Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 55
19■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■
Þjóðleg
handverksnámskeið
Baldýring - Eldsmíði - Hekl - Keðjugerð (víkingakeðjur) -
Leðurvinna - Knipl - Lopapeysuprjón - Myndvefnaður
Möttulsaumur- Orkering
Prjón: handstúkur, íleppar, sjöl, hyrnur og dúkar,
tvíbandavettlingar.
Sauðskinnsskór - Skartgripagerð (perlufestar) -
Spjaldvefnaður - Tálgun - Tóvinna - Vefnaður -
Vattarsaumur – Víravirki - Útsaumur – Útskurður -
Þjóðbúningar kvenna: upphlutur, peysuföt, faldbúningur
Þæfing; grunnnámskeið, töskur og húfur eða framhalds-
námskeið
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 • 101 Reykjavík
Upplýsingar og skráning mánud. til föstud. kl. 12.00-16.00
Símar: 895-0780 • 551-7800 • Fax 551-5532
hfi@heimilisidnadur.is • www.heimilisidnadur.is
Tölvu- og verkfræðiþjónustan ehf.
er elsti tölvuskóli landsins. Tut-
tugu ára afmælinu verður fagnað í
mars á þessu ári og á þessum tæpu
tuttugu árum hefur skólinn útskrif-
að ríflega þrjátíu þúsund nemendur.
Skólinn er viðurkenndur sem fram-
haldsskóli af menntamálaráðuneyt-
inu og býður upp á rúmlega sjötíu
námskeið á ári hverju.
Halldór Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi skólans,
segir margt nýtt og spennandi á
döfinni á vormisserinu. Eitt af því
er námskeið í vefhönnun og mynd-
vinnslu.
„Það er ætlað þeim sem vilja
öðlast færni til að setja upp og sjá
um vefsíðu. Við förum yfir hvernig
best er að setja upp vef á skipulegan
hátt og leiðbeinum nemendum með
notkun gagnlegra kóða og forrita,“
segir Halldór.
Skólinn hefur boðið upp á vel
sótt námskeið fyrir börn og ungl-
inga undanfarin fimmtán ár og
hefur einnig haldið svokölluð 50+
námskeið. Þau sækir fólk sem hefur
aldrei kynnst tölvum að neinu
marki fyrr, en hefur áttað sig á því
að það geti ekki án þeirra verið í
tölvuvæðingu nútímans. „Ásóknin
í þessi námskeið eykst bara,“ segir
Halldór. „Staðreyndin er hins vegar
sú að það er enn stundum feimnis-
mál að kunna ekki á tölvu.“
Feimnismál að
kunna ekki á tölvu
Halldór Kristjánsson, stofnandi skólans sem útskrifað hefur rúmlega þrjátíu þúsund manns.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vatnajökull, þjóðgarðar og ferða-
þjónusta – byggðaþróun í nýju
ljósi er heiti á málþingi sem haldið
verður á Höfn hinn 12. janúar.
Málþingið er hluti af alþjóð-
legu verkefni sem Austur-Skaft-
fellingar taka þátt í ásamt Skaft-
árhreppi og aðilum í Skotlandi,
Finnlandi og Svíþjóð og ber yfir-
skriftina NEST (Northern Environ-
ment for Sustainable Tourism).
Verkefnið fjallar um uppbyggingu
ferðaþjónustu í og við þjóðgarða
sem er málefni sem snertir íbúa
svæðisins afar mikið í tengslum
við byggðaþróun á svæðinu og
uppbyggingu Skaftafellsþjóð-
garðs. NEST-verkefnið er að hluta
til styrkt af Norðurslóðaáætlun
Evrópusambandsins, Interreg III
B, Northern Periphery Programme.
Allir eru velkomnir á ráðstefnuna
sem haldin verður í Nýheimum á
Höfn í Hornafirði. Vefslóð: www.
hornafjordur.is
Málþing um ferðaþjónustu
í kringum Vatnajökul
Svæðið í kringum Vatnajökul er afar fagurt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM