Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 39
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 8. desember, 342. dagur ársins 2005. Besta flíkin í fataskáp Sólveigar Samúelsdótt- ur söngkonu er forláta leðurkápa sem kölluð er Kusa. „Skinnkápan sem ég keypti í Svíþjóð fyrir um það bil átta árum á 120 íslenskar krónur er í miklu uppáhaldi,“ segir Sólveig Samúelsdóttir, söng- kona og verðandi þriggja barna móðir. „Á þessum tíma vorum við hjónin fátækir náms- menn í Trollhättan og það voru miklar vangaveltur um það hvort ég ætti að splæsa í kápuna góðu eða hvort ætti að spara fyrir mjólkinni næstu vikuna! Kápan varð ofan á, við létum vatnið duga í nokkra daga og varð ekki meint af.“ Solla segist reglulega fara í kápuna Kusu en hún hlaut það nafn sökum þess að skinnið líkist svo belju- skinni. „Ég veit samt ekki hvaða skinn þetta er, gæti verið belja en gæti líka verið eitthvert hjartardýr, skiptir svo sem engu máli. Kápan er jafn góð og ég hef notað hana reglulega í öll þessi ár, sannarlega bestu kaupin sem ég hef gert!“ Um þessar mundir stend- ur Solla í ströngu við útgáfu og kynningu á fyrstu sóló- plötu sinni sem hún vinnur í samvinnu við bróður sinn Samúel, sem er betur þekkt- ur sem Sammi í Jagúar. Diskurinn hefur hlotið nafnið Melodia og inniheld- ur hann blandaða djass- kennda poppmúsík frá sjöunda áratugnum ásamt frumsömdum lögum eftir Samma. Tilvalin tónlistar- blanda til að njóta yfir rauðvínsglasi í húminu. Það eru eðaltónlistar- menn sem sjá um undirleik á disknum, engir aðrir en liðsmenn bæði Jagúars og Hjálma og svo kemur Páll Óskar og syngur dúett með Sollu í laginu We Have All the Time in the World sem Louis Armstrong gerði frægt á sínum tíma. Diskurinn kom út í vik- unni og útgáfutónleikar verða þann 13. desember í Iðnó. Þeim sem vilja vita meira um þessi músíkölsku systkini er bent á að kíkja á www.solla. is og www.sjsmusic.com. Kusan í uppáhaldi Kápan hennar Sólveigar eru bestu kaup sem hún hefur gert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reykjavík 11.03 13.20 15.36 Akureyri 11.15 13.04 14.54 Jólavörurnar streyma inn í allar helstu tískuvöruverslan- irnar þessa dagana. Þeir sem eru ekki ennþá búnir að kaupa jólafötin hafa úr ýmsu að velja og ættu að fara og kynna sér úrvalið í verslununum. Það skemmtilega er að það er nánast allt í tísku svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Húsgagnahöllin býður upp á ýmsar vörur á heimilið sem henta vel til jólagjafa. Á www.husgagnahollin.is má skoða myndir af vörum og verð. Svo er náttúrlega bara skemmtilegast að fara og skoða í versluninni sjálfri. Nýtt frumvarp heilbrigð- isráðherra sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku gerir ráð fyrir að reykingar verði bannaðar á veitingahús- um og skemmtistöð- um frá og með 1. júní 2007. Jólaböll leikskóla, skóla og vinnu- staða verða mörg haldin næstu daga og vikur. Foreldrar sem ekki eru búnir að kaupa jólafötin á börnin ættu að gera það fljótlega svo þau geti verið fín á jólaböllunum. Jóla- sveinahúfur eru líka alltaf vinsælar hjá yngri kynslóðinni á jólaböll- um svo það er ágætt að eiga eina slíka á hvert barn. LIGGUR Í LOFTINU TÍSKA - HEIMILI - HEILSA - JÓL KRÍLIN Í skólanum lærum við um hluti sem hafa gerst en höf- um ekki hugmynd um á meðan þeir eru að gerast! SEYMA Silki, ull og taft seljast vel bls. 2 NÝ VERSLUN Söstrene Grene í Smáralind bls. 8 HEILSUPÚÐAR Fyrir kyrrsetufólk bls. 13 JÓLAVEÐRIÐ Rauð jól og hvít bls. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.