Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 76

Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 76
76 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Concha y Toro er stærsta víngerðarhúsið í Chile og hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt, Það var til að mynda valið „Besta vín- hús Nýja heimsins“ á síðasta ári. Enn ein skrautfjöðurin bættist í hattinn nýverið því í októberhefti Wine Spectator var Concha y Toro valið sem eitt af 20 bestu víngerðarhúsum veraldar sem bjóða afburðagæði á sanngjörnu verði. Val þetta er eftirsótt af mörg þús- und víngerðarhúsum um allan heim og því mikill gæðastimpill. Vínhúsið framleiðir fjölmörg vín. Frontera, Sunrise, Casillero del Diablo, Marques de Casa Concha, Trio, Terruniuo og Don Melchor eru allt vín sem fást hér á landi. Vín þessi spanna víðan völl í verði og gæðum, en öll eru þau frá Chile og eru auðþekkjanleg af Concha y Toro merkingunni sem prýðir neðri hluta flöskumið- anna. Vínbarinn við Kirkjuhvol er án efa einn besti vínbar lands- ins og um helgina verður hægt að fá að smakka á þessum teg- undum þar undir öruggri leið- sögn starfsfólks. Ýmiss konar aukahlutir sem tengjast vínum verða á boðstólum fyrir þá sem verða snemma á ferðinni! Viking jólabjórinn var mest seldi jólabjór í Vínbúðum í fyrra enda var hann valinn besti bjórinn í árlegri bragðprófun á veitinga- húsinu Þremur frökkum. Bruggun jólabjórsins er sér- stök, en talsvert lengri tíma tekur að brugga hann en hefð- bundinn lagerbjór. Hann er því aðeins framleiddur í takmörkuðu magni. Í jólabjórinn er notað svokallað karamellumalt, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndri karamellu. Þá er einnig afar sérstakt við fram- leiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hita- stig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu. Það gerir einnig að verkum að jólabjórinn hentar einkar vel með mat. Jólabjórinn var fyrst framleiddur árið 1990 og er þetta fjórtánda árið sem Viking framleiðir þenn- an afar vinsæla bjór. VIKING: Vinsælasti jólabjórinn CONCHA Y TORO: Gæðavín kynnt á Vínbarnum Hvaða matar gætir þú síst verið án? ,,Þetta er í raun spurningin um hvað mér finnst best að borða. Ég er alæta á góðan mat og gæti ekki verið án eins frekar en annars.“ Besta máltíð sem þú hefur fengið? ,,Ég var í New York með vini mínum Richard Avedon fyrir tuttugu árum síðan. Við fórum inn á einhvern ótilgreindan veitingastað sem ég man ekki lengur hvað heitir. Þar inni fékk ég humar sem að mínu mati er besta máltíð sem ég hef nokkurn tímann fengið. Ég veit ekki hvort það var maturinn, félagsskapurinn eða andrúmsloftið en ég man enn eftir þessu sem bestu máltíð sem ég hef fengið.“ Er einhver matur sem þér finnst vondur? ,,Ég er eins og áður segir alæta á allan mat þannig að ég borða það svo lengi sem það er ætt og ekki skemmt.“ Hvað leynist í eldhússkápunum? ,,Ég er á ákveðnu umbreytingarskeiði í lífi mínu núna þannig að það er ekki margt sem þú myndir finna þar núna. En það er nú alltaf til morgunkorn og eitthvað svoleiðis í skápunum.“ Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? ,,Súkkulaði. Það er talað um að sama efni hafi vellíðunaráhrif á mann þegar maður er ástfanginn og þegar maður borðar súkkulaði.“ Hvað áttu alltaf í ísskápnum? ,,Ég á eiginlega alltaf skyr og ferskan appelsínusafa.“ Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða mat myndir þú taka með þér? ,,Ég myndi án vafa taka naut og kvígu.“ Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? ,,Ég borðaði einu sinni risaskjaldbökuegg fyrir löngu síðan. Það er ekki hægt að lýsa bragðinu. Eina leiðin er í raun að segja að það bragðaðist nákvæmlega eins og r isask ja ldbökuegg myndi gera venjulega.