Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 20

Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 20
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir frá Kjörvogi, Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Alda Guðjónsdóttir Ásgeir Gunnarsson Laufey Kristinsdóttir Elísabet Guðjónsdóttir Bragi Eggertsson Sólveig Guðjónsdóttir Guðmundur H. Guðjónsson Dagný Pétursdóttir Guðrún M. Guðjónsdóttir Óskar Pétursson Haukur Guðjónsson Vilborg G. Guðnadóttir Fríða Guðjónsdóttir Karl Ómar Karlsson Rannúa Leonsdóttir Kristín Guðjónsdóttir Þórir Stefánsson Daníel Guðjónsson María Ingadóttir Þuríður H. Guðjónsdóttir Garðar Karlsson ömmubörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa. Ómars S. Zóphaníassonar Fögruhlíð 5, Hafnarfirði. Kristín Theódórsdóttir Theódór Kr. Ómarsson Hafdís Sigursteinsdóttir Marta G. Ómarsdóttir Höskuldur Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma Svanlaug Pétursdóttir frá Sauðárkróki, lést á Sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði 5. janúar 2006. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Sigfússon Ingibjörg Hafstað Stefanía Sigfúsdóttir Snorri Jóhannsson Ingvi Þór Sigfússon Arnrún Antonsdóttir Anna Pálína Þórðardóttir Þórhallur Filippusson og aðstandendur. NICOLAS CAGE (1964-) Á AFMÆLI Í DAG. „Til að vera góður leikari þarftu að vera líkt og glæpa- maður, að vera tilbúinn til að brjóta reglurnar og keppa að því að gera eitthvað nýtt.“ Nicolas Cage er heimsfrægur leikari sem þekktur er úr kvikmyndum á borð við Wild at Heart, Leaving Las Vegas og Adaptation. Á þessum degi árið 1990 var skakki turninn í Písa lokaður almenningi í fyrsta sinn í átta hundruð ára sögu hans. Ástæðan var sú að hætta var talin á að turninn væri orðinn of skakkur og gæti því hrunið án viðvörunar. Því var hafist handa við miklar endurbætur árið 1992 og ári síðar var búið að rétta turninn eins mikið við og ætlunin hafði verið. Hins vegar kom bakslag í verkefnið þegar turninn hallaðist um 2,5 millimetra á einni nóttu í september árið 1995 sem var tíu prósent af því sem áður var búið að laga. Til að koma í veg fyrir að slíkt henti aftur var turninn studdur af tveimur stálstífum meðan verkinu var lokið. Þá var blýlóðum komið fyrir á norðurhluta turnsins og miklum jarðvegi mokað undan honum. Turninn var ekki opnaður á ný fyrr en árið 2001. Þá hafði hallinn verið minnkaður um 45 sentimetra. Hins vegar er því spáð að eftir 300 ár muni turninn halla jafnmikið og hann gerði árið 1990. Mörgum verkfæðingum þykir með ólíkindum að turninn hafi ekki verið fallinn löngu áður en hafist var handa við lagfæringarnar. ÞETTA GERÐIST > 7. JANÚAR 1990 Skakka turninum í Písa lokað SKAKKI TURNINN Í PÍSA MERKISATBURÐIR 1610 Galileo Galilei uppgötvar tungl Júpíters. 1730 Árni Magnússon, handrita- safnari og prófessor, andast 66 ára. 1906 Ungmennafélag Akureyrar er stofnað. Það hefur verið talið fyrsta ungmennafélag- ið hér á landi. 1942 María Markan syngur hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Fígarós í Metr- ópólitan-óperunni í New York. 1979 Einræðisherranum Pol Pot er steypt af stóli í Kambódíu. 2001 Samningar takast í kjara- deilu framhaldsskólakenn- ara og ríkisins eftir tveggja mánaða verkfall. Að kvöldi þrettándans ganga jólin í garð hjá rétttrúnaðar- kirkjunni sem er sterkasta kirkjudeildin í Rússlandi, Úkraínu, Búlgaríu, Serbíu, Grikklandi og víðar en þar eru jólin ein helsta trúarhátíðin. Kirkja þessara þjóða fer eftir júlíanska tímatalinu en það er þrettán dögum á eftir okkar tímatali, því gregoríanska. Félagið MÍR - Menn- ingartengls Íslands og Rúss- lands, hefur vetrardagskrá sína með jólaballi sem söfnuður rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar á Íslandi heldur fyrir börn og fullorðna í nýju húsnæði MÍR á Hverfisgötu 105, klukkan fjögur í dag. Dansað verður í kringum jólatréð, rússneski jólasveinninn, Frosti afi, og Snædrottningin koma í heimsókn. Þá dunar harmónikkutónlist