Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 16

Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 16
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.866 -0,64% Fjöldi viðskipta: 1.022 Velta: 8.963 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 53,40 -1,10% ... Atorka 6,75 +2,30% ... Bakkavör 54,00 +0,20% ... Dagsbrún 6,05 -0,20% ... FL Group 20,20 -0,50% ... Flaga 4,61 +0,00% ... Íslandsbanki 18,60 -1,10% ... KB banki 792,00 -1,00% ... Kögun 63,50 +1,60% ... Landsbankinn 26,70 +0,00% ... Marel 70,40 +2,80% ... Mosaic Fashions 19,60 +0,50% ... SÍF 4,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 16,80 -1,20% ... Össur 117,00 +0,40% MESTA HÆKKUN Marel +2,77% Atorka 2,27% Kögun 1,60% MESTA LÆKKUN Straumur -1,18% Actavis -1,11% HB Grandi -1,08% MARKAÐSPUNKTAR Egla hf. hefur stækkað skuldabréfaflokkinn EGLA 05 1 um 1000 milljónir króna að nafnvirði. Skuldabréfin verða seld í lokuðu útboði. Tilgangur útgáfunnar er að efla innri og ytri vöxt félagsins. Á síðastliðnum þremur dögum hafa verið gefin út erlend skuldabréf í íslenskum krónum fyrir 11 milljarða króna. Í gær bættist við fimm milljarða útgáfa Rabobank, en bankinn hefur þá gefið út bréf í íslenskum krónum fyrri 29 milljarða og er stærsti útgefandi slíkra bréfa. Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 8,3 prósent þriðja mánuðinn í röð og hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2002. FASTEIGNAKAUP Í KAUPMANNHÖFNÍSLENDINGAR GERAST SÍFELLT UMSVIFAMEIRI Á FASTEIGNAMARKAÐI Í KAUPMANNAHÖFN, Í GÆR BÆTTUST VIÐ 150 ÞÚSUND FERMETRAR Í STÆRSTU FASTEIGNAVIÐSKIPTUM ÍSLENSKRAR VIÐSKIPTASÖGU.MYND: KRISTJÁN Fasteignafélagið Stoðir hafa eignast 150 þúsund fermetra húsnæði í Kaupmannhöfn. Gengið var frá kaupum á danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme í gær. Með kaupum á Atlas Ejendomme eignast Stoðir 34 fasteignir sem alls eru 150 þúsund fermetrar. Stoðir eiga fyrir á Íslandi fast- eignir sem eru um 260 þúsund fermetrar. Kaupin á Atlas eru ein stærstu fasteignakaupin í Danmörku á undanförnum árum og stærstu fasteingakaup Íslendinga. Kaup- verðið er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að umfang viðskiptanna liggi á bilinu 25 til 30 milljarðar íslenskra króna. Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Stoða, verður framkvæmdastjóri beggja félaga. Hann segir Stoðir hafa keypt félagið eftir að eignir sem ekki tilheyrðu fasteignarekstrinum voru teknar út úr félagiun. „Við erum mjög ánægð með þessi kaup og höfum unnið að þeim undanfarna þrjá mánuði,“ segir Jónas Þór. Hann segir um eftirsóknarverðar eignir að ræða. „Við gerum okkur grein fyrir að Kaupmannahafnarbúar líta á margar þessar byggingar sem gersemar með mikið sögulegt gildi.“ Hann segir því áherslu lagða á að standa undir góðu orðspori Atlas Ejendomme í þeim efnum. Jónas segir samrunaferlið ekki flókið, en stærðin nýtist við endurfjármögnun á Atlas. „Við endurfjármögnum Atlas samhliða kaupunum með evrópsku láni.“ Stærsti viðskiptavinir Atlas er danska ríkið sem leigir 22 prósent eigna félagsins. Skrifstofuhúsnæði er fyrirferðarmest í eignunum, en fjórtán prósent af fermetrunum eru verslunarhúsnæði. Stærstu eigendur Stoða eru Baugur með tæplega helming, KB banki og Ingibjörg Pálmadóttir. Straumur Burðarás var ráðgjafi Stoða við kaupin. -hh Stoðir kaupa Atlas Ejendomme Hannes Smárason, forstjóri FL Group, lýsir því yfir í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen að FL Group hafi áhuga á því að auka eignarhlut sinn í Finnair. Ef finnska ríkið minnki hlut sinn í flugfélaginu frekar hafi FL Group áhuga á að koma þar að málum. Eins og komið