Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 8
8 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hvað eru lýstar kröfur í þrotabú Slippstöðvarinnar háar? 2 Hvað heitir nýkjörinn forseti Bólivíu? 3 Hvaða lið hefur Alfreð Gíslason handboltaþjálfari samið við? SVÖRIN ERU AÐ FINNA Á SÍÐU 54 DÓMSMÁL Nítján ára piltur var dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi skilorðsbundið í tvö ár í Hér- aðsdómi Suðurlands í gær. Piltinum var gefið að sök brot gegn valdstjórninni en hann sló lögreglumann á frívakt í andlitið á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum. Hafði lögreglu- maðurinn áður haft af honum afskipti. Skömmu síðar var honum gefið að sök að hafa, á sama stað, slegið tvítugan pilt með bjórglasi í andlitið, þannig að það brotnaði og sá skarst nokkuð á enni. Dómurinn taldi sök piltsins sannaða, en hann bar því við að hafa verið í ójafnvægi og mikið drukkið sökum skilnaðar foreldra hans. Fram kom að hann hafi tekið sig nokkuð á og því þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn. - óká Í ójafnvægi vegna skilnaðar: Barði mann með bjórglasi SKIPULAGSMÁL Stjórn hestamanna- félagsins Gusts nýtti í gær for- kaupsrétt sinn á þremur kauptil- boðum í hesthús í Glaðheimum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins og jafnframt að til skoð- unar séu þrjú önnur tilboð sem stjórnin muni ákveða hvort hún gangi inn í á mánudag. „Ástæðan fyrir því að þetta er gert er sú að stjórnin hefur öruggar heim- ildir fyrir því að kaupsamningar séu nú í tvennu lagi,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir formaður á heima- síðu Gusts. „Annars vegar kaup- samningur um húseignina og hins vegar um „lausafé“. Þar með er það verð sem gefið er upp lægra nú en það hefur verið.“ Segir enn fremur að fulltrúar kaupenda hafi hringt í félags- menn og bent þeim á að nú verði þeir að fara að drífa sig að selja þar sem verðið sé að lækka. Þessa þróun kveðst stjórn Gusts vilja reyna að stöðva. „Stjórnin hefur fyrir því heim- ildir að í öllum tilvikum sem hún veit um voru menn í góðri trú og áttuðu sig ekki á afleiðingunum,“ segir loks. „Þannig að þeir Gust- arar sem hér eiga hlut að máli ætluðu ekki að baka þeim sem ekki hafa selt nein vandræði.“ Ekki náðist í Þóru Ásgeirs- dóttur formann í gærkvöld. - jss Uppkaupsmönnum settur stóllinn fyrir dyrnar: Stjórn Gusts gengur inn í kauptilboð UMHVERFISMÁL Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að þingmenn Samfylking- arinnar og Frjálslynda flokksins hafi á sínum tíma greitt atkvæði með heimild fyrir Landsvirkjun til þess að ráðast í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu. „Umhverfis- áhrif framkvæmdarinnar voru metin á sínum tíma. Kristinn H. Gunnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar og frjálslyndir studdu þessa heimild í lögum um raforkuver á árinu 2003 og á grundvelli þeirra hefur Landsvirkjun leyfi til að ráðast í Norðlingaölduveitu,“ segir Valgerður. Hún vekur athygli á að enn sé eftir að koma veitunni lögformlega inn í skipulag hálendisins og það sé enn óútkljáð. „Landsvirkjun hefur leyfið og við getum ekki afturkallað það bótalaust sýnist mér,“ segir Valgerður. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er nú meirihluti fyrir því í umhverfisnefnd Alþingis að hætta við Norðlingaölduveitu og stækka friðland Þjórsárvera. