Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 63
FIMMTUDAGUR 8. desember 2005 43 BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN LEIKSKÓLAR BORGARINNAR STEFÁN JÓN HAFSTEIN FORMAÐUR MENNTA- OG FRÆÐSLURÁÐS REYKJAVÍKURBORGAR Foreldrar leikskólabarna fá nærri 60 þúsund krónur á hvert barn aukalega í vasann á næsta ári vegna þess að Reykjavíkurlistinn tekur annað skref í átt að gjaldfrjálsum leikskólum strax um áramót. Nú verður staðan sú að fimm ára börn fá 5 klukkustundir á dag gjaldfrjálsar, en í fyrra var fyrsta skrefið tekið með þremur stundum. Yngri börn fá lækkun sem svarar til tveggja stunda. Á mánuði hverjum þýðir þetta um 5.500 kr. á hvert barn. Almennur launamaður þarf að auka mánað- artekjur um nær 9.000 krónur til að jafna slíka kjarabót sé tekið mið af sköttum - það má því segja að kjarabót fyrir hvert leikskólabarn samsvari meira en 100 þúsund krónum á ári. Í haust átti ég fundi með dagfor- eldrum um stöðu þeirra, en fækk- un hefur orðið í þeirri starfsstétt á liðnum árum. Til að tryggja stöðugt framboð þessarar þjónustu fyrir foreldra yngstu barnanna viljum við auka framlög til dagforeldra svo ekki komi til hækkun á töxt- um, og vonandi munu fleiri taka að sér að veita þessa þjónustu. Fyrir hjón með barn hjá dagforeldri eykst niðurgreiðslan úr rúmlega 13 þúsundum á mánuði í kringum 21 þúsund. Borgin stjórnar ekki verðskrá þessari, en mikið má vera ef 50 prósent aukning fram- laga að meðaltali hafi ekki áhrif á þjónustustigið í borginni. Fyrir rúmum áratug, þegar borgarbúar kusu að gefa Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og félögum hans á D-lista verðskuldað leyfi frá stjórn borgarinnar, var staðan í leikskóla- málum sú að „dagvistarúrræði“ fengust bara fyrir 3ja ára börn og eldri og aðeins allan daginn ef foreldri var einstætt! Nú er staðan sú að leikskólar eru viðurkenndar menntastofnanir með glæsilega þjónustu sem meira en 90 prósent notenda lýsa yfir mikilli ánægju með. Matur er veittur í leikskól- um. Næg rými eru til fyrir öll börn 18 mánaða og eldri, en vegna þenslu á vinnumarkaði höfum við ekki getað mannað alla skól- ana á þessu hausti. 30 til 40 börn eru enn á biðlistum af um 6.000. Vonir standa til að mikil kjarabót í nýjum samningum leiði til að hægt verði að fullmanna alla leikskóla og auka starfsmenntun þeirra sem ekki eru leikskólakennarar. En innihald leikskólanna skiptir máli. Faglegur metnaður leikskól- akennara er mikill og því höfum við stóraukið framlög til þróunar- sjóðs leikskólanna fyrir nýsköpun- arverkefni. Við erum því að taka stór skref fram á við fyrir foreldra og börn í Reykjavík á næstunni og höfum til þess stuðning Reykvík- inga. ■ Fyrir börn og foreldra Davíð Örvar skrifar: Merkileg staðreynd að á þessum tímum þegar fólk má ekki reka stóru tána í án þess að efnt sé til landssöfn- unar skuli 500 kg. af kjöti vera fargað án nokkur sjá eitthvað athugavert við það. Þannig er nefnilega málum háttað að ég las Fréttablaðið á dögunum og þar var sagt frá skipverjum á Hólma- borginni SU og Jóni Kjartansyni SU sem voru að smygla inn kjöti til landsins en voru teknir af lögreglunni á Eskifirði og nú skal kjötið brennt. Ég hef ekki enn gleymt því fólki sem stendur í röð tímunum saman fyrir jól til þess að fá jólamat, kjöt og meðlæti, datt engum í hug að þetta hálfa tonn sem var tekið af þessum mönnum gæti allavega mettað einhverja maga? Er þetta virki- lega besti eldiviðurinn? Fyrir rúmum áratug, þegar borgarbúar kusu að gefa Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og félögum hans á D-lista verðskuldað leyfi frá stjórn borgarinnar var staðan í leikskólamálum sú að „dagvist- arúrræði“ fengust bara fyrir 3ja ára börn og eldri og aðeins allan daginn ef foreldri var 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.