Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.01.2006, Qupperneq 12
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR Talsvert hefur mætt á Skarp- héðni Berg Steinarssyni, stjórn- arformanni Fl Group að undan- förnu, enda talsverðar umræður spunnist um starfslokasamninga sem gerðir voru við fráfarandi forstjóra félagsins. Skarphéð- inn hefur verið til svars, en hann tók við stjórnarformennskunnu, þegar Hannes Smárason varð for- stjóri Fl Group. Skarphéðinn er fæddur árið 1963 og varð stúdent frá MS. Hann er viðskiptafræðingur að mennt, en hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og lauk þaðan MBA gráðu. Þegar heim var komið að námi loknu réðst hann til starfa í fjármálaráðuneyt- ingu. Þar vann hann meðal annars að undirbúningi einka- væðingar sem var á stefnu Viðeyjar- stjórnarinnar. Þar var troðin ný slóð og þeir sem þekkja til starfa Skarphéðins Berg á því tímabili segja hann hafa haft mikinn áhuga og metnað fyrir þessu verkefni. Það fer nokkuð eftir því hvaða skiln- ing menn leggja í hugtakið embættis- maður hvort Skarp- héðinn Berg telst dæmigerður slíkur. Sem starfsmaður í ráðuneyti hefur hann vanið sig á það að tala varlega og láta einungis nauð- synlegar upplýsing- ar í té. Sú háttsemi hefur einnig fylgt honum í viðskipta- lífinu, þar sem hann þykir traustur, orð- var og orðheldinn. Hann hefur að und- anförnu komið fram og rökstutt ákvarð- anir félagsins sem margar hverj- ar hafa verið umdeildar. Þar hefur einu gilt hvort ákvarðanirnar eru frá hans tíð sem stjórnarformað- ur eða hafa verið teknar af öðrum. Hann hefur komið sjónarmiðum stjórnar á framfæri og fært rök fyrir þeim. Einkavæðingin var krefjandi verkefni og oft gustaði um þær ákvarðanir sem teknar voru í einkavæðingarnefnd, Skarphéð- inn var starfsmaður nefndarinn- ar og þar nýttust eiginleikar hans að vera úrræðagóður og tilbúinn að stytta sér leið og taka áhættu ef með þurfti til að ná settu mark- miði. Að því leyti var hann ekki dæmigerður embættismaður ef menn leggja til grundvallar mynd af hæggengum og ofurvarkárum einstaklingum. Skarphéðinn Berg varð skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og síðar í forsætisráðuneytinu. Honum var að sögn vís frami í stjórnsýslunni og hafa fuglar kvakað um það að ráðuneytisstjórastaða hafi verið innan seilingar, þegar hann ákvað að söðla um og ráða sig til Baugs. Þar mun Davíð Oddsson hafa haft hug á að gera hann að ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu. Hreinn Loftsson var formaður einkavæðingarnefndar og stjórn- arformaður Baugs. Þeir Skarp- héðinn höfðu unnið náið saman að einkavæðingunni og fór vel á með þeim. Það fór reyndar einnig vel á með Skarphéðni og Davíð Odds- syni. Þeir sem hafa átt í miklum samskiptum við Skarphéðin bera honum vel söguna. Hann þykir þægilegur í umgengni og tilbú- inn að hlusta á rök viðmælenda. Hann hann horfi fremur á stóru myndina, en að hann týni sér í smáatriðum. Hann er þó ekki skaplaus og lætur í sér hvína mislíki honum eitthvað, Það er hins vegar fljótt úr honum. Hann getur einnig verið fastur fyrir ef honum mislíkar. Þannig átti hann orðastað við ritjóra Morg- unblaðsin sem gaf honum vottorð í Staksteinum um að Skarphéðinn væri vandaður maður og taldi annan hafa stýrt pennanum þegar Skarphéðin gagnrýndi skrif ritstjórans. Við það vildi Skarphéðinn ekki kannast og ítrek- aði gagnrýni sína dag- inn eftir í blaðinu. Í nógu hefur verið að snúast hjá Skarp- héðni frá því að hann tók við Norrænum fjár- festingum Baugs. Hver stórfjárfestingin hefur rekið aðra og árang- urinn af fjárfesting- um í Danmörku hefur verið einkar góður. Skarphéðinn situr nú í stjórnum Stoða, Maga- sin du Nord, Illum og fa s te ig n a fél a gs i n s Keops, auk stjórn- arformennskunnar í FL Group. Hann var s t j ó r n a r f o r m a ð u r Dagsbrúnar sem á Fréttablaðið og stýrði sameiningu Norður- ljósa, Og Vodafone, Fréttablaðsins og DV. Skarphéðinn er af augljósum ástæð- um mikið á ferð og flugi. Genetískt ætti alþjóðlegt umhverfi að eiga vel við hann, en faðir hans Steinar Berg Björnsson á að baki langan feril hjá fr ið a ræslusveit u m Sameinuðu Þjóðanna. Viðskiptagengið er líka í ættinni, því bróð- ir hans rekur fyrirtækið Senu og Next búðirnar, auk þess sem hann var hvatamaður að kaupmum á verslunarkeðjunni Merlin sem selur raftæki í Danmörku. Ekki verður skilið við frásögn af Skarphéðni Berg, nema að geta þess að hann er mikill sælkeri. Haft er eftir honum að lífið sé of stutt til þess að borða vondan mat. Eins og með marga þá sem hafa kynnst hinum fínni blæbrigðum tilverunnar er honum nokkuð í mun að opna dyrnar að lystisemd- um bragðlaukanna fyrir öðrum. MAÐUR VIKUNNAR Ákafur og metnaðargjarn sem embættismaður SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON, STJÓRNARFORMAÐUR FL GROUP N á tali hjá Hemma Gunn Sunnudaga 16-18:30 H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag ÓLÉTT SALKA VALKA SKUGGINN Í SVIÐSLJÓSINU DAGBLAÐIÐ VÍSIR 6. TBL. – 96. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 Helgarblað Rasismi í Miss World Lamaðist næstum fyrir lífstíð ÞEKKTIR ÍSLENDINGAROG ÞUNGLYNDIÐ Ilmur Kristjáns Sigfús Sigurðsson handboltakappi Bls. 26–27 Bls. 57 Bls. 32–33 Bls. 4 Sigfús Sigurðsson, atvinnumaður í handbolta, hefursigrast á brennivíninu, spilafíkninni og síðast en ekkisíst sjálfum sér. Sigfús verður í broddi fylkingar þegarÍslendingar leggja enn og aftur í alþjóðlegan víking áhandboltavellinum. Um tíma leit út fyrir að Sigfús væriúr leik til æviloka. Hann fékk gat á mænuna og við láað hann lamaðist. Í einlægu viðtali við Helgarblað DVgerir Sigfús upp þau stóru mál sem næstum riðuhonum að fullu. Bls. 22–23 Grétar Örvarsson Vill flytja til Flórída og opna bakarí Barátta upp á líf og dauða ? Ilmur Kristjáns ÓLÉTT SALKA VALKA Hamingjusöm með Ara helgar augl - lesið 6.1.2006 20:38 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.