Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 48
12 ■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ NÁM N†TIST SEM Kynntu þér fjölbreytt námsframbo› á www.endurmenntun.is e›a hringdu í síma 525 4444. Endurmenntun Háskóla Íslands býður í vetur upp á fjöldann allan af námskeiðum sem sækja má sér til fróðleiks, dægra styttingar eða aukinnar hæfni. Meðal námskeiða, sem í boði eru, má nefna: Mozart, 23.01.–20.02.: Skyggnst í klassíska tímabil tónlistarsög- unnar og ferill Mozarts rakinn frá æskuárum til dánardags. Jómsvíkingasaga, 25.01.–01.03.: Einstaklega skemmtileg lesning sem víða er getið í íslenskum fornritum. GÆS – Get, ætla og skal! 24.01.–26.01.: Þjálfunarnámskeið í ákvarðanatöku og markmiðssetningu. Sjálfsstyrking og samskipti fyrir konur, 16.01.–23.01.: Markmið námskeiðsins er að byggja upp aukinn sjálfsstyrk í einkalífi og starfi. Verkefnastjórnun I, 30.01.–31.01.: Hvernig á að gera verkefnis- áætlun sem leggur grunn að framkvæmd verkefnis og eftirfylgni. Vinnusálfræði og samskipti á vinnustað, 16.01.–24.01.: Kennt er samskiptalíkan sem auka á samstarfshæfni, þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Skattamál – nýlegar breytingar, 19.01.: Kynntar eru helstu breyt- ingar á lögum um tekju- og eignarskatt á árinu 2005. AR G US / 05 -0 85 4 Ólíkt því sem margir halda er les- blinda ekki einhver ein afmörkuð fötlun heldur hópur vandamála, allt frá geðrænum til taugafræðilegra, sem eiga það sameiginlegt að valda erfiðleikum með lestur. Svo lengi sem elstu menn muna hefur lesblindum verið legið á hálsi fyrir að gera sér upp fötlun til að breiða yfir þá staðreynd að þeir séu einfaldlega vitgrennri en meðal- maðurinn. Þessi tilhneiging helgast yfirleitt af því að lesblinda er ekki sjáanleg fötlun og sá lesblindi er yfirleitt fullkomlega eðlilegur að flestu öðru leyti. Önnur ástæða er vantrú á þær aðferðir sem notaðar eru við grein- ingar á lesblindu, en um þær eru ekki til algildar reglur og aðferðirn- ar því fremur ósamræmdar. Guðmundur Johnsen, formaður stjórnar Félags lesblindra á Íslandi, segir Björn Bjarnason hafa gert les- blindum mikinn óleik þegar hann ákvað að leggja skyldi niður Lestrar- miðstöðina sem starfrækt var í Kennaraháskóla Íslands og sá um lesblindugreiningu. Guðmundur heldur þó að mjög lítið sé um ofgreiningu á lesblindu á Íslandi og vill vísa fólki sem þarfn- ast greiningar á Lestrarsetur Rann- veigar Lund, sem starfaði áður hjá Lestrarmiðstöðinni. Að sögn Guðmundar eiga for- eldrar það til að loka augunum fyrir ósviknum vandamálum barna sinna af ótta við óæskilegan stimp- il frá samfélaginu. „Íslendingar eru bókaþjóð og enginn er maður með mönnum nema hann hafi lesið þrjá- tíu bækur yfir jólin eða þaðan af meira. Við erum föst í þeirri hugsun að enginn sé greindur nema hann geti lesið hratt og mikið. Þess vegna vill fólk oft horfa framhjá þessu vandamáli. Hver vill eiga heimskt barn?“ Það er þó afar varasamt að draga greininguna fram eftir aldri vegna þess að vandinn eykst með hverjum degi sem sá lesblindi þarf að eyða í skólanum grunlaus um ástæðu þess að honum gengur ekki sem skyldi. Ef barni gengur áberandi verr en jafnöldrum sínum með lestur ættu foreldrar að leita strax til sér- fræðings svo hægt sé að grípa inn í tæka tíð og forðast frekari erfið- leika. Jafnvel er mögulegt að sjá einkenni lesblindu löngu áður en barnið byrjar í skóla, ef það er til dæmis seint til máls er ástæða til að kanna hvað veldur. Áhrif lesblindunnar ná ekki bara til skólagöngunnnar heldur líður félagsþroski barnsins einnig fyrir það ef ekkert er aðhafst. Lesblind- ir hafa oft lágt sjálfsmat og verða þess vegna iðulega fyrir einelti. Með greiningu má reyna að komast hjá slíku. Guðmundur telur að best væri ef greiningin væri hluti af menntakerf- inu og færi fram um leið og börn- in lærðu að lesa. „Við höfum líka gagnrýnt það að lesblindir þurfi að taka skrifleg próf í stað munnlegra. Eins og svo margt strandar það á fjármagni.“ Mikilvægt að láta greina lesblindu sem fyrst Fimmtungur þjóðarinnar er haldinn því sem í daglegu tali er kallað lesblinda. Mikil- vægt er að láta greina lesblinduna hjá sérfræðingi sem allra fyrst. Guðmundur Johnsen, formaður stjórnar Félags lesblindra, vill fá munnleg próf í skóla fyrir lesblinda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fáir Íslendingar þekkja gítarkennslu eins vel og Ólafur Gaukur Þórhalls- son, sem starfrækt hefur gítarskóla í þrjá áratugi. Ólafur segir að þess misskilnings gæti oft hjá fullorðnum að þeir hafi ekkert í tónlistarnám að gera því ef ekki sé byrjað á barnsaldri hafi maður brennt allar brýr að baki sér þegar kemur að hljóðfæraleik. „Það er ekkert vit í því að hugsa svona,“ segir Ólafur. „Á meðan þú hefur enn stjórn á eigin hug og líkama er ekki of seint að hella sér út í tónlistar- nám. Aldurinn skiptir ekki nokkru máli.“ Gítarnámskeið Ólafs hafa verið í stöðugri þróun frá stofnun skólans og hann segir það hafa skilað sér í betra námi. „Við breytum náminu og högum seglum eftir vindi. Við bjóðum líka upp á bassanámskeið fyrir rafbassaeigendur,“ segir hann og tekur fram að öllu nótnagrufli sé haldið utan við nám á byrjendastigi nema annars sé óskað. „Hjá okkur er þetta allt saman leikandi létt.“ Leikandi létt fyrir alla aldurshópa Ólafur Gaukur segir alla eiga erindi í tónlistarnám.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.