Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 94

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 94
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR74 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14 STÓR HUMAR RISARÆKJUR HÖRPUSKEL TUNFISKUR SALTSÍLD KRYDDSÍLD 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9 HRÓSIÐ ...fær Andrea Gylfadóttir fyrir að vera óhrædd við að feta í fótspor Björgvins Halldórssonar og Bubba Morthens með því að taka að sér hlutverk plöntunnar í söngleiknum um Litlu hryllings- búðina. LÁRÉTT 2 ló 6 skammstöfun 8 mæli- eining 9 andi 11 kusk 12 krapi 14 svekkja 16 hljóm 17 nægilega 18 besti árangur 20 skóli 21 sál. LÓÐRÉTT 1 sess 3 kringum 4 blóma- tegund 5 nögl 7 hálsfesti 10 þunn- ur vökvi 13 bón 15 steintegund 16 hljóma 19 til dæmis. LAUSN LÁRÉTT: 2 kusk, 6 eh, 8 mól, 9 sál, 11 ló, 12 slabb, 14 spæla, 16 óm, 17 nóg, 18 met, 20 ma, 21 anda. LÓÐRÉTT: 1 sess, 3 um, 4 sólblóm, 5 kló, 7 hálsmen, 10 lap, 13 bæn, 15 agat, 16 óma, 19 td. TÓNLISTIN: Ég hlusta mjög mikið á tónlist og enn meira eftir að ég eignaðist iPodinn minn. Af tónlistarmönnum í uppáhaldi má nefna Bright Eyes, A Perfect Circle, Elliott Smith, Pinback og Radiohead. Nýju plötur Sufjan Stevens, dEUS og Andrew Bird eru líka frábærar. Í sam- bandi við íslenska tónlist komst ég yfir demo-upptökur frá rokksveitinni Days Of Our Lives um daginn, sem hljóma ótrúlega vel. BÍÓMYNDIN: Sá myndina Lord of War sem mér þótti nokkuð góð. Hún er skrifuð og leikstýrt af Andrew Niccol, sem er einn af mínum uppáhaldskvikmyndagerðarmönnum. Hann skrifaði líka The Truman Show og hina frábæru Gattaca, sem er alveg bókað á topp fimm listanum mínum. Mæli algjörlega með því að allir sem ekki hafa séð Gattaca skelli sér út á næstu leigu og tékki á einni vanmetnustu mynd allra tíma. BÓKIN: Það að vera í námi og hljómsveit gerir að verkum að ég hef nánast aldrei tíma til að setjast niður með bók. Síðustu bækur sem ég las voru Surgical Recall og Ess- ential Surgery. Síðasta skáldsaga sem ég las var bókin The Curious Incident of the Dog in the Nighttime sem mér fannst alveg frábær. Einföld og lítil saga um ungan dreng með Asperger heilkenni, sem er vægt form af einhverfu, en það sem gerir bókina skemmtilega er að hún er sögð í fyrstu persónu. BÚÐIN: Hljóðfærahúsið hefur alltaf verið ein af mínum uppá- haldsverslunum en ég vann þar nokkur sumur og jól. Alltaf full búð af flottum gíturum og hljómborðum og hresst og sexí starfsfólk. Er líka mjög hrifinn af ýmsum netverslunum og eBay og panta þar oft alls kyns dót sem ekki fæst á Íslandi. BORGIN: Ég hef alla tíð búið á Álftanesi sem eftir svona fimmtán ár verður orðin stórborg miðað við hversu mikið er byggt hér núorðið. Annars hefur mér alltaf fundist Reykjavík vera borg að mínu skapi, hæfilega stór og hefur upp á velflest að bjóða. Af erlendu borgunum kann ég best við London, þó ég viti ekki alveg af hverju. VERKEFNIÐ: Fátt annað hefur komist að hjá okkur strákunum í Diktu síðustu mánuðina en að klára nýju plötuna okkar, Hunting For Happiness. Nú er platan komin í verslanir en í staðinn nóg að gera við að koma plöt- unni á framfæri og spila á tónleikum. Auk þess er ég á fjórða ári í læknisfræði þannig að það má með sanni segja að það sé alveg nóg að gera. AÐ MÍNU SKAPI: HAUKUR HEIÐAR HAUKSSON SÖNGVARI DIKTU Hljóðfærahúsið, læknisfræði og Andrew Niccol Sjónvarpsstöðin Sirkus auglýsti á dögunum eftir hugmyndum að íslenskum sjónvarpsþáttum. Við- brögðin létu ekki á sér standa en stöðinni bárust 140 hugmyndir frá fólki á öllum aldri í alls konar formi. Einn þáttur á þó eflaust eftir að vekja mikla athygli þegar hann birtist á skjánum en í upp- hafi næsta árs mun Egill