Fréttablaðið - 22.01.2006, Page 16

Fréttablaðið - 22.01.2006, Page 16
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is LYNDON B. JOHNSON (1908- 1973) LÉST ÞENNAN DAG. „Erfiðasta hlutverk forseta er ekki að gera hið rétta, heldur að vita hvað er rétt.“ Lyndon B. Johnson var forseti Bandaríkjanna frá 1963-1969. Á þessum degi árið 1980 var doktor Andrei Sakarov dæmdur í ævilanga útlegð frá Sovétríkjun- um. Sakarov var kjarneðilsfræð- ingur sem hjálpaði við byggingu fyrstu vetnissprengju Sovét- ríkjanna en var jafnframt helsti gagnrýnismaður landsins. Sovésk yfirvöld höfðu lengi haft horn í síðu nóbelsverðlaunahafans sem hafði í þrettán ár mótmælt stefnu þeirra. En það korn sem fyllti mælinn var viðtal sem Sakarov veitti í bandarísku sjónvarpi þar sem hann kallaði eftir því að sovéskar hersveitir yrðu kallaðar heim frá Afganistan. Sakarov eyddi næstu sjö árum í Gorkí þar sem hann hélt áfram baráttu sinni. Hann fór þrisvar í hungurverkfall til að mótmæla meðferð á sér og óskaði eftir því að kona hans fengi að fara til Bandaríkjanna til að sækja læknishjálp. Árið 1986 skipaði Mikhaíl Gorbatsjov fyrir að Sakarov yrði leystur úr haldi. Hann varð leiðandi í hreyfingu lýð- ræðissinna. Hann var meðlim- ur í stjórnarandstöðunni í nýja sovéska þinginu árið 1989 og tók þátt í því að semja nýja stjórnarskrá. Sakarov lést 14. desember 1989 úr hjarta- áfalli. ÞETTA GERÐIST > 22. JANÚAR 1980 Vísindamