Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 48

Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 48
[ ] Árið 1954 söng Bing Crosby um jólin og hversu heitt hann óskaði þess að þau yrðu hvít. Flestir taka undir óskir hans en verða jólin hvít í ár? Sigurður Þ. Ragn- arsson veðurfréttamaður, betur þekktur sem Siggi Stormur, Dalvíkurklúbburinn og spákona, sem ekki vill láta nafn síns getið, rýndu í framtíðina og báru svo saman bækur sínar. Í desemberspá Dalvíkurklúbbs- ins er því lýst yfir að mánuðurinn verði svipaður nóvembermánuði „en að líkindum heldur kaldari. Það yrði svipaður hringlandi eins og í nóvember, hugsanlega heldur meiri snjór, þó ekki til baga.“ Lík- ast til verða jólin á Dalbæ, höfuð- stöðvum Dalvíkurklúbbsins, hvít þannig að Norðlendingar mega búast við hrímuðum jólum. Sunn- lendingar eru ekki jafn heppnir og verða jólin rauðleitari á höfuð- borgarsvæðinu. Siggi stormur segir að það sé erfitt að spá svo langt fram í tím- ann en auðvitað sé hann tilbúinn að gera sitt besta. „Það er aumt fyrir mann sem hefur atvinnu af því að spá fyrir um veður að þora ekki að spá fyrir um jólaveðrið. Það pirrar suma kollega mína og ég vil ekki koma neinum í vont skap en ég læt slag standa,“ segir Siggi. Eftir að hafa skoðað gögnin hefur hann komist að niðurstöðu. „Heildarbragur kortanna segir sitt. Langtímaspár fyrir haustið hafa ræst illa en desemberspáin hefur gengið eftir að mestu leyti,“ segir Siggi. „Niðurstaða mín er sú að á suðvesturhorninu verði nokk- ur grámygla um jólin. Ég hygg hins vegar að jólin verði hvít fyrir norðan og að á Austur- og Vestur- landi verði jólin flekkótt.“ Í fyrra var Siggi sannspár en fyrir tveim- ur árum spáði hann rauðum jólum. Þegar fönn huldi jörð á aðfangadag tóku nokkrir fréttamenn Stöðvar 2 sig til og létu Sigga finna fyrir mistökum sínum og fékk hann yfir sig snjóboltaregn. Spákonan segir að tarotspilin séu óákveðin þegar kemur að jóla- veðrinu og að veðrið verði mis- munandi eftir landshlutum. „Það er lítið um sterk spil og því getur enn brugðið til beggja vona. Mér sýnist að veðrið verði kaflaskipt og að við fáum rauðan aðfangadag en hvítan jóladag,“ segir spákon- an. „Ég lofa hins vegar hvítum áramótum og stend við það,“ segir hún enn fremur. Það er sama hvort stuðst er við gamla hjátrú eða nútíma vísindi. Jólin virðast ætla að verða rauð sunnanlands en hvít norðanlands. Allir spámennirnir vilja koma því á framfæri að þrátt fyrir spár sínar óski þeir landsmönnum öllum hvítra og gleðilegra jóla. tryggvi@frettabladid.is Mikið úrval af gjafakörfum Frí heimsending • Pöntunarsími: 554-6999 www.jumbo.is Nonni GULL Jólin verða að öllum líkindum ekki snjó- þung í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Akureyringar mega búast við hvítum jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Rauð jól í Reykjavík en hvít fyrir norðan Reykvíkingar fá ekki snjó um jólin ef veðurspár ganga eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jólasveinahúfur eru nauðsynlegar á hverju heimili í desember. Þær geta slegið í gegn við ýmis tækifæri og það getur verið ágætt að setja bara upp jólasveinahúfu ef hárið er ekki alveg að gera sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.