
ekki átti að búa yfir vitneskjunni
hefur haft hana undir höndum. Í
báðum tilvikum er ljóst, að nauð-
synlegt er að opinber rannsókn
... nái til þessarar frásagnar Þor-
valdar Gylfasonar. Prófessorinn
er því kominn í hóp þeirra, sem
rannsóknin hlýtur að ná til.“
Hér er Morgunblaðið að hvetja til
þess berum orðum, að ég sé knú-
inn til að rjúfa þá höfuðskyldu
sérhvers blaðamanns að vernda
heimildarmenn sína - og það eftir
að fram kom í fréttum, að rann-
sókn málsins væri lokið. Ætla
mætti, að Siðanefnd blaðamanna
léti slíka aðför Morgunblaðsins að
réttindum og skyldum dálkahöf-
undar til sín taka, en reglur nefnd-
arinnar leyfa henni ekki að taka
slíkt frumkvæði. Þær leyfa þeim
einum, sem eiga hagsmuna að
gæta, að leggja fram kæru innan
tveggja mánaða. Vonsviknir les-
endur, sem bera hag og virðingu
Morgunblaðsins fyrir brjósti, telj-
ast ekki eiga hagsmuna að gæta og
geta því ekki kært. Ég kærði mig
kollóttan.
Viku áður, 23. september, hafði
Morgunblaðið birt heilsíðuviðtal
við Harald Johannessen ríkislög-
reglustjóra, þar sem hann byrjar
svar sitt við spurningu blaða-
manns um frásögn mína í Frétta-
blaðinu á þessa leið: „Ég veit ekki
hver þessi huldumaður er eða
hvort hann er í raun og veru til.“
(Leturbreyting mín, ÞG.) Síðari
hluti setningarinnar jafngildir
ásökun um meinsæri, sýnist mér,
þar eð lögreglustjóranum bar
skylda til að vita um eiðsvarinn
vitnisburð minn um samtalið í
flugvélinni. Lögmenn tjá mér, að
líklega hafi Haraldur Johannes-
sen með þessu tali gerzt brotlegur
gegn 236. grein hegningarlaga.
Hvers vegna fer ég ekki í mál?
Því er fljótsvarað: málshöfðun er
ekki minn stíll. Hvers vegna rýf ég
ekki regluna? - ef það mætti verða
til þess, að ríkislögreglustjórinn
segði af sér. Ég hef ekki trú á því,
að lögreglustjórinn sæi ástæðu
til að segja af sér, þótt hann fengi
sektardóm. Þessir menn segja
aldrei af sér: það er ekki þeirra
stíll. Seðlabanki Íslands er eini
seðlabankinn norðan (og sunn-
an!) Miðjarðarhafs, þar sem aðal-
bankastjórinn hefur fengið dóm
fyrir meiðyrði - og menn virðast
gera sér það að góðu; Seðlabank-
inn nýtur ekki meiri virðingar en
svo. Í Hæstarétti Íslands situr nú
dómari, sem skilur eftir sig slóða
af bréfum með ávörpum eins
og: „Þú ert einhver ömurlegasta
persóna sem ég... Framkoma þín
bendir til þess að þú sért ekki heill
heilsu.“ (úr bréfi dómarans til
Þorvarðs Elíassonar skólastjóra,
bréfið var birt í blöðunum). Annað
sýnishorn: „Ég ... legg til að þú
kannir betur heimildir þínar næst
... Hef ég þar í huga þína hags-
muni en ekki mína“ (úr bréfi til
læknis, sem hafði farið með rétt
mál í aðsendri Morgunblaðsgrein
og dómarinn, þáverandi lögmaður
Morgunblaðsins, þekkti ekki neitt).
Svona bréf senda menn ekki einu
sinni frá sér á Sikiley - einmitt til
að eiga það ekki á hættu, að þau
birtist í blöðunum. ■
Mogginn sýnir gómana
Í DAG
BLÖÐ, BLAÐA-
MENN OG
MANNASIÐIR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Í Hæstarétti Íslands situr nú
dómari, sem skilur eftir sig
slóða af bréfum með ávörp-
um eins og: „Þú ert einhver
ömurlegasta persóna sem ég...
Framkoma þín bendir til þess
að þú sért ekki heill heilsu.“
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
fy
rir
3
65
p
re
nt
m
i›
la
m
aí
2
00
5.
Einokunin
Höfundur Staksteina Morgunblaðsins
spyr í blaðinu í gær hver eigi að gæta
almannahagsmuna og hvers vegna
þingnefndir geti ekki tekið upp rann-
sókn mála á borð við markaðsráðandi
stöðu Baugs á íslenskum matvöru-
markaði.
Tilefnið er fyrirspurn Ástu Möller,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til
viðskiptaráðherra um markaðsráðandi
stöðu Baugs á íslenska matvörumark-
aðnum.
Ásta sagði að verslunarkeðjan Tesco
hefði 30 prósenta markaðs-
hlutdeild á breska matvöru-
markaðnum og fjórar keðj-
ur hefðu alls 74 prósenta
hlutdeild. Þetta hefði orðið
tilefni til rannsókna
af hálfu þingnefndar
þar í landi. „Á síðustu
fjórum árum hafa 20 prósent sjálf-
stæðra verslana lagt þar upp laupana...
Yfirburðastaða keðjunnar gerir henni
kleift að standa undir undirboðum og
óheilbrigðum verslunarháttum,“ sagði
Ásta.