Gilzen- egger ásamt félögum sínum af heimasíðunni kallarnir.is, þeim Hjöbba Ká og Partí Hanza, vera með þátt sem á sér engan líka að sögn kraftajötunsins. „Þetta verð- ur skemmtilegasti sjónvarpsþátt- ur sögunnar,“ lýsir hann kok- hraustur yfir en viðurkennir um leið að ekkert fast form sé komið á þáttinn. „Við ætlum bara að hafa hann fyndinn og skemmti- legan,“ segir hann en þættinum hefur enn ekki verið gefið nafn. Egill upplýsir að grunnurinn verði yfirhalning eða „make- over“. „Við ætlum að fá til okkar landsþekkta trefla og umbreyta þeim,“ útskýrir hann en fyrir þá sem ekki skilja hugtakið „trefill“ þá þýðir það náungi með krullur sem hvorki stundar líkamsrækt af viti né er brúnn. „Við ætlum líka að vera með stutta leikþætti inn á milli,“ bætir Egill við en hann segir að þeir félagar hafi horft á Svínasúpuna og Stelpurn- ar og gert sér grein fyrir því að þeir gætu gert miklu betur. Egill segir að það sé löngu kominn tími til að hnakkarnir taki við af treflunum sem hafi staðið við stjórnvölinn í íslensku sjónvarpi alltof lengi. „Það er að eiga sér stað hnakkavæðing enda erum við miklu myndarlegri og fyndnari en þeir,“ segir Egill og bendir á brúnkuklútagjöf Íslandsbanka sem besta dæmið um þessa byltingu. Egill segir að þrátt fyrir mikla karlmennsku sé engin kvenfyrirlitning í þátt- unum. „Við ætlum meðal annars að fá til okkar alvöru dansara sem kenna karlmönnum að dilla rassinum og fá ráðleggingar hvað varðar húðina.“ Það verður því í nógu að snú- ast hjá Agli. Biblían hans kemur fyrir almenningssjónir í ársbyrj- un og útilokar hann ekki að hún komi eitthvað við sögu í sjón- varpinu. „Þeir sem verða teknir í yfirhalningu verða að sjálfsögðu að læra hana frá a - ö.“ freyrgigja@frettabladid.is GILZENEGGER: STENDUR FYRIR HNAKKAVÆÐINGU Í ÍSLENSKU SJÓNVARPI Treflunum steypt af stóli í nýjum þætti EGILL GILZENEGGER Verður með félögum sínum á heimasíðunni kallarnir.is með nýjan þátt á sjónvarpsstöðinni Sirkus þar sem þeir setja landsþekkta trefla í yfirhalningu. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Í kvöld stendur forsetaembætt- ið fyrir hátíðartónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og KB banka. Þetta er í annað skiptið sem þessir tónleikar eru haldnir en sérstakur heiðursgestur verð- ur Frú Valerie Amos barónessa en hún er ráðherra í ríkisstjórn Tony Blair og talsmaður hennar í lávarðardeildinni. Frú Valerie Amos var fyrsta blökkukonan sem settist í breska ríkisstjórn. Þrátt fyrir mikilsmetinn gest úr þjóðlífi Breta sagðist Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sin- fóníunnar, þó vera meira spennt- ur fyrir barítóninum Bryn Terfel sem heiðrar gesti með nærveru sinni og söng. Terfel er einhver allra besti óperusöngvari heims um þessar mundir og taldi Þröst- ur hann vera í sama gæðaflokki og sjálfur Pavarotti var í fyrir tuttugu árum. „Barítónar verða því miður bara aldrei jafn vinsæl- ir og tenórar,“ sagði hann. Terfel mun dvelja í gestahúsi forseta- embættisins en þetta er í fyrsta skipti sem hann sækir landið heim. „Það er mjög erfitt að fá menn af hans stærðargráðu hing- að þar sem þeir eru yfirleitt mjög þéttbókaðir.“ Terfel mun syngja lög úr nokkrum þekktum óperum, þar á meðal Carmen, auk þjóðlaga frá Englandi og víðar. Frú Amos fær einnig að heyra Enigma Variation eftir landa sinn sir Edward Willi- am Elgar en einnig verður fluttur Hátíðarforleikur eftir Pál Ísólfs- son. -fgg Barónessa á hátíðartónleikum BRYN TERFEL Þessi heimsfrægi barítón söng meðal annars við afhendingu nóbelsverðlaunanna árið 2000 en hann verður í aðalhlutverki á hátíðartónleikum forsetaembættisins, Sinfóníuhljómsveitar- innar og KB Banka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.