Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 88

Fréttablaðið - 07.01.2006, Side 88
48 7. janúar 2006 LAUGARDAGUR SKÍÐI Bode Miller er einn besti og þekktasti skíðamaður heims í dag. Hann er einnig ákaflega umdeildur enda þekktur glaumgosi sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Miller játaði í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 mínútur að hann hefði skíðað fullur og þótt það sé lífshættulegt útilokar hann ekki að endurtaka leikinn. „Það er svo sannarlega mikil áskorun að komast klakklaust niður brautina drukkinn. Það er mjög erfitt að skíða fullur,“ sagði Miller en ummæli hans eiga vafalítið eftir að hrista vel upp í skíðaheiminum. „Þegar þú ert í svigi er hættulegt að fara aðeins of seint inn í hliðið. Maður er að leggja líf sitt í hættu. Þetta er eins og að keyra fullur fyrir utan að það eru engin lög sem banna þér að skíða fullur. Ég vil samt ekki þvertaka fyrir að ég muni prófa að skíða fullur einhvern tímann síðar.“ Miller er mikill glaumgosi eins og áður segir og missir af fáum partíum. Hann segir að þetta stanslausa partíhald hafi oft haft áhrif á frammistöðu hans í brekkunni. „Það hafa verið stundir þar sem ég hef verið í mjög slæmu ástandi efst í brekkunni,“ sagði Miller sem er núverandi heimsmeistari í samanlögðu og tvöfaldur silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Salt Lake City. „Fólk vill að ég vinni endalaus verðlaun en mér er alveg sama hvað annað fólk segir.“ henry@frettabladid.is Erfitt að skíða fullur Bandaríski skíðakappinn Bode Miller opnaði sig í viðtali við 60 mínútur og segist hafa skíðað fullur. Miller útilokar ekki að endurtaka leikinn. GLAUMGOSI Bandaríska skíðakappanum Bode Miller líkar ljúfa lífið og á það til að bregða sér á skíði undir áhrifum. Jafnvel þegar hann er að keppa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Kvennalið Hauka mætir í dag króatíska liðinu RK Podravka Vegeta á Ásvöllum í Evrópukeppninni í handbolta en seinni leikurinn í einvíginu fer fram á morgun á sama stað. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, segir króatíska liðið vera ógnarsterkt. „Það er ljóst að við erum að fara mæta mjög sterku liði. Það komst í úrslitaleik í Evr- ópukeppni bikarhafa í fyrra og það hefur verið einkar sigursælt á síðustu tíu árum. Liðið er ósigrað í deildinni heima fyrir og þá vann liðið æfingamót í Sviss milli jóla á nýárs en þar voru sterk lið frá Þýskalandi og Danmörku.“ Guðmundur segist hafa kynnt sér leikstíl króatíska liðsins vel en hann hefur skoðað myndbands- upptökur af liðinu að undanförnu. „Það hafa öll lið veikleika og þetta lið er engin undantekning. Við þurfum að eiga virkilega góðan leik til þess að eiga möguleika á sigri í leiknum. En ég hef trú á mínu liði og ef allar stelpurnar verða einbeittar og tilbúnar í leikinn frá byrjun, þá eigum við möguleika á sigri. Við höfum æft virkilega vel undanfarna mánuði og vonandi tekst okkur að sýna allar okkar bestu hliðar.“ - mh Kvennalið Hauka leikur í Evrópukeppninni: Leikmenn verða að ná fram sínu allra besta HANDBOLTI DHL-deild kvenna hefst að nýju í dag eftir langt frí með fjórum leikjum. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari meistara- og unglingaflokks hjá HK, segir fríið hafa komið sér vel fyrir lið sitt en mikill meirihluti leikmanna í meistara- flokknum er ennþá gjaldgengur í unglingaflokkinn. „Ég er nokkuð sátt við mitt lið það sem af er keppni í deildinni. Fríið hentar mínu liði ágætlega þar sem stór hluti stelpnanna var að spila með unglingaflokknum fram í desember, þannig að þetta var nú ekki voðalega langt frí fyrir mínar stelpur.“ Keppni í DHL-deild kvenna hefur verið jöfn og spennandi í vetur. Haukar eru efstir í deild- inni með tólf stig en ÍBV og Stjarnan koma næst með ellefu stig. „Deildin hefur þróast með svipuðum hætti og ég bjóst við. Það verður spennandi að sjá hvernig liðin bregðast við breyt- ingum á leikmannahópunum.