Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 50

Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 50
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar efnir til aðventukvölds í Hafnarfjarð- arkirkju sem hefst kl. 20. Óperukór Hafnarfjarðar syngur. Að athöfn- inni lokinni er boðið upp á kakó, piparkökur og konfekt í safnaðar- heimilinu. Köntrísveit Baggalúts efnir til stórhljóm- leika á NASA við Austurvöll í tilefni af útkomu hljómdisksins Pabbi þarf að vinna. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 stundvíslega. Sérstakur leynigestur er Rúnar Júlíusson. Skáld frá Bókaútgáfunni Sölku lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum á Súfistanum kl. 20. á jóladöfinni } 8. desember Margrét Eir Hjartardóttir söngkona eldar alltaf kalkún á jólunum og með honum finnst henni best að hafa kartöflumús úr sætum kartöflum. Uppskrift- ina að kartöflumúsinni fékk hún í Bandaríkjunum. „Jólamaturinn er undir áhrif- um frá þakkargjörðarhátíðinni,“ segir Margrét, sem hefur verið mikið í Bandaríkjunum. „Ég var skiptinemi í Bandaríkjunum og þar fékk ég fyrst að smakka þennan gómsæta þakkargjörðar- hátíðarmat. Mér finnst hann voða jólalegur líka því þegar þakkar- gjörðarhátíðin er eru alveg að koma jól.“ Margrét hreifst greinilega af Bandaríkjunum þegar hún var skiptinemi þar því hún fór síðar í leiklistarnám til Boston og núna er hún í námi í Bandaríkjunum og er þar með annan fótinn eins og hún segir. Margrét er ennþá í mjög góðu sambandi við fjöl- skylduna sem hún var skiptinemi hjá þó að það séu sextán ár síðan hún bjó hjá henni. „Ég komst reyndar ekki þangað á þakkar- gjörðarhátíðinni núna en það var upphaflega ætlunin,“ segir hún. Fjölskyldan sem Margrét bjó hjá sem skiptinemi notaði sætar kartöflur mjög mikið. „Ég á mjög sérstaka uppskrift þaðan að kart- öflumús úr sætum kartöflum sem ég hef með kalkúninum. Það gerir þetta enginn nema ég svo ég er strax farin að taka við pöntunum frá vinum mínum sem vilja fá að koma í mat um jólin,“ segir Margrét, sem ætlar að gefa upp uppskriftina að sætu kartöfl- unum. Þakkargjörðarhátíðar- matur á jólunum Margrét Eir eldar jólamat eftir bandarískri þakkargjörðarhátíðaruppskrift. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. SÆT KARTÖFLUMÚS 3 bollar stappaðar soðnar sætar kartöflur 1/2 bolli sykur 1/2 tsk. salt 2 egg 3 msk. smjör 1/2 bolli mjólk vannilludropar Öllu blandað saman og sett í eldfast mót. 1 bolli púðursykur 1/2 bolli hveiti 2 1/2 msk. brætt smjör Blandað saman og sett ofan á kartöflublönduna í mótinu. Bakað við 150-200 gráður í 30 mínútur. Alla þriðjudaga til laugardaga virka daga frá kl.14 490 kr. 1 klst. Opið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.