Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 57

Fréttablaðið - 07.01.2006, Page 57
21■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { skólar & námskeið } ■■■■ Guðjón Bergmann jógakennari heldur námskeið þar sem hann hjálpar fólki meðal annars að breyta hugarfari sínu og takast á við fráhvarfseinkenni níkótíns og lofar hann því að aðferðir hans virki. Námskeiðið tekur einn og hálfan dag og kostar jafngildi 30 sígarettupakka, eða pakka á dag í mánuð. Hann fylgir námskeiðinu eftir með því að hringja í þátttak- endur og fylgjast með árangrinum. www.vertureyklaus.is Hættu að reykja Námskeiðið Viltu verða Idol- stjarna er haldið hjá Námsflokk- um Hafnarfjarðar í vetur. Aðal- markmið námskeiðsins er að leyfa þátttakendum að fá verulega útrás fyrir söng- og tjáningarþörf sína. Þátttakendum verður leið- beint hvað varðar raddbeitingu, öndun, lagaval og framkomu svo dæmi séu tekin. Kennt í alvöru söngkerfi. Frekari upplýsingar: bellag@simnet.is. Idol-stjarna Ef vín er þín ástríða er tilvalið að þú skellir þér á námskeið í vín- smökkun. Þorri Hringsson, listmál- ari og víngagnrýnandi Gestgjaf- ans, verður með vínnámskeið fyrir byrjendur á Nordica fimmtudag- inn 26. janúar milli kl. 18 og 20. Hann býður upp á fyrirlestur og vínsmökkun. Sjá www. vinogmatur. is. Vínsmökkun 1. Skoðaðu verkefnið út frá mörg- um hliðum og reyndu að finna nýjan flöt á málum sem engum hefur hugkvæmst áður. Leonardo Da Vinci trúði því að við úrlausn á verkefni þyrfti að skoða það út frá ólíkum sjónarhornum, því manni hættir til að vera hlutdrægur: Oft þyrfti að brjóta verkefnið upp og setja það aftur saman. 2. Sjáðu hlutina fyrir þér. Þegar Albert Einstein tókst á við viðfangsefni taldi hann það ætíð nauðsynlegt að leitast við að leysa það á marga ólíka vegu, meðal annars með því að nota skýringar- myndir. Hann sá fyrir sér lausnina og taldi meðal annars orð og tölu- stafi ekki skipta svo miklu máli í hugsunarferlinu. 3. Framleiddu. Eitt aðaleinkenni snillinga er mikil afkastageta. Thomas Edison var með 1.093 einkaleyfi. Hann sá til þess að hann og aðstoðarmenn sínir héldu uppi framleiðslu með því að setja upp hugmyndakvóta. Rannsókn sem unnin var við háskóla í Kaliforn- íu sýndi að merkustu vísindamenn sögunnar framleiddu ekki aðeins mikið af góðum hugmyndum, held- ur einnig mikið af slæmum. Þeir virtust ekki óttast almenningsálit eða meðalmennsku á leið sinni á toppinn. 4. Búðu til nýjar samsetningar. Raðaðu og endurraðaðu hugmynd- um, myndum og hugsunum. Settu ólíka hluti saman, ruglaðu röðinni og leitaðu eftir óvenjulegum sam- setningum. Munkurinn Gregor Mendel blandaði saman stærðfræði og líf- fræði og bjó þannig til nýja fræði- grein, erfðafræði. 5. Myndaðu sambönd milli ólíkra eðlisþátta og viðfangsefna. Leonardo Da Vinci kom á sambandi milli bjölluhljóms og steins sem skellur á vatn, sem hjálpaði honum að átta sig á því að hljóð ferðast í bylgjum. 6. Hugsaðu í andstæðum. Eðlisfræðingurinn Niels Bohr trúði því að með því að hugsa í andstæð- um víkkaði hugsunin og hún fyndi sér nýjan farveg. Hæfileiki hans til að hugsa um ljós hvort tveggja sem ögn og bylgju varð grunnurinn að sumum kenningum hans. Hugsaðu eins og snillingur! Með því að temja sér hugarfar snillings, ertu líklegri til að ná árangri. Hérna eru nokkur góð ráð sem vert er að fylgja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.