Fréttablaðið - 22.01.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 22.01.2006, Síða 4
4 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðis- flokkur hefur mest fylgi íbúa Reykjavíkur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 52,7 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa kjörna. Í könnun Fréttablaðsins í ágúst var Sjálfstæðisflokkur með örlítið meira fylgi, eða 53,5 pró- sent, sem dugði þeim einnig til að fá níu borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt þessu yrði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson næsti borgar- stjóri Reykjavíkur og væri Bolli Skúlason Thoroddsen, formaður Heimdallar síðasti maður kjörinn inn fyrir hönd listans. Samfylking fær næstmest fylgi, eða 30,8 prósent atkvæða og fengi fimm menn kjörna. Í síð- ustu könnun fékk Samfylking 29,7 prósent atkvæða og hefði fengið fimm borgarfulltrúa kjörna. Átta prósent segjast nú myndu kjósa Vinstri hreyfinguna - grænt fram- boð og væri Svandís Svavarsdótt- ir því eini borgarfulltrúi listans ef þetta væru niðurstöður kosn- inga. Í síðustu könnun sögðust 8.8 prósent styðja listann, sem þýddi einn mann inn. Framsóknarflokkurinn eykur örlítið við fylgi sitt frá síðustu könnun. Fær hann nú 5,4 prósent en fékk síðast 4,8 prósent. Sam- kvæmt þessu nær efsti maður á lista Framsóknarflokksins ekki kjöri í borgarstjórn, líkt og í síð- ustu könnun. En fulltrúi Fram- sóknar er nú næsti maður til að ná kjöri. Frjálslyndi flokkurinn bætir einnig við sig örlitlu fylgi og fær nú 2,8 prósent, en fékk síðast 2,2 prósent. Það dugir ekki til að ná Ólafi F. Magnússyni inn. Karlar eru heldur líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur. 54,3 prósent karla sögðust styðja listann, en 50,6 prósent kvenna. Lítill kynjamunur er á fylgi Framsóknarflokksins, en konur eru líklegri til að styðja alla aðra lista. 31,2 prósent kvenna sögðust styðja Samfylkingu, á móti 30,5 prósentum karla. 9,1 prósent kvenna sögðust styðja Vinstri græna, á móti 7,1 prósenti kvenna og 3,9 prósent sögðust styðja Frjálslynda flokkinn á móti 2,0 prósent karla. Hringt var í 600 íbúa í Reykja- vík 21. janúar, og skiptust svar- endur jafnt milli kynja. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnar- kosninga nú? 58,5 prósent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Fyrir mannlegri borg Marsibil í 2. sætið 28.01.2006 Reykjavík er ekki fjölmenn borg á heimsmælikvarða. Það er vel raunhæft að tryggja öllum íbúum hennar mannsæmandi lífsskilyrði. Það á að vera forgangs- og metnaðarmál í mannlegri borg þar sem hver einstaklingur skiptir máli. marsibil.is / málefni / greinar / dagbók / myndir GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 20.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,58 61,88 Sterlingspund 108,34 108,86 Evra 74,38 74,80 Dönsk króna 9,996 10,024 Norsk króna 9,192 9,246 Sænsk króna 7,98 8,026 Japanskt jen 0,5339 0,5371 SDR 89,16 89,70 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,1561 INDÓNESÍA, AP Talsmenn yfirvalda í Indónesíu segja enga þörf á að kanna frekar dauða þeirra 183.000 manna sem talið er að hafi verið drepnir í Austur-Tímor á þeim 24 árum sem indónesísk stjórnvöld réðu þar ríkjum. Yfirvöld í Austur-Tímor létu gera skýrsluna og færði forseti Austur-Tímor, Xanana Gusmao, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, hana á föstudag. Innanríkisráðherra Indónesíu, Yusril Ihza Mahendra, segir að tími sé kominn til að líta til framtíðar, enda hafi Indónesía samþykkt að vera samvinnulipur við sættir