Því vildi Ásta vita hvað menn segðu um
60 prósenta hlutdeild Baugs hér á landi
þegar 30 prósenta hlutdeild Tesco væri
kölluð einokun í breskum fjölmiðlum?
Böl kapítalsimans
Staksteinahöfundur gat að vísu ekki um
að Ásta hafi lesið upp úr nýlegri Morg-
unblaðsgrein Jónasar Haralz og Jóhanns
J. Ólafssonar um „ribbaldaskeið
ungs kapítalisma“ þar sem einmitt
var varað við áhrifum manna eins
og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
Hannesar Smárasonar, Björgólfs
Thors Björgólfssonar og annarra
stórkapítalista sem hneigðust til
þess að fylgja þeim leikreglum einum
sem hentuðu hverju sinni.
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-
herra kvaðst ekki hlutast til um störf
Samkeppniseftirlitsins og virtist sem
það kæmi flatt upp á hana að Ásta og
samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn vildu
hafa eftirlit með eftirlitsstofnun sem
vinnur beinlínis við að vernda almanna-
hagsmuni.
„Ég er hissa á að heyra þessar áherslur
hjá háttvirtum þingmanni með tilliti
til þess að við gengum í gegn um
heilmikla vinnu hér á síðasta þingi, fyrst
í nefnd sem ég skipaði og þar voru full-
trúar samstarfsflokksins... Ég gerði
mér ekki grein fyrir á þeim tíma að
það væru uppi aðrar hugmyndir í
Sjálfstæðisflokknum í sambandi
við þetta mál,“ sagði Valgerður.
johannh@frettabladid.is
Á sama tíma og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, undirritaði samkomulag við varnarmálaráðherra Rúmena um afnot Bandaríkjamnana af herstöðvum þar í
landi, birtu alþjóðlegar fréttastofur og fjölmiðlar víða um heim
stöðugt fleiri fréttir af leynifangelsum Bandaríkjamanna í Aust-
ur-Evrópu, einkum Póllandi og Rúmeníu. Stjórnvöld í báðum þess-
um löndum hafa neitað tilvist slíkra fangelsa en samt heldur orðr-
ómurinn áfram. Lýsingar á meðferð meintra hryðjuverkamanna
í fangelsum utan Bandaríkjanna eru ótrúlegar og minna helst á
meðferð manna á miðöldum eða á tímum nasista í Evrópu.
Bæði Pólverjar og Rúmenar hafa verið með hermenn í Írak til
stuðnings Bandaríkjamönnum og við undirskrift herstöðvasamn-
ingsins í Rúmeníu í vikunni staðfestu þarlend yfirvöld að hermenn
þeirra myndu áfram verða þar. Pólverjar hafa verið þar með mun
fleiri hermenn og þeir hafa lagt sig í líma við að þvo af sér komm-
astimpilinn, ef svo má að orði komast, og vingast við Bandaríkja-
menn á margvíslegan hátt.
Rúmenar eru fátæk þjóð, sem berst nú fyrir því að komast í
Evrópusambandið. Þeir hafa líklega talið herstöðvasamninginn
heppilegan í ljósi þess, þótt ekkert samband eigi þó að vera á milli
hans og aðildarinnar að ESB. Í fyrra hafði varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna viðkomu á herflugvelli í Rúmeníu og er það líklega
sá sami og á að hýsa aðalstöðvar Bandaríkjamanna þar í landi,
samkvæmt hinum nýgerða samningi.
Ef lýsingar alþjóðlegra fréttastofa af yfirheyrsluaðferðum CIA
utan Bandaríkjanna eru réttar ættu þeir að skammast sín. Þær
samrýmast ekki siðuðum þjóðum, þó svo að um meinta hryðju-
verkamenn sé að ræða. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir fyrr-
verandi og núverandi starfsmönnum CIA og á meðan annað hefur
ekki komið fram verður að telja þær réttar.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefður reyndar verið á stöð-
ugu undanhaldi í þessu máli allt frá því hún lagði upp í Evrópu-
ferðina frá Bandaríkjunum. Í upphafi ferðar viðurkenndi hún að
borgaralegar flugvélar hefðu verið notaðar til að flytja meinta
hryðjuverkamenn milli landa, en gat þess jafnframt að þar væri
við erfið mál að eiga. Nokkrar þessara flugvéla hafa sem kunnugt
er haft viðkomu hér á landi en ekki er vitað til þess að um borð í
þeim hafi verið fangar.
Nýjustu fréttir herma að Bandaríkjastjórn hafi látið undan
þrýstingi varðandi yfirheyrsluaðfeðir, því utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði þegar hún kom til Úkraínu að hér eftir giltu
sömu aðferðir varðandi yfirheyrslur yfir mönnum innan Banda-
ríkjanna og utan þeirra. Vitnaði hún í samþykkt Sameinuðu þjóð-
anna varðandi þessi mál, en þar eru ákvæði sem banna pyntingar
við yfirheyrslur. Bandaríkjamenn verða að leggja öll spilin á borð-
ið í þessu máli. Það er þeim sjálfum fyrir bestu.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Condoleezza Rice ver gerðir stjórnarinnar.
Undanhald
í málum CIA
Ef lýsingar alþjóðlegra fréttastofa af yfirheyrslu-
aðferðum CIA utan Bandaríkjanna eru réttar ættu
þeir að skammast sín. Þær samrýmast ekki siðuðum
þjóðum, þó svo að um meinta hryðjuverkamenn sé að
ræða.