Fréttablaðið - 22.01.2006, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Konur undir
fimmtugu velja
Fréttablaðið!
MEÐAL LESTUR KVENNA 12-49 ÁRA
53%
36%
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
22. janúar 2006 — 21. tölublað — 6. árgangur
Enginn glamúr
Helga Stefánsdótt-
ir, leikmynda- og
búningahönnuður,
hefur í sautján ár
hannað búninga
fyrir stjörnurnar,
meðal annars
fyrir kvikmyndina A Little Trip to Hea-
ven og nýja útfærslu á Carmen.
VIÐTAL 20
Hver hreppir
Óskarinn?
Mikil eftirvænting ríkir í
Hollywood um hvaða bíó-
myndir verða verðlaunað-
ar í ár.
HELGAREFNI 60
THEODÓR FREYR HERVARSSON
Sviptingar
í veðri
atvinna
Í MIÐJU BLAÐSINS
LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík
handtók þrjá menn, einn Íslending
og tvo útlendinga, á fimmtudag
en þeir eru grunaðir um að hafa
ætlað að svíkja fé út úr Íslands-
banka. Mennirnir munu hafa
reynt að verða sér úti um stórt lán
í bankanum með falsaða bankaá-
byrgð sem tryggingu.
Starfsmenn Íslandsbanka
gerðu strax athugasemdir við
umsóknina enda kom í ljós að ekki
var allt sem skyldi við það reglu-
bundna eftirlit sem fer í gang
þegar slíkar lánsumsóknir eru
annars vegar.
Bankaábyrgð mannanna hljóð-
aði samkvæmt heimildum blaðsins
upp á nokkrar milljónir evra eða
sem samsvarar nokkur hundruð
milljónum króna íslenskum. Við
athugun á bankaábyrgðinni varð
starfsmönnum ljóst að ekki var
allt með felldu og voru þremenn-
ingarnir handteknir í kjölfarið.
Þeir gistu eina nótt í fangageymsl-
um auk þess sem lögregla gerði
húsleit hjá Íslendingnum. Við hús-
leitina lagði lögregla hald á ýmis
skjöl sem nú eru til rannsóknar.
Enn fremur var farið fram á að
erlendu mennirnir yrðu úrskurð-
aðir í farbann meðan á rannsókn
málsins stæði en Héraðsdómur
Reykjavíkur hafnaði þeirri beiðni
lögreglu síðdegis í gær.
Upplýsingafulltrúi Íslands-
banka, Vala Pálsdóttir, vildi lítið
tjá sig um málið en sagði að mönn-
unum hefði ekki tekist ætlunar-
verk sitt. Bankinn hefði ekki orðið
fyrir tjóni og málið væri í höndum
lögreglu.
Íslendingurinn sem um ræðir
er kunnur athafnamaður hér á
landi en ekkert er vitað um sam-
verkamenn hans sem kunna að
vera farnir úr landi. - aöe
Reyndu að fá stórt lán í Íslandsbanka gegn framvísun falsaðrar bankaábyrgðar:
Stöðvaðir við milljónasvik
„Sumir vilja ganga lengra en tillögur
fjölmiðlanefndar segja til um, aðrir
telja jafnvel enga þörf á sérstakri
lagasetningu um fjölmiðla,“ segir Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra.
Í DAG 8
Mikilvægi samstöðu um
fjölmiðlalög
LONDON, AP Hvalurinn, sem synti
upp ánna Thames og varð þar inn-
lyksa, gaf upp öndina um sjöleytið
í gærkvöld skammt frá Alberts-
brúnni í Lundúnum. Sérfræðingar
höfðu varað við því frá upphafi að
björgunartilraunir gætu borið lít-
inn árangur.
Björgunarmenn höfðu híft
andarnefjuna upp í bát og hugðust
flytja hana hratt niður ána til hafs
þegar dýrið fékk nokkur krampa-
köst og drapst. Hvalurinn hafði
sýnt aukin streitumerki og vöðvar
hans stífnuðu upp fljótlega eftir
að hann var kominn upp úr vatn-
inu. ■
Björgun í Thames mistókst:
Andarnefjan
drapst í gær
REYNDU ALLT Andarnefjan var innlyksa í
Thames-á í meira en sólarhring áður en yfir
lauk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HVASSVIÐRI ÚTI FYRIR norðaust-
ur- og austurströndinni, annars strekk-
ingur eða allhvasst. Skúrir eða slydduél
með ströndum sunnan og vestan til en
slyddu- eða snjóél með norðurströnd-
inni. Hiti 0-4 stig en frystir víða í kvöld
eða nótt. VEÐUR 4
SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk-
ur fengi níu borgarfulltrúa kjörna
og hreinan meirihluta í borginni,
yrði gengið til borgarstjórnarkosn-
inga nú samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Fréttablaðsins. Flokkur-
inn fengi 52,7 prósent atkvæða.