og þjóðdans verður stiginn. Haukur Hauksson hefur lengi starfað í félaginu MÍR og nam þar meðal annars rússnesku sem unglingur. „Þetta er félag sem stendur á gömlum merg og á yfir sjötíu ára sögu hér á landi,“ segir Haukur en MÍR á að hans sögn stærsta kvikmyndasafn rússneskra mynda norðan Alpafjalla. Auk þess á félagið gamlar og góðar sýningarvélar en allt þetta er í geymslu hjá Kvikmyndasafni Íslands. Kvikmyndasýningar hafa spilað stóran þátt í starfsemi félagsins en undanfarin ár hafa verið sýningar á rússneskum myndum alla sunnudaga. Um 200 manns frá ýmsum löndum eru í rússnesku rétttrúnaðakirkjunni á Íslandi og hefur MÍR stutt nokkuð við þessa kirkjudeild í gegnum tíðina. „Kirkjan þarna úti er mjög íhaldssöm stofnun og þeir hafa hvorki breytt stafrófinu né dagatalinu,“ segir Haukur sem sjálfur notar hið venjubundna gregoríanska dagatal en segir þá sem tilheyra kirkjunni og búa hér á landi noti einfaldlega bæði gregoríanska og júlíanska tímatalið. „Þetta getur verið hentugt að mörgu leyti því fólkið heldur jólin og áramótin með okkur. Síðan koma rússnesku jólin 6. janúar og trúaráramótin 14. janúar. Þannig að þetta er eins mánaðar gleði í staðinn fyrir tvær vikur,“ segir Haukur glettinn, en Rússarnir halda að hans sögn veglegar veislur þegar „gamla nýárið“ gengur í garð um miðjan janúar. Haukur hefur lengi haft áhuga á Rússlandi og rússneskri þjóð og menningu. Hann var þar bæði við nám og var einnig fréttaritari RÚV lengi vel. Hann skipuleggur og ferðir til landsins og hyggur á að fara með hóp af fólki til Moskvu og Pétursborgar í lok maí. Hann býst við töluverðum fjölda af fólki á jólaballið. „Það eru allir velkomnir og best að fá sem flesta Íslendinga,“ segir Haukur með tilhlökkun. ■ RÚSSNESK JÓLASTEMNING Rússnesk jólakort í gamla stílnum henta vel í jólahaldið í janúar. JÓLIN ERU AÐ HEFJAST: SAMKVÆMT JÚLÍANSKA TÍMATALINU Rússneskt jólaball RÚSSLANDSVINUR Haukur Hauksson hefur lengi starfað innan MÍR. Hann var við nám í Rússlandi og var fréttaritari RÚV þar í landi. ANDLÁT Hulda Ingimars frá Þórshöfn, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt miðvikudagsins 4. janúar. Lúðvík G. Jónsson, Faxabraut 13, Keflavík, andaðist á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja miðvikudag- inn 4. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Elín Björg Gísladóttir frá Naustakoti á Vatnsleysu- strönd, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. 13.30 Tómas Tómasson frá Hellu- dal, verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju. 14.00 Guðbjartur Ingi Bjarnason, Feigsdal, Ketildölum, Arnar- firði, verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju. 14.00 Jón Bergmann Guðmunds- son fyrrum bóndi á Breið, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju. 14.00 Þórður Sveinsson frá Barðs- nesi, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju. AFMÆLI Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona er 36 ára. Svava Johansen kaupmaður er 42 ára. Kristján Hreinsson skáld er 49 ára. Bergljót Baldursdóttir útvarpskona er 52 ára. Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur er sextugur. Úthlutað var úr Minningar- sjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents við hátíðlega athöfn þann 21. desember síðastlið- inn. Styrkinn hlaut að þessu sinni Gunnar Sigurðsson nemandi á þriðja ári í raf- magns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, fyrir hæstu meðaleinkunn að loknu öðru námsári. Minningarsjóðurinn var stofnaður af foreldrum Þor- valds Finnbogasonar á 21 árs afmæli Þorvalds, þann 21. desember 1952. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild HÍ eða til framhaldsnáms í verkfræði við annan háskóla. ■ Úr sjóði stúdents VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar HÍ, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Gunnar Sigurðs- son, Frú Vigdís Finnbogadóttir og Sigurður Jónsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.