Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 90

Fréttablaðið - 08.12.2005, Side 90
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR70 FÓTBOLTI Franska knattspyrnu- félagið Lyon, sem hefur orðið Frakklandsmeistari síðustu fjög- ur ár, hefur ákveðið að höfða mál á hendur Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, og vonast til þess að fá bætur vegna meiðsla sem einn leikmanna liðsins, Eric Abidal, varð fyrir í landsleik Frakklands og Kosta Ríka í byrjun nóvember. Abidal fótbrotnaði og mun ekki geta beitt sér neitt innan vallar næstu fjóra mánuði. Samkvæmt reglum FIFA er félagsliðum skylt að leyfa leik- mönnum sínum að leika lands- leiki sem fara fram á alþjóðleg- um leikdögum, sem eru fyrir fram ákveðnir af FIFA. Leikurinn sem Abidal meidd- ist í fór ekki fram á alþjóðlegum leikdegi FIFA og því telja for- ráðamenn Lyon félagið eiga rétt á bótum þar sem Abidal er vitan- lega samningsbundinn Lyon. Lyon fer fram á að FIFA greiði Lille, sem Abidal lék með áður, tíu milljónir evra og launagreiðslur leikmannsins að auki. Vel er fylgst með þessu máli þar sem ekki hefur áður reynt á mál af þessu tagi fyrir dómstól- um hjá FIFA en félagslið hafa oft kvartað undan því að samnings- bundnir leikmenn þeirra komi meiddir úr landsleikjafríum. - mh Lyon höfðar mál gegn FIFA vegna meiðsla Abidal: Kærir meiðsli leik- manns í landsleik ERIC ABIDAL Abidal verður lengi frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleik Frakka og Kostaríkumanna. Meistaradeild Evrópu: LEIKIR Í A-RIÐLI CLUB BRUGGE - BAYERN MÜNCHEN 1-1 0-1 Claudio Pizarro (21.), 1-1 Javier Portillo (32.) RAPID VÍN - JUVENTUS 1-3 0-1 Alessandro Del Piero (35.), 0-2 Zlatan Ibrahim- ovic (42.), 0-3 Alessandro Del Piero (45.). BAYERN MÜNCHEN OG JUVENTUS KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. SPARTA PRAG - THUN 0-0 ARSENAL - AJAX 0-0 ARSENAL OG AJAX KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. LEIKIR Í C-RIÐLI UDINESE - BARCELONA 0-2 0-1 Santiago Ezquerro (85.), 0-2 Anders Iniesta (90.). WERDER BREMEN - PANATHINAIKOS 5-1 1-0 Johan Micoud, víti (2.), 2-0 Nelson Valdes (28.), 3-0 Nelson Valdes (31.), 4-0 Miroslav Klose (51.), 4-1 Nasief Morris (53.), 5-1 Torsten Frings (90.). BARCELONA OG WERDER BREMEN KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. LEIKIR Í D-RIÐLI VILLARREAL - LILLE 1-0 1-0 Antonio Guayre (67.). BENFICA - MANCHESTER UNITED 2-1 0-1 Paul Scholes (6.), 1-1 Geovanni (17.), 2-1 Beto (34.). VILLARREAL OG BENFICA KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. SS-bikar karla: ÞÓR-STJARNAN 28-30 Mörk Þórs: Aigars Lazdins 12, Arnór Gunnarsson 7, Rúnar Sigtryggsson 5, Heiðar Aðalsteinsson 2, Sindri Haraldsson 1, Þorvaldur Sigurðsson 1. Mörk Stjörnunnar: Tite Kalandadze 7, Kristján Kristjánsson 6, David Kekelia 6, Björn Friðriksson 5, Björn Guðmundsson 1, Þórólfur Nielsen 1. Leik FH og ÍBV var frestað og fer fram í kvöld. ÚRSLIT GÆRDAGSINS Einkatónleikar Sinfóníunnar Ólafur, Dorrit og fína fólkið DV2x10 - lesið 7.12.2005 19:48 Page 1 FÓTBOLTI Keppt var um þrjú laus sæti í gærkvöldi þar sem niður- staðan í A- og B-riðli lá ljós fyrir og Barcelona var búið að tryggja sér sigur í C-riðli. Sú merkilega staða var í D-riðli að öll liðin gátu komist áfram og spennan því magnþrungin allt kvöldið. Manchester United byrjaði með miklum látum í Lissabon og Paul Scholes skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu. United fór fyrir vikið í toppsæti riðilsins. Lærisveinar Fergusons voru ekki lengi í paradís því Geovanni jafn- aði leikinn með huggulegu marki ellefu mínútum síðar. United fékk síðan kalda tusku í andlitið á 34. mínútu þegar Beto skoraði með skoti utan teigs sem fór í varnarmann United og þaðan í netið. Þannig stóðu leikar í hálf- leik og United var komið í neðsta sæti riðilsins þar sem markalaust var í leik Lille og Villarreal. Staðan í leiknum kom veru- lega á óvart, ekki síst í ljósi þess að nokkra lykilmenn vantaði í lið Benfica. Það var ekki að sjá að United væri að berjast fyrir lífi sínu í síð- ari hálfleik og þurfti tvö mörk því Benfica var mun sprækara fram- an af. Þegar tuttugu mínútur voru eftir komst Villarreal yfir gegn Lille og þar með nægði United jafntefli. Það var vonleysi í sóknarleik United síðustu mínútur leiksins og ekki síður getuleysi því liðinu gekk ekkert að opna vörn heimanna. Fögnuður Benfica í leikslok var einlægur enda áttu fáir von á að þeir kæmust áfram. United-menn gengu hníptir af velli en þeir geta lítið kvartað.Léleg spilamennska varð liðinu að falli í keppninni og liðið var einfaldlega ekki nógu til þess að komast áfram. henry@frettabladid.is Man. Utd. komst ekki áfram í Meistaradeildinni Það var mikil spenna þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar kláraðist í gær. Öll liðin í D-riðli gátu komist áfram en Villarreal og Benfica fóru áfram að lok- um. Þetta var í fyrsta skipti sem United kemst ekki áfram eftir riðlakeppnina. MARKIÐ DUGÐI EKKI TIL Paul Scholes kemur hér Man. Utd. yfir í leiknum í Portúgal. Markið dugði ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.