hefur fram á FL Group um 6,3 prósent í Finnair og er þriðji stærsti hluthafinn á eftir finnska ríkinu, sem á 57 prósent, og Straumi-Burðarási sem á 10,7 prósent. Hannes sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að Finnair væri áhugavert og spennandi félag. Gengi hlutabréfa í finnska flugfélaginu var síðast í 13,36 evrum á hlut og hefur því hækkað um 130 prósent á einu ári. - eþa Fylgst með Finnair SPENNTUR FYRIR FINNAIR Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir við Börsen að félagið hafi áhuga á því að taka þátt í frekari fjárfestingu í Finnair. Slakað á Svíar og Finnar taka sér gott frí yfir þréttándann og lengja helgina með því að taka sér frí á föstudegi. Meira að segja á verðbréfamarkaðnum eru menn rólegir en Kauphöllin í Stokkhólmi lokaði um hádegisbil á fimmtudaginn og opnar aftur ekki aftur fyrr en á mánudagsmorgun. Engin viðskipti fóru fram í Helsinki í gær. Vefútgáfa sænska viðskiptablaðsins Dagens Industri fór líka í frí og verður ekki uppfærð fyrr en á mánudaginn. Á sama tíma og frændir vorir njóta stundar- innar hefur aldrei verið meira að gera hjá verðbréfasölunum í Kaup- höllinni sem sitja sveittir við símann og taka við pöntun- um frá kaupglöðum lönd- um sínum. Ekkert slakað á Skuldasöfnun heimilanna hefur verið mikil undan- farið og ef til vill fer hluti þeirra í að kaupa hlutabréf. Ekki vilja fjölskyldurnar í landinu missa af tækifær- unum á markaðnum eftir allt tal um hækkanir síðustu vikur. Fjármálaráðherra stóð hins vegar í ströngu á síðasta ári í að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Jukust afborganir lána um 90 prósent í fyrra. Tæpir 48 milljarðar voru notaðir til að borga erlend lán og 14 millj- arðar vegna spariskírteina. Nýjar lántökur námu 7,7 milljörðum króna. Að auki greiddi ríkið 5,1 milljarð í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins til að greiða niður framtíð- arskuldbindingar þess gagn- vart starfsmönnum, sem aðrir höfðu trassað. Peningaskápurinn Búið er að ganga frá kaupum FL Group á danska lággjaldaflugfélaginu Sterling. Samkeppnisyfirvöld í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi hafa ekki andmælt kaupun- um að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Samkeppnisyfirvöld í Danmörku og á Íslandi óskuðu eftir frekari upplýsingum varðandi kaupin. Ætla dönsk yfirvöld ekki að aðhafast frekar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Íslandi er að að kanna hvort tilkynna þurfi um kaupin til samkeppnisyfir- valda á Íslandi. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group, segir það meðal annars stafa af því að eignar- haldsfélagið Fons, sem seldi Sterling og fékk meðal annars bréf í FL Group fyrir, reki einnig Iceland Express. Þetta sé formsatriði og hann hafi ekki áhyggjur af því að þetta tefji ferlið. - bg Kaupin á Sterling fá grænt ljós yfirvalda HANNES SMÁRASON FORSTJÓRI FL GROUP Í lok nóvember 2005 námu heildareignir FL Group 114 milljörðum króna. Hagnaður fyrirtækja í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á síðasta árs- fjórðungi ársins 2005 eykst um 304 prósent gangi spá greiningardeildar Lands- bankans eftir. Í heildina gera sérfræðingar deildarinnar ráð fyrir að hagnaður þess- ara sextán félaga nemi tæpum 55 milljörðum króna. Hlutfallslega verði mesti hagn- aðurinn hjá bönkunum og FL Group. Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir að hagnaður þessara félaga dragist saman um tæp- lega 40 prósent á milli áranna 2005 og 2006. Ekki sé gert ráð fyrir að hlutabréf hækki jafn mikið og undanfarin þrjú ár. Hagnaður stóreykst

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.