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnar viðhorfsbreytingum þing- manna. „Við vonum að þetta sé merki um að þingheimur og stjórnvöld séu að breyta um afstöðu gagnvart stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Það merkir að ekki verður unnt að ráðast í Norðlingaölduveitu.“ Árni bendir á að fyllilega sé raunhæft að stækka friðlandið í kjölfar úrskurðar umhverfis- ráðherra skömmu fyrir áramót og sleppa Norðlingaölduveitu. „Fyrir liggur þingsályktunartillaga vinstri grænna um stækkun friðlands Þjórsárvera, en hún hefur ekki fengist afgreidd úr umhverfisnefnd. Með fulltingi Kristins H. Gunnarssonar, vara- formanns umhverfisnefndar, er von um að tillagan fáist afgreidd úr nefndinni til umræðu í þinginu,“ segir Árni. N á t t ú r u v e r n d a r s a m t ö k Íslands hafa skorað á Alcan, sem rekur Straumsvíkurálverið, að styðja stækkun friðlands Þjórsárvera. Jafnframt hafa samtökin sent borgarstjóranum í Reykjavík sambærilegt erindi, en Reykjavíkurborg á 45 prósenta hlut í Landsvirkjun. Stefán Jón Hafstein oddviti Samfylkingarinnar í R-listanum segir að erindið verði rætt í næstu viku. „Ef vernda á Gullfoss á það jafnvel enn frekar við um Þjórsárver,“ segir Stefán Jón. Ekki auðvelt að hætta við Iðnaðarráðherra telur ólíklegt að unnt sé að aftur- kalla leyfi fyrir Norðlingaölduveitu bótalaust. Eftir sé þó að leiða skipulagsþátt málsins til lykta. MEKKA, AP Að minnsta kosti 53 pílagrímar biðu bana þegar fjög- urra hæða hús hrundi í hinni helgu borg Mekku í fyrradag. Björgunarsveitir leituðu ákaft í rústunum í gær en fundu aðeins lík. Húsið er örskammt frá Masjid al-Haram-moskunni, þar sem hið ginnhelga Kaaba-hof er að finna, en húsinu hafði verið breytt í gistihús yfir pílagrímatímann Hajj sem er rétt nýgenginn í garð. „Enn er fólk grafið undir rústunum og ég hef fulla trú á að við finnum einhvern á lífi,“ sagði Hamad al-Ahmadi ofursti sem stýrir aðgerðum á vettvangi. Honum varð ekki að ósk sinni því þrátt fyrir ítarlega leit hefur enginn fundist á lífi. Ekki er vitað hvers vegna húsið hrundi en Habib Turkestani, eig- andi þess, fullyrti að það væri sterkbyggt. „Byggingin var í góðu ástandi og það sem gerðist voru einfaldlega örlög og verk Guðs.“ Enda þótt manntjónið sé mikið er ljóst að mun verr hefði getað farið en flestir gestanna voru við bænahald annars staðar í borginni. Ófarir um Hajj-tímann eru því miður ekki óþekktar. Árið 1990 tróðust 1.426 manns undir í öng- þveiti og fyrir tveimur árum lést 251 við svipaðar aðstæður. - shg 53 hafa fundist látnir í rústum hótelsins sem hrundi í hinni helgu borg Mekka: Enginn fannst á lífi í gær - aðeins lík RÚSTIR EINAR Hinir látnu eru sagðir vera frá Túnis, Indlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Egyptalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞJÓRSÁRVER Í Þjórsárverum er mesta heiðagæsavarp í veröldinni. INDÓNESÍA, AP Óttast er að allt að 240 manns hafa týnt lífi í aurskrið- um og flóðum á eynni Jövu undan- farna daga. Björgunarsveitarmenn hafa síðustu daga unnið hörðum hönd- um við að grafa lík upp úr leðj- unni sem fært hafa nokkur þorp í fjallahéruðum eyjunnar í kaf. Þegar hafa 158 lík fundist en 80 manns er saknað og er talið úti- lokað að nokkur sé enn á lífi. Umhverfisverndarsinnar segja að vegna umfangsmikils skógar- höggs hafi losnað um jarðveginn í úrkomunni en ráðamenn vísa því á bug. Flóðin á Jövu: 240 manns sagðir látnir LEITAÐ AÐ LÍKUM Enn er 80 manns saknað en 156 lík hafa fundist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.