„Þetta er afar ánægjulegt og
traustvekjandi, sérstaklega í ljósi
þess að könnunin er gerð þegar
yfir stendur prófkjörsbarátta hjá
bæði Framsóknarflokknum og
Samfylkingunni,“ segir Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokks í borgarstjórn.
Samfylking yrði næststærsti
flokkurinn og fengi fimm borgar-
fulltrúa kjörna með 30,8 prósent
atkvæða. „Þetta er örugglega að
mæla landið eins og það liggur í
dag. Við erum hins vegar að fara
af stað í kosningabaráttu og ég hef
fulla trú á að þessar tölur eigi eftir
að breytast,“ segir Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarstjóri.
Einungis Svandís Svavarsdótt-
ir kæmist inn fyrir hönd Vinstri
grænna, en flokkurinn fengi
átta prósent atkvæða. „Þetta er
ágætis brýning og við sækjum
bara áfram. Vinstri grænir eiga
heilmikið inni, við ætlum okkur
miklu meira og náum í það,“ segir
Svandís.
Framsóknarflokkur og Frjáls-
lyndi flokkurinn fengju engan
mann kjörinn. 5,4 prósent sögð-
ust myndu kjósa Framsóknar-
flokkinn, en 2,8 prósent styddu
Frjálslynda flokkinn. Framsókn-
arflokkurinn bætir örlítið við sig
í könnuninni en nær ekki manni
inn. Anna Kristinsdóttir, borgar-
fulltrúi flokksins, segir þó að nið-
urstaðan gefi ástæðu til bjartsýni.
„Við erum að fara upp miðað við
niðurstöður síðustu skoðanakann-
anna og það eru góðar fréttir,“
segir hún.
Frjálsyndi flokkurinn mælist
með tæp þrjú prósent og bætir
aðeins við sig frá síðustu skoðana-
könnun Fréttablaðsins en nær ekki
manni inn í borgarstjórn. Margrét
Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri
flokksins, er ánægð með niðurstöð-
una og segist vera mjög bjartsýn
fyrir komandi kosningar. „Þetta
gengur samkvæmt áætlun því við
ætluðum að hafa hægt um okkur
á meðan prófkjörin hjá Framsókn-
arflokknum og Samfylkingunni
ganga yfir,“ segir hún. -ss/ sjá síðu 4
Sjálfstæðisflokkur
fengi meirihluta
Skoðanakönnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna í Reykjavík leiðir í ljós að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn. Samfylking fengi
fimm fulltrúa, Vinstri grænir einn en Framsókn og Frjálslyndir engan.
PRÓFKJÖR Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri í Kópavogi, var sjálf-
kjörinn í fyrsta sæti lista Sjálf-
stæðisflokksins fyrir komandi
bæjarstjórnarkosningar í próf-
kjöri flokksins sem fram fór í
gær. Gunnar sagðist í samtali við
Fréttablaðið vera afar ánægður
með niðurstöðu prófkjörsins. List-
inn væri skipaður afar hæfu fólki.
Gunnsteinn Sigurðsson bæj-
arfulltrúi varð í öðru sæti og
Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæj-
arstjórnar, í því þriðja.
Ásthildur Helgadóttir, verk-
fræðingur og knattspyrnukona,
sem er ný í bæjarpólitíkinni, náði
fjórða sætinu og Sigurrós Þor-
grímsdóttir bæjarfulltrúi verður
í fimmta sæti listans.
Alls tóku um 2.000 manns þátt í
prófkjörinu og bættust hátt í þús-
und manns á kjörskrána dagana
fyrir prófkjörið.
Sjá nánar á síðu 2
Sjálfstæðismenn í Kópavogi:
Gunnar leiðir
listann í vor
HAVANA, AP Lech Walesa, fyrr-
verandi forseti Póllands og
friðarverðlaunahafi Nóbels,
segir Kúbverjum að fara að búa
sig undir að taka upp lýðræði.
Margt hafi farið úrskeiðis í Pól-
landi á sínum tíma vegna þess
hve breytingarnar frá kommún-
isma til lýðræðis voru óvæntar
og gerðust hratt.
„Þegar frelsið kemur, þá
verður það erfitt,“ sagði Walesa
við andstæðinga Fidels Castro í
Florída, á klukkustundarlöngum
fundi sem hann átti með þeim í
gegnum fjarfundabúnað. ■
Lech Walesa talar til Kúbu:
Frelsið verður
ekki auðvelt
LEIÐTOGAR RÆÐAST VIÐ Gunnar Þorsteinsson í Krossinum og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, skeggræddu niðurstöðu próf-
kjörsins þegar úrslit lágu fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK
Flengdir af Frökkum
Íslenska landsliðið steinlá með sex
mörkum, 30-36, fyrir Frökkum á
Ásvöllum í gær. Lands-
liðsþjálfarinn
var ekki sáttur
við leik sinna
manna.
ÍÞRÓTTIR 38
VEÐRIÐ Í DAG
ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR
Leikur Evu Lind
í Mýrinni
Fyrsta alvörugefna hlutverkið
FÓLK 46