Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 2

Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 2
2 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS Geiri, finnst stelpunum ekki gott að búa í Kópavogi? „Jú, stelpunum finnst gott að búa í Kópavogi, en miðbærinn er miðbær- inn“. Ásgeir Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger eins og hann er betur þekktur, keypti á dögunum hús í miðbænum því hann sagði að stelpurn- ar sínar vildu búa í miðbænum. ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SVEITARSTJÓRNARMÁL Hveragerðis- bær og verktakafyrirtækið Eykt hafa gert með sér samkomulag um skipulag og byggingu á 78 hektara eignarlandi bæjarins. Verkefnið var ekki boðið út enda er ráðist í það að frumkvæði Eyktar. Það gagnrýnir Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, sem er í minni- hluta bæjarstjórnar. Hún bendir meðal annars á að viðkomandi byggingasvæði sé um 90 prósent af óbyggðu eignarlandi Hvera- gerðisbæjar. Því sé verið að færa einum aðila gríðarlega hagsmuni á silfurfati.“ Aldís segir ennfremur að þar sem svona sé staðið að málum sé með öllu óvitað hvert raunverulegt verðmæti landsins sé. Í stað byggingaréttar á landinu ætlar Eykt að reisa á því leikskóla fyrir Hveragerðisbæ sem metinn er á 80 milljónir króna. Félagið mun ekki greiða annað eða meira fyrir landið. Orri Hlöðversson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir bæinn njóta tekna af lóðaúthlutun upp á 250-300 milljónir króna auk þess sem bærinn fái landið aftur afhent að þrettán árum liðnum. Aðalskipulag svæðisins hefur verið auglýst og verður borið upp til samþykktar eftir tæpar þrjár vikur. Á svæðinu á að rísa blönduð byggð fyrir 2.100 íbúa á næstu tólf árum og tvöfaldast þar með íbúafjöldi bæjarins. Samningurinn verður tekinn fyrir í bæjarstjórn eftir tvær vikur. Í honum er einnig gert ráð fyrir að bærinn byggi grunnskóla fyrir um 924 milljónir króna og fjórar deildir við leikskólann. Aldís Hafsteinsdóttir segir mikilvægt að raunverulegt virði landsins sé fundið út og það gerist með útboði. Sjálf segir hún verðmætið geta verið allt að 800 hundruð milljónir króna. - ghs Verktakafyrirtækið Eykt fær 80 hektara byggingaland í Hveragerði: Greitt fyrir landið með leikskóla STJÓRNSÝSLA Félagsmálaráðuneyt- ið hefur sagt upp þjónustusamn- ingi við Tryggingastofnun um rekstur fæðingarorlofssjóðs frá og með næstu áramótum. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra segir uppsögn samn- ingsins ekkert hafa með störf Tryggingastofnunar að gera held- ur sé um endurskipulagningu að ræða. Starfsemi sjóðsins sé frekar vinnumarkaðstengd en heilbrigðis- málatengd þess vegna muni Vinnu- málastofnun taka við rekstri hans. „Það hefur verið stefna ríkis- stjórnarinnar að efla atvinnulífið úti á landsbyggðinni og þarna er tækifæri til að flytja tólf til fjórtán störf út á land,“ segir Árni. „Vinnu- málastofnun er meðal annars með starfsstöðvar á Norðvesturlandi þar sem atvinnulífið hefur átt undir högg að sækja. Ég reikna því með að störfin muni flytjast þang- að og koma Skagaströnd, Hvamms- tangi og Blönduós öll til greina. Jafnvel gæti verið mögulegt að dreifa störfunum á þessa staði.“ Árni segir að um sé að ræða sér- fræði- og skrifstofustörf. Aðspurð- ur hvort ekki þurfi að segja upp fólki hjá Tryggingastofnun vegna þessa segist hann ekki endilega telja það en forstjóri stofnunarinn- ar verði að svara því. Árni segir að Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðu- neytisstjóri hafi átt fund með Karli Steinari Guðlaugssyni, forstjóra Tryggingastofnunar í gærmorgun og að Karl Steinar sýndi þessum breytingum skilning. - th Vinnumálastofnun tekur við rekstri fæðingarorlofssjóðs: Starfsemin flutt út á land ÁRNI MAGNÚSSON Fyrir Alþingi liggur frum- varp félagsmálaráðherra um aðstoð við langveik börn. Hann segir að ef frumvarpið verði samþykkt þýði það einhverja umsýslu og að störf sem henni tengist muni flytjast út á land. ALDÍS HAFSTEINS- DÓTTIR Framtíð- arbyggingaland Hveragerðisbæjar liggur í hlíð- inni í kringum Ölfusborgir og að sveitabænum Gljúfurholti. ORRI HLÖÐVERS- SON Hveragerðis- bær skuldar 600 milljónir í árslok og því er 400 milljóna framkvæmd á nýju byggingasvæði fullstór biti, að mati Orra Hlöðverssonar bæjarstjóra. JERÚSALEM, AP Enn syrtir í álinn hjá Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en hann fékk