Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 07.01.2006, Síða 82
 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR42 MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN Spáir þú mikið í tískuna? Nei, ég get ekki sagt það. Mér finnst tíska vera fyrirbæri, búið til fyrir fólk sem forðast að hugsa sjálfstætt. Hins vegar spái ég mikið í falleg föt og skó. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ó, en erfið spurning. Má einhver annar gera það? Rokk og ról...? Ég er bara í því sem mér finnst fallegt. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Dead, Vivienne Westwood, Alexander McQueen og allir litlir sjálfstæðir hönnuðir sem kunna ekki að sauma. Flottustu litirnir? Svart og hvítt og bleikt. Hverju ertu veikust fyrir? Skóm. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Kokteil- kjól í Spútnik fyrir gamlárskvöld. Svart korsel- ett með nokkrum lögum af pilsum. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Mig varðar voða lítið um tískuna. Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í vetur? Pelsinn minn. Uppáhaldsverslun? Nonnabúð, Trílógía, Kron og 12 Tónar. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Ekkert of miklu. það veltur á ýmsu, fjárhag, tíma og fleiru. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég á svo margar uppáhalds! Yrði samt ónýt mann- eskja án svörtu loðstígvélanna og bleiku Marilyn Monroe skónna. Uppáhaldsflík? Fyrrgreindir skór (og allir hinir líka! Get ekki gert upp á milli), pelsinn minn, blái kjóllinn, rönd- óttu buxurnar og fleira og fleira. Hvert myndir þú fara í versl- unarferð? Til New York. Af því að ég þekki þá borg áæt- lega en París og Berlín eru líka spennó skó- og fata- borgir. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Uss, ef ég hef keypt flík sem ég hef séð eftir síðar þá er það löngu grafið og gleymt og engin ástæða til að rifja það upp. SMEKKURINN: ELSA MARÍA BLÖNDAL AFGREIÐSLUSTÚLKA Í NONNABÚÐ Loðstígvél og bleikir Marilyn Monroe skór Nú standa útsölur sem hæst yfir og nauðsynlegt er að nýta sér þær á sem skynsamleg- astan hátt. Á útsölum má oftast finna gömul trend í bland við klassísk föt. Að sjálfsögðu er mun skynsamlegra að fjárfesta í því síðarnefnda og gömul og lúin trend skal forðast eins og heitan eldinn. Hér má til dæmis nefna jakka í hermannastíl og lág- skornar gallabuxur. Aðrar reglur um útsölukaup eru til dæmis að kaupa aldrei neitt bara af því að það er ódýrt. Hugsaðu málið aðeins og pældu í því hvort flíkin muni passa við gömlu fötin þín og hvort þú munir virkilega nota hana. Ef flíkin passar ekki akkúrat, ekki kaupa hana! Þótt þig hafi langað lengi í hana þá er hún ekki þess virði ef hún passar ekki. Einnig er afar gott að hafa einhvern vin með sem getur gefið heiðar- legt álit á því hvernig sumar flíkur fara þér. Það er miklu betra en að fá ráð frá afgreiðslukonu sem þekkir þig ekki neitt. Það sem er öruggt að mun haldast í tísku á komandi mánuðum og er óhætt að kaupa á útsölum núna er til dæmis niðurmjóar gallabuxur, bein pils, stórar töskur og tímabilastíll. Klassískar flíkur sem munu aldrei verða lummó og því alltaf gott að fjárfesta í á útsölum eru til dæmis hvítar skyrtur, jakkapeysur, hettupeysur, flatbotna skór, klassískir háhælaskór og stuttermabolir. hilda@frettabladid.is Góð kaup á útsölum Ég upplifði mig sem sannan verðlaunahafa þegar ég kom heim til mín með spunkunýjar legghlífar í poka. Ég segi verðlaunahafa því það er ekki á hverjum degi sem ég vinn