milli grannlandanna . ■ Skýrsla um Austur-Tímor: Vilja frið um hið liðna AUSTUR-TÍMOR Unglingur klæddur í hefð- bundinn þjóðbúning Austur-Tímora. BRUSSEL, REUTERS, AP Stjórn- völd á Írlandi hefðu ekki átt að leita til alþjóðadómstóla vegna öryggismála kjarnorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi, að sögn ráðgjafa Evrópudómstólsins. Írsk stjórnvöld höfðu samband við hafréttardómstól Sameinuðu þjóðanna og segja stðina valda geislamengun í Írlandshafi. Framkvæmdastjórn ESB stefndi Írlandsstjórn fyrir Evr- ópudómstólinn vegna málsins, með þeim rökum að sá dómstóll væri rétti vettvangurinn til að útkljá um málið. ■ Deilan um Sellafield: Írar leiti til ESB-dómstóls VILHJÁLMUR FAGNAR SIGRI Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Í REYKJAVÍK Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson leiðir lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fengi flokkurinn hreinan meirihluta til að stjórna borginni, ef boðað yrði til kosninga nú. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Sjálfstæðisflokkur fengi níu Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu borgarfulltrúa kjörna og hreinan meirihluta væri boðað til borgarstjórnar- kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylking fengi fimm fulltrúa kjörna og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn myndu ekki ná manni inn. RAFORKA Forráðamenn Lands- virkjunar mótmæla þeirri full- yrðingu að hátt raforkuverð sé ástæða þess að fiskeldi Sæsilf- urs í Mjóafirði verði lokað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér í gær kemur fram að fyrirtækið hafi frá árinu 1987 veitt fiskeldisfyr- irtækjum með sjódælingu afslátt af rafmagnsverði. Því sé yfirlýs- ing Jóns Kjartans Jónssonar hjá Sæsilfri, um að hátt raforkuverð sé önnur meginástæða þess að hann hyggist nú leggja niður fisk- eldið, með öllu óskiljanleg. - fgg Landsvirkjun svarar gagnrýni: Hátt raforku- verð ekki orsök TEHERAN, AP Írönsk stjórnvöld for- dæma hótanir Jacques Chiracs Frakklandsforseta, sem sagði á fimmtudaginn að Frakkar gætu sem hægast brugðist við árás hryðju- verkamanna frá öðru ríki með því að beita kjarnorkuvopnum gegn því ríki. „Forseti Frakklands afhjúpaði duldar fyrirætlanir kjarnorkuveld- anna um að nota þetta stjórntæki til þess að ráða úrslitum í pólitískum leikjum,“ hafði fréttastofa íranska ríkisins, IRNA, eftir Hamid Reza Asefi, talsmanni íranska utanríkis- ráðuneytisins. „Hin bitra reynsla af því að beita kjarnorkuvopnum í seinni heims- styrjöldinni var svo hryllileg að hún gerir frekari notkun þeirra með öllu óviðunandi og óréttlætanlega.“ Chirac var gagnrýndur harðlega í evrópskum dagblöðum fyrir að segja að Frakkar myndu velta fyrir sér óhefðbundnum viðbrögðum við hryðjuverkum, sem gerð væri að undirlagi annars ríkis, eða gegn árásum þar sem beitt yrði gereyð- ingarvopnum. Frakkar eru taldir hafa yfir að ráða um það bil 300 kjarnaoddum, sem flestir eru stað- settir um borð í kafbátum. ■ JACQUES CHIRAC Íranar segja hótanir hans afhjúpa fyrirætlanir Vesturlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íranar segja ekkert réttlæta notkun kjarnorkuvopna: Fordæma hótanir Chiracs Könnun 29. ágúst 2005 Könnun 21. janúar 2006 HVAÐA LISTA MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF GENGIÐ YRÐI TIL BORGARSTJÓRNARKOSNINGA NÚ? 4,8% 5,4% 53,5% 52,7% 2,2% 2,8% 29,7% 30,8% 8,8% 8,0% B D F S V 5,6% 5,2% 54,3% 50,6% 2,0% 3,9% 30,5% 31,2% 7,1% 9,1% K O N U R K A R LA R SKIPTING EFTIR KYNI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.