“ MATGÆÐINGURINN VALDIMAR ÖRN FLYGENRING LEIKARI Ólýsanlegt risaskjaldbökuegg > ekki gleyma að ...staðgóður morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. ,,Það er allt brjálað að gera. Ég er þessa dagana að skipuleggja tón- leika sem fara fram 7. janúar næst- komandi í Laugardalshöll. Tilefnið er að vekja athygli á náttúruvernd á Íslandi. Á tónleikunum munu koma fram listamenn eins og Sigur Rós, Björk, Damon Albarn og Egó,“ segir leikkonan og athafnakonan Margrét Vilhjálmsdóttir, sem að þessu sinni miðlar til okkar uppskrift vikunnar. ,,Það er ljóst að landsmenn þurfa að fara að vakna í sambandi við nátt- úruvernd og þessir tónleikar eru liður í því að vekja fólk til umhugs- unar varðandi þessi mál, sem eru þau mikilvægustu sem landsmenn hafa staðið frammi fyrir í háa herr- ans tíð. ,,Ég ákvað að vera á náttúru- verndarnótunum þegar ég valdi mér uppskrift og þar að auki er ég ennþá að ná mér eftir þakkargjörðarhá- tíðina,“ segir Margrét þegar hún tilkynnir mér að graskerssúpa hafi verið uppskriftin sem varð fyrir valinu. ,,Þar að auki er hún svo fín í vetrarkuldanum þar sem hráefnin í súpunni, eins og kóríander og chili, hita mann upp á löngum vetrar- kvöldum.“ Þegar Margrét er spurð þeirrar klassísku spurningar hver sé henn- ar uppáhaldsmatur stendur ekki á svari. ,,Rjúpur á jólunum klikka ekki. Ég hef reyndar ekki þorað að elda þær sjálf en ég fæ dásam- lega útgáfu frá föður mínum sem er algjör snillingur í matreiðslu rjúpna. Hann sér alltaf um að elda á jólunum og gerir allt sjálf- ur, meira að segja sósuna.“ Spurð um hve margar rjúpur hún borði á aðfangadag segir hún að tvær rjúpur séu staðalmáltíð fyrir einn. ,,Það hefur gerst að maður reyni við þrjú stykki en ef maður nær að torga þeirri þriðju liggur manni við yfirliði í tvo daga á eftir,“ segir Margrét og hlær. Margrét segist elda töluvert sjálf heima. ,,Það hefur nú samt eitthvað minnkað núna af einhverjum furðu- legum ástæðum. Maðurinn minn er hins vegar frábær kokkur og eldar mjög mikið. Hann tekur venjulega við stjórnartaumunum í eldhúsinu þegar von er á fólki í mat en ég hjálpa auðvitað til. ,,Við erum eiginlega aldrei með sama matinn oft þegar við bjóðum fólki heim. Í sumar var til dæmis ótrúlega gaman að grilla margvís- legasta kjötmeti. Maðurinn minn og ég höldum mikið upp á einn rétt sem reyndar er svolítið breytilegur. Sá réttur er að mínu mati góður á haust- in og mér finnst vera hálfgerður vetr- armatur. Þá kaupum við mjög mikið af rótargrænmeti, allt frá rauðróf- um og til selleríróta. Síðan grillum við það með rósmaríni og ólífuolíu og hvítlauk en erum síðan bara með það kjötmeti sem okkur langar í þá stundina. Þetta er að mínu mati voða- lega þægilegur matur að hafa og svo- lítið vetrarvænn einhvern veginn. Það er eins og maður sæki eitthvað í ræturnar á veturna“ segir Margrét og skellir upp úr. GRASKERSÚPA MEÐ KÓRÍANDER, CHILI OG ENGIFER. 750 g grasker u.þ.b. 1 lítið eða 1/2 meðalstórt (afhýðið og fjarlægið fræ) 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 1 1/2 tsk. rifið ferskt engifer 1 tsk. kórianderfræ steytt í mortéli 1 þurrkaður chilipipar, skorinn í smátt 2 1/2 tsk. balsamikedik 30 g smjör 1 l grænmetiskraftsoð 250 ml hvítvín 1 tsk. eða meira af góðu sjávarsalti nokkrir hringir teknir á piparkvörn- inni þeyttur eða sýrður rjómi til að skvetta út í í lokin Laukur, hvítlaukur og grasker skorið í bita og steikt í smjöri í 5 mínútur. Grænmetis- soðinu bætt út í. Engifer og kóríanderfræ er steikt í olíu á pönnu ásamt chili. Fylgist með og hrærið svo ekki klístrist eða brenni. Þessu er bætt út í graskersblönduna sem nú má sjóða upp. Lækkið svo hitann og blandið hvítvíni við og smakkið til. Bætið út í ef ykkur finnst eitthvað vanta. Látið sjóða í 15 mín., saltið og piprið. Mælt er með að setja súpuna í mixer og svo er ediki bætt út í. Berið fram með sýrðum eða þeyttum rjóma og stráið miklu af kóríander yfir. Verði ykkur að góðu og gleðileg hálendisjól. tomas@frettabladid.is Snýr aftur til náttúrunnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.