í tískuhappdrætti og hnýt um eins mikinn og góðan grip eins og þessar hlífar sem ylja í kuldanum. Það er líka svo gott fyrir sálina að luma á svona hlutum inni í skáp, sem kemur í veg fyrir allar tískukrísur sem geta herjað á mann þegar við ólíklegustu tækifæri. Svo eru þær margnota og hægt að skarta þeim við hátíðleg tækifæri en það er líka að vera í þeim við náttbuxurnar þegar ég stelst út í Bónus í mínu versta ástandi. Legghlífarnar eru fagrar með teygju í hliðinni og mörgum tölum sem gera þær hæfilega gamaldags og hægt er að smeygja þeim yfir hvaða skó sem er. Þær gefa hugmyndafluginu lausan tauminn því þótt legghlífarnar séu svartar að lit má nota nánast hvaða skó sem er við. Hver segir að bleikir sebraskinnskór passi ekki við svartar legghlífar og appelsínugula sokka? Svo eru þær svo háar að þær ná alveg upp að hnjám (allavega ef þú ert í kringum 163-7 sm) sem mér finnst vera kostur. Leðurlegghlífar eru þó ekki bara góðar í íslenskum vetri. Það er frábært að ferðast í þeim, sér í lagi um háloftin því það er svo auðvelt að smeygja sér úr þeim ef manni verður of heitt. Tala nú ekki um fyrir alla þá sem fara á sólarstrandir um þessar mundir. Þetta er alveg skothelt. Það var líka annað sem ég rak augun strax í og það er að legghlífarnar myndu spara mér mikið af peningum. Því með því að kaupa þær gæti ég róterað, verið í alls konar skóm við sem ég á heima og þyrfti ekki að kaupa mér enn ein stígvélin. Þegar stígvélakaup eru skoðuð á ársgrundvelli er þetta heilmikill sparnaður. Ferðin í verslunina Verksmiðjuna (þar sem legghlífarnar fást) var eftirminnileg. Það er nefnilega farið að heyra til undantekninga að það sé dekrað við mann í búðum. Stúlkan sem afgreiddi mig snerist í kringum mig meðan ég var að máta og dældi í mig aragrúa af gagnlegum upplýsingum. Þegar ég var að borga áttaði ég mig á því að indæla stúlkan var sjálfur skóhönnuðurinn sem á heiðurinn legghlífunum. Þetta er einn af kostunum við litlu Reykjavík, þetta persónulega sem getur hent mann á hverju götuhorni ef maður er vakandi. Það er harla ólíklegt að skóhönnuður afgreiði í verslun í New York. Andlegur lottóvinningur JAKKI Það er óhætt fyrir okkur Íslend- inga að kaupa jakka sem eru eilítið þykkir því sumrin eru nú ekki alltaf svo heit. Þessi fæst í Zöru. STÓR Töskurnar stóru halda áfram að vera vin- sælar og því er óhætt að skella sér á eina. Úr Zöru. JAKKAPEYSA Algjör nauðsyn í fataskáp- inn. Úr Zöru. RÚLLU- KRAGAPEYSA Klassísk og alltaf góð fjárfesting. Úr Zöru. HVÍT SKYRTA Gengur hve- nær sem er og er alltaf góð kaup. Úr Zöru. HLÝ PEYSA Gott er að fjárfesta í klassískri hlýrri peysu sem getur dugað næsta vetur. Fæst í Zöru. STUTTAR buxur úr tvídefni verða dásamlegar við þykkar sokkabuxur í sumar. Fást í Oasis. ÞRÖNGAR Dökkar galla- buxur úr Oasis. BENETTON Gott er að skella sér í Benetton og kaupa eina gæðalega og klassíska ullarp- eysu fyrir næsta vetur. PILS Pencil pilsin verða áfram heit. Úr Benetton. KLASSÍSKT Jakkapeysur eru góð fjárfest- ing á útsölum. Úr línu hönnuðarins Kate Sylvester. BEINT pils og sumarlegir bolir við. FLATBOTNA Þeir fara aldrei úr tísku. Þessir eru úr Bossanova. RÖNDÓTT Þverröndótt helst áfram inni eins og allt sem minnir á Andy Warhol og sjö- unda áratuginn. Úr Oasis. STÍGVÉL Með mótórhjóla- lúkki verða þau heit næsta haust. Úr Bossa- nova. > Svartir spariskór ... flokkast undir góð útsölukaup. Þessir eru frá Bossanova. utlit@frettabladid.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.