Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 90

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 90
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR70 FÓTBOLTI Franska knattspyrnu- félagið Lyon, sem hefur orðið Frakklandsmeistari síðustu fjög- ur ár, hefur ákveðið að höfða mál á hendur Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, og vonast til þess að fá bætur vegna meiðsla sem einn leikmanna liðsins, Eric Abidal, varð fyrir í landsleik Frakklands og Kosta Ríka í byrjun nóvember. Abidal fótbrotnaði og mun ekki geta beitt sér neitt innan vallar næstu fjóra mánuði. Samkvæmt reglum FIFA er félagsliðum skylt að leyfa leik- mönnum sínum að leika lands- leiki sem fara fram á alþjóðleg- um leikdögum, sem eru fyrir fram ákveðnir af FIFA. Leikurinn sem Abidal meidd- ist í fór ekki fram á alþjóðlegum leikdegi FIFA og því telja for- ráðamenn Lyon félagið eiga rétt á bótum þar sem Abidal er vitan- lega samningsbundinn Lyon. Lyon fer fram á að FIFA greiði Lille, sem Abidal lék með áður, tíu milljónir evra og launagreiðslur leikmannsins að auki. Vel er fylgst með þessu máli þar sem ekki hefur áður reynt á mál af þessu tagi fyrir dómstól- um hjá FIFA en félagslið hafa oft kvartað undan því að samnings- bundnir leikmenn þeirra komi meiddir úr landsleikjafríum. - mh Lyon höfðar mál gegn FIFA vegna meiðsla Abidal: Kærir meiðsli leik- manns í landsleik ERIC ABIDAL Abidal verður lengi frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleik Frakka og Kostaríkumanna. Meistaradeild Evrópu: LEIKIR Í A-RIÐLI CLUB BRUGGE - BAYERN MÜNCHEN 1-1 0-1 Claudio Pizarro (21.), 1-1 Javier Portillo (32.) RAPID VÍN - JUVENTUS 1-3 0-1 Alessandro Del Piero (35.), 0-2 Zlatan Ibrahim- ovic (42.), 0-3 Alessandro Del Piero (45.). BAYERN MÜNCHEN OG JUVENTUS KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. SPARTA PRAG - THUN 0-0 ARSENAL - AJAX 0-0 ARSENAL OG AJAX KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. LEIKIR Í C-RIÐLI UDINESE - BARCELONA 0-2 0-1 Santiago Ezquerro (85.), 0-2 Anders Iniesta (90.). WERDER BREMEN - PANATHINAIKOS 5-1 1-0 Johan Micoud, víti (2.), 2-0 Nelson Valdes (28.), 3-0 Nelson Valdes (31.), 4-0 Miroslav Klose (51.), 4-1 Nasief Morris (53.), 5-1 Torsten Frings (90.). BARCELONA OG WERDER BREMEN KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. LEIKIR Í D-RIÐLI VILLARREAL - LILLE 1-0 1-0 Antonio Guayre (67.). BENFICA - MANCHESTER UNITED 2-1 0-1 Paul Scholes (6.), 1-1 Geovanni (17.), 2-1 Beto (34.). VILLARREAL OG BENFICA KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. SS-bikar karla: ÞÓR-STJARNAN 28-30 Mörk Þórs: Aigars Lazdins 12, Arnór Gunnarsson 7, Rúnar Sigtryggsson 5, Heiðar Aðalsteinsson 2, Sindri Haraldsson 1, Þorvaldur Sigurðsson 1. Mörk Stjörnunnar: Tite Kalandadze 7, Kristján Kristjánsson 6, David Kekelia 6, Björn Friðriksson 5, Björn Guðmundsson 1, Þórólfur Nielsen 1. Leik FH og ÍBV var frestað og fer fram í kvöld. ÚRSLIT GÆRDAGSINS Einkatónleikar Sinfóníunnar Ólafur, Dorrit og fína fólkið DV2x10 - lesið 7.12.2005 19:48 Page 1 FÓTBOLTI Keppt var um þrjú laus sæti í gærkvöldi þar sem niður- staðan í A- og B-riðli lá ljós fyrir og Barcelona var búið að tryggja sér sigur í C-riðli. Sú merkilega staða var í D-riðli að öll liðin gátu komist áfram og spennan því magnþrungin allt kvöldið. Manchester United byrjaði með miklum látum í Lissabon og Paul Scholes skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu. United fór fyrir vikið í toppsæti riðilsins. Lærisveinar Fergusons voru ekki lengi í paradís því Geovanni jafn- aði leikinn með huggulegu marki ellefu mínútum síðar. United fékk síðan kalda tusku í andlitið á 34. mínútu þegar Beto skoraði með skoti utan teigs sem fór í varnarmann United og þaðan í netið. Þannig stóðu leikar í hálf- leik og United var komið í neðsta sæti riðilsins þar sem markalaust var í leik Lille og Villarreal. Staðan í leiknum kom veru- lega á óvart, ekki síst í ljósi þess að nokkra lykilmenn vantaði í lið Benfica. Það var ekki að sjá að United væri að berjast fyrir lífi sínu í síð- ari hálfleik og þurfti tvö mörk því Benfica var mun sprækara fram- an af. Þegar tuttugu mínútur voru eftir komst Villarreal yfir gegn Lille og þar með nægði United jafntefli. Það var vonleysi í sóknarleik United síðustu mínútur leiksins og ekki síður getuleysi því liðinu gekk ekkert að opna vörn heimanna. Fögnuður Benfica í leikslok var einlægur enda áttu fáir von á að þeir kæmust áfram. United-menn gengu hníptir af velli en þeir geta lítið kvartað.Léleg spilamennska varð liðinu að falli í keppninni og liðið var einfaldlega ekki nógu til þess að komast áfram. henry@frettabladid.is Man. Utd. komst ekki áfram í Meistaradeildinni Það var mikil spenna þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar kláraðist í gær. Öll liðin í D-riðli gátu komist áfram en Villarreal og Benfica fóru áfram að lok- um. Þetta var í fyrsta skipti sem United kemst ekki áfram eftir riðlakeppnina. MARKIÐ DUGÐI EKKI TIL Paul Scholes kemur hér Man. Utd. yfir í leiknum í Portúgal. Markið dugði ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.