aðra heilablæðingu í gær svo að langrar skurðaðgerðrar var þörf. Honum verður haldið sofandi að minnsta kosti fram á sunnudag. Batahorfur Ariels Sharon dvínuðu verulega í gærmorgun þegar blæðingar í heila hans hófust á ný. Læknar á Hadassah- sjúkrahúsinu í Jerúsalem ákváðu þegar í stað að leggja hann undir hnífinn og fimm klukkustundum síðar náðu þeir að stöðva blæðingarnar. Að sögn Shlomo Mor-Yosef, forstjóra sjúkrahússins, tókst að fjarlægja blóðkekki úr höfði Sharons og við það varð líðan hans stöðugri. Hann bætti því við að heilalínurit sem gerð voru eftir aðgerðina bentu til „verulegra framfara“ án þess að útskýra þær rannsóknir frekar. Ron Krumer, annar talsmaður sjúkrahússins sagði að Sharon yrði haldið sofandi að minnsta kosti fram á hádegi á sunnudag. Engar frekari upplýsingar verða gefnar um líðan hans fyrr en helgi hvíldardagsins er úti, við sólsetur í kvöld. Erlendir læknar eru ekki eins bjartsýnir á að Sharon komist til heilsu á ný. „Þetta hljómar eins og örvæntingarfull tilraun til að bjarga því sem bjargað verður en batahorfurnar hljóta að teljast hörmulegar,“ sagði Anthony Rudd, sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum í Lundúnum í samtali við AP-fréttastofuna. Brotthvarf Sharons virðist ekki hafa teljandi áhrif á fylgi Kadima, hins nýstofnaða flokks hans, því skoðanakönnun dagblaðsins Yediot Ahronot bendir til að hann fengi 39 af 120 þingsætum á Knesset undir stjórn Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn fengi 20 sæti og Likud-bandalagið 16 samkvæmt sömu könnun. Ef hinn aldni Shimon Peres leiddi Kadima fengi flokkurinn 42 þingsæti en talið er ólíklegt að hann taki við formannsembættinu. Ráðamenn í flokknum lýstu í það minnsta eindregnum stuðningi við Olmert í gær. Viðbrögð við veikindum Sharons létu ekki á sér standa. Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Sharon „mann mikillar hugdirfsku“ en hún aflýsti för sinni til Asíu og Ástralíu í gær vegna málsins. Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hringdi í Olmert í gær og bað fyrir bataóskir til Sharons. Hann kvaðst mjög áhyggjufullur vegna veikindanna. sveinng@frettabladid.is ÚTLITIÐ ER DÖKKT Shlomo Mor-Yosef, forstjóri Hadassah-sjúkrahússins, reyndi að gera gott úr stöðunni en vonleysissvipurinn á andliti hans segir allt sem segja þar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Líf Sharons hangir á algerum bláþræði Skapadægur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, virðist rétt handan við hornið en batahorfur hans versnuðu mjög í gær þegar heilablæðing tók sig upp á ný. Fylgi Kadima, flokks Sharons, hefur ekki dalað þrátt fyrir veikindin. TYRKLAND, AP Hulya Kocyigit, ell- efu ára gömul tyrknesk stúlka frá tyrkneska bænum Van, dó í gær úr fuglaflensu, að því er talið er. Bresk rannsóknarstofa staðfesti í gær að banamein bróður henn- ar og systur væri fuglaflensa af H5N1-stofni en þau létust fyrr í vikunni. Auk þeirra liggur stúlka þungt haldin á sjúkrahúsi í Van, smituð af H5N1-stofninum. Dauðsföllin eru þau fyrstu af völdum flensunnar í Evrópu en þegar hafa rúmlega sjötíu látist í Suðaustur-Asíu af þessum sökum. Necdet Unuvar, aðstoðarheil- brigðisráðherra Tyrklands sagði í gær að ekkert benti til þess. ■ Fuglaflensan í Tyrklandi: Þrjú systkini dáin úr flensu SYSTKININ SYRGÐ Þrjú tyrknesk systkini liggja í valnum eftir að hafa fengið fuglaflensu. Bróðir þeirra, sem einnig veiktist, er hins vegar óðum að ná sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GJAFIR Ungliðahreyfingu Samfylk- ingarinnar hefur borist svar frá heilbrigðisráðherra um gjafir sem ráðherrann fékk í starfi á árinu 2005. Á meðal þeirra gjafa sem hann þáði voru postulínshani, bók um kínverska tónlist og lítil bambus- karfa. Eina persónulega gjöfin sem ráðherra fékk á árinu sem leið voru mólitir ullarsokkar, sem hann fékk að gjöf frá þingkonum. - æþe Gjafir heilbrigðisráðherra: Fékk postulíns- hana að gjöf JÓN KRISTJÁNSSON HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Þiggur aðeins gjafir í embættisverkum sínum. Fréttabladið/GVA 400 Pólverjar til Bechtel Tvær þotur lentu á Egilsstaðaflugvelli í gær en þær fluttu 400 pólska starfsmenn, sem voru ýmist að koma til baka úr jólafríi eða koma nýir til starfa hjá Bechtel í Reyðarfirði. Um 20 manns þurfti til að tollafgreiða fólkið. EGILSSTAÐIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.