Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 84

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 84
����������� �������������� ��������������������������� ���������� ����������� ����������� Clint Eastwood ætti ekki að fara varhluta af heiðursverðlaunum á næstunni. Samtök kvikmynda- leikstjóra (DGA) ætla að afhenda honum viðurkenningu fyrir fram- lag sitt til kvikmyndagerðar og samtök framleiðanda (PGA) ætla að heiðra hann með sams konar hætti. Athafnirnar fara fram með sex daga millibili í byrjun næsta árs. Eastwood er án vafa einn valda- mesti maður kvikmyndaiðnaðar- ins í Bandaríkjunum. Eftir að hafa barist við óféti í spaghettívestr- unum og gómað glæpamenn sem Dirty Harry sneri Eastwood sér í auknum mæli að leikstjórn og hefur fáum leikurum tekist jafn vel upp. Hann hefur leikstýrt mynd- um á borð við Play Misty for Me og Bird þar sem Forest Whitaker fór hamförum í hlutverki saxófónleik- arans Charlie Parker. Sennilega er vestrahetjan þekktust fyrir að hafa tvívegis staðið uppi sem sig- urvegari á Óskarsverðlaununum. Í fyrra skiptið malaði vestrinn Unforgiven keppinauta sína árið 1993 og í fyrra fékk mynd hans Million Dollar Baby fjórar styttur, þar á meðal sem besta myndin. ■ Clint heiðraður í bak og fyrir CLINT EASTWOOD Verður heiðraður af bæði leikstjórum og framleiðendum í upphafi næsta árs. Hann vinnur nú hörð- um höndum að því að klára Flags of Our Fathers, sem var tekin upp hér á landi fyrir ekki margt löngu. Hafnfirska rokksveitin Úlpa heldur útgáfutónleika á fimmtudag vegna annarrar plötu sinnar, Attempted Flight by Winged Men, sem kom nýverið út á vegum 12 Tóna. Fyrsta plata Úlpu, Mea Culpa, kom út fyrir fjórum árum og því hafa margir beðið nýju plötunnar með mikilli eftirvæntingu. Vinnsla við plötuna hófst undir lok 2002 en henni lauk ekki fyrr en í haust. Að sögn Halla trommara urðu ýmsir atburðir til þess að platan tafðist. „Við vorum að gera þetta sjálfir og það var erfitt að fá fólk til að aðstoða okkur við upptökur,“ segir Halli. „Við áætluðum líka minni tíma heldur en raunin varð. Síðan lentum við í því að missa harða diskinn í algjört tjón. Við urðum að senda hann til London í „rehab“ og um tíma héldum við að við værum búnir að tapa plötunni. Síðan komu nokkrir tímapunktar þar sem við fórum að gera eitthvað annað.“ Á þessum tímapunktum fór Úlpa meðal annars í stutta tón- leikaferð um austurströnd Banda- ríkjanna með hljómsveitinni Lake Trout, sem spilaði á Innipúkanum í sumar. Einnig fór sveitin tvisvar sinnum til Færeyja, þrisvar til Danmerkur og til Austurríkis, Þýskalands og London, á milli þess sem hún vann plötuna. Halli segir að eins og gefur að skilja hafi verið meira legið yfir nýju plötunni en þeirri. Hún nær einnig yfir lengra tímabil. Fyrsta lagið hafi verið samið fyrir hátt í fimm árum en það nýjasta nú í sumar. Nafnið á plötunni er ein- mitt vísun í það hversu erfiðlega gekk að vinna plötuna. „Þetta er bjagað nafn af frægu málverki sem við rákumst á. Okkur fannst þetta passa svo vel við það sem við vorum að gera og hvernig ferlið á plötunni var því við vorum allt- af að hefja hana til flugs,“ segir hann. Útgáfutónleikarnir á fimmtudag verða haldnir í Þjóðleikhúskjall- aranum og hefjast klukkan 23.00. Miðaverð er 500 krónur en þeir sem mæta í Millet-úlpum fá frítt inn. Auk þess fá þeir fjórir fyrstu sem gefa hljómsveitarmeðlimum Millet-úlpur nýju plötuna áritaða og smáskífu að launum. „Okkur langar í svona úlpu sjálfir. Þetta var orðinn svo langur og þreyttur brandari að við ákváðum að snúa honum,“ segir Halli og hlær. freyr@frettabladid.is Úlpan hafin til flugs ÚLPA Rokksveitin Úlpa er að gefa út sína aðra plötu. Nefnist hún Attempted Flight by Winged Men. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikarinn Vince Vaughn þurfti að blása í áfengismæli eftir að hann var stöðvaður á bíl sínum af lög- reglunni í Scottsdale í Arizona. Leikkonan Jennifer Aniston var með honum í för. Vaughn var undir leyfilegum áfengismörkum og slapp því með skrekkinn. „Við stungum upp á því að hann héldi ekki áfram að aka bílnum,“ sagði talsmaður lög- reglunnar. „Hann var búinn að drekka eitthvað en var ekki yfir áfengismörkunum,“ sagði hann. Eftir atvikið lagði Vaughn hvíta sendiferðabílnum sínum í næsta nágrenni og steig ásamt Aniston upp í bíl vinar þeirra sem hafði ekið á eftir þeim. Aniston og Vaughn leika saman í myndinni The Break Up, sem er væntanleg í kvikmyndahús. Aniston skildi við Brad Pitt í október eftir fjögurra og hálfs árs hjónaband. Síðan þá hefur hún oft sést með Vaughn. Telja margir að samband þeirra sé komið á alvar- legt stig. Vaughn slapp með skrekkinn VINCE VAUGHN Vaughn var stöðvaður af lögreglunni í Arizona og látinn blása í áfengismæli. Rokksveitin Pan hefur í tilefni jólanna ákveðið að gefa plötu sína Virgins, sem kom út fyrr á árinu, öllum félagsmiðstöðvum á höfuð- borgarsvæðinu. Þær eru um fjöru- tíu talsins. „Mér flaug þetta í hug í seinustu viku,“ segir Björgvin Benediktsson, gítarleikari Pan, sem vinnur sjálfur í félagsmiðstöð í Hafnarfirði. „Ungl- ingarnir eiga ekki alltaf auðveldast með að fá það sem þeir vilja og nú þar sem rokk er komið aftur í tísku er gaman að geta leyft þeim að njóta okkar tónlistar, ef þeir hafa áhuga á því,“ segir hann. „Stundum langar kannski unglinga að kynnast betur tónlist ákveðinna hljómsveita en geta einungis nálgast brot af plötum þeirra á netinu. Því getur verið gott að geta skellt plötunni í tækið uppi í félagsmiðstöð og kynnst tónlistinni betur.“ Fyrstu eintökin voru nýver- ið afhent Óla Þór, forstöðumanni Versins í Hafnarfirði sem einnig er formaður Samfés. Platan Virgins er fyrsta plata Pan en sveitin spilar melódískt og framsækið rokk í anda Tool og Perfect Circle. ■ Félagsmiðstöðvar fá gefins eintök PLATAN GEFIN Rokksveitin Pan afhenti Óla Þór, forstöðumanni Versins og formanni Sam- fés, nýju plötuna sína. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 5.20 og 10.15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd í Lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20 ��� - HJ MBL Sýnd kl. 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára ��� -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 ��� „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsríkari kantinum.“ „...leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.“ - HJ MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� -L.I.B. Topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 áraSýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.