“ HK tekur á móti liði FH á heimavelli sínum í Digranesi á morgun. Díana á vön á hörku- leik. „Við munum sakna Tatjönu Zukovsku í leiknum en hún verð- ur í banni. Það mun skipta miklu máli fyrir okkur en ég hef fulla trú á mínu liði og við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í leiknum.“ Þrír aðrir leikir fara fram í dag. Stjarnan tekur á móti Vík- ingi á heimavelli sínum í Garða- bæ, Fram fær KA/Þór í heimsókn og Grótta fær ÍBV í heimsókn. - mh DHL-deild kvenna í handbolta hefst í dag eftir langt hlé: Fyrstu leikir ársins fara fram í dag FÓTBOLTI Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri enska úrvalsdeildar- félagsins Bolton, segist ekki ætla að tala aftur við fjölmiðlamenn breska ríkisútvarpsins eftir að útvarpsþáttastjórnandinn Alan Green gagnrýndi leikstíl liðsins eftir 2-2 jafntefli við Liverpool. „Ég hef rætt við stjórnarformann- inn um að slíta öllu sambandi leik- manna minna við BBC og hann styður mig fullkomlega í því.“ Green er afar umdeildur útvarpsmaður en þættir hans um enskan fótbolta eru mjög vinsælir í Englandi. Allardyce efast þó um að það sé BBC til framdráttar að hafa Green í vinnu hjá fyrirtæk- inu. „Ég myndi ekki treysta Green fyrir neinum störfum hjá Bolton,“ sagði Allardyce reiður eftir að hafa heyrt umfjöllun hans um leikstíl Bolton. Roy Keane og knattspyrnu- stjórarnir Alex Ferguson, Joe Royle og David Moyes neita allir að tjá sig við Alan Green eftir óvægna gagnrýni hans á félög þessara manna. - mh HINGAÐ OG EKKI LENGRA Aukse Vysniauskaité hjá HK sést hér í baráttu við einn leikmanna Hauka fyrr í vetur. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton: Talar ekki aftur við BBC SAM ALLARDYCE Farinn í fjölmiðla- bann hjá BBC eftir að fréttmaður þar á bæ vogaði sér að gagnrýna lið hans. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliði og núverandi þjálfari Bregenz í Austurríki, sé einn af þremur hugsanlegum eftirmönnum Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg, en sem kunnugt er var Alfreð rekinn frá félaginu í fyrradag. Dagur er nefndur ásamt Bogdan Wenta, þjálfara pólska landsliðsins og aðstoðarþjálfara Flensburg, og Jens Pfänder, þjálfara TUS Lübbecke. Wenta þykir líklegastur þar sem koma hans myndi líklega verða til þess að þá héldi liðið frekar í pólsku landsliðsmennina Karol Bielecki og Grzegorz Tkaczyk sem eru algjörir lykilmenn í liðinu. „Ég hef ekkert heyrt frá neinum í Magdeburg,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið spurði hann fregna í gær. Dagur hefur þjálfað lið Bregenz við góðan orðstír sl. tvö ár og lagði liðið meðal annars Magdeburg í Meistaradeildinni fyrr í vetur. „Ætli þessi meinti áhugi sé ekki tilkominn vegna sigurs okkar í þeim leik,“ segir Dagur. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur í Þýskalandi eftir góðan feril sem leikmaður þar í landi gera fjölmiðlar ytra að því skóna að að reynsluleysi Dags sem þjálfari verði til þess að fæla forráðamenn Magdeburg frá. „Ég hef áður sagt frá því að ég hafi mikinn áhuga á að taka við einhverjum af toppliðunum í Þýskalandi og að sjálfsögðu hef ég áhuga á Magdeburg,“ segir Dagur sem er nýbúinn að framlengja samning sinn við Bregenz til tveggja ára. „Mér líður mjög vel hér og ég er eiginlega ekki í aðstöu til að velta mér upp úr þessum hlutum. Þó að það gæti verið að Bregenz myndi ekki standa í vegi fyrir mér ef tilboð kæmi frá Magdeburg þá er það ekki mitt að ákveða hvað verður. Ég er samningsbundinn Bregenz.“ DAGUR SIGURÐSSON: ORÐAÐUR VIÐ ÞJÁLFARASTÖÐUNA HJÁ MAGDEBURG Að sjálfsögðu hef ég áhuga á Magdeburg HANDBOLTI Ekki voru allir á eitt sáttir með það að Alfreð Gíslason handboltaþjálfari hafi verið lát- inn fara frá þýska félaginu Mag- deburg en hann var vinsæll með stuðningsmanna félagsins. Borði var hengdur upp í íþrótta- höllinni í Magdeburg þar sem á stóð „takk fyrir allt“. Fjölmiðlar í Þýskalandi greindu einnig frá því að aðdáendur Magdeburg hefðu ekki haft neitt á móti Alfreð sem þjálfara, þrátt fyrir að gengi liðsins hefði ekki verið eins og þeir vildu. Alfreð er nú í fríi en hann tekur við liðið Gummersbach á næsta ári. - mh Stuðningsmenn Magdeburg: Vildu halda Alfreð lengur ALFREÐ GÍSLASON Alfreð tekur því nú rólega í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Dragi Pavlov hefur verið ráðinn þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna hjá FH en hann tekur við af Aðalsteini Örnólfssyni sem hætti seint á síðasta ári. Pavlov er 42 ára gamall og upp- alinn í Makedóníu. Hann á langan feril að baki sem atvinnumaður í knattspyrnu og lék meðal annars með franska liðinu Sedan í efstu deild í Frakklandi. Pavlov kom til Íslands árið 1998 til þess þjálfa Neista á Djúpavogi en flutti sig fljótt til Egilsstaða þar sem hann var yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Pavlov hefur síðan meðal annars þjálfað hjá Stjörnunni og Knattspyrnuakademíu Íslands. Markmiðið með ráððningu Pavlovs er að stórefla meistaraflokk félagsins. - mh Nýr þjálfari hjá FH: Dragi Pavlov ráðinn til FH > Fjölnota íþróttahús hjá FH Ákveðið hefur verið reisa fjölnota íþróttahús og stúku við íþróttasvæði FH í Kaplakrika. Aðstaðan verður öll hin glæsilegasta og er meðal annars áætlað að áhorfendastúkan muni taka nokkur þúsund áhorfendur í sæti. Það ætti því að vera hægt að mynda skemmti- lega stemmingu í gryfjunni í Kaplakrika þar sem áhorfend- ur sitja þétt upp við völlinn. Hver veit nema landsleikir Íslands verði spilaðir á Kaplakrikavelli í framtíðinni. Jóhannes til AZ Alkmaar? Líklegt er að knatt- spyrnumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson gangi til liðs við hollenska félagið AZ Alkmaar í Hol- landi en með íslenski landsliðsmaður- inn Grétar Rafn Steinsson er á mála hjá félaginu. „Ég veit af áhuga AZ Alkmaar en málið er ekki komið lengra en það að svo stöddu. En ég reikna með að fara yfir stöðu mína með forráðamönnum Leicester City á næstu dögum.“ sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 4 5 6 7 8 9 10 Laugardagur ■ ■ LEIKIR  13.00 Grótta og ÍBV mætast í DHL-deild kvenna í handbolta á Seltjarnarnesi.  14.00 KFÍ og Haukar B mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ kvenna í körfubolta á Ísafirði.  15.00 Fram og KA/Þór mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í Safamýrinni.  16.00 ÍS og Fjölnir mætast í bik- arkeppni Lýsingar og KKÍ kvenna í körfubolta í Kennaraháskólanum.  16.00 Grindavík og KR mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ kvenna í körfubolta í Grindavík.  16.00 KR B og Grindavík mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ karla í körfubolta í DHL-höllinni.  16.15 Stjarnan og Víkingur mæt- ast í DHL-deild kvenna í handbolta í Ásgarði.  16.15 HK og FH mætast í DHL- deild kvenna í handbolta í Digranesi.  18.15 Haukar og Tindastóll mæt- ast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ kvenna í körfubolta á Ásvöllum. ■ ■ SJÓNVARP  09.25 Inside the PGA Tour á Sýn.  12.20 Enska bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá leik Hull og Aston Villa.  15.00 Enska bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá leik Torquay og Blacburn.  16.50 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin úr ensku 1. deildinni.  17.20 Enska bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá leik Luton og Liverpool.  19.20 Bestu bikarmörkin á Sýn. Bikarveisla að hætti Liverpool.  20.15 NFL-tilþrif á Sýn.  20.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Espanyol og Barcelona.  22.50 Box á Sýn. Útsending frá bar- daga Ricky Hatton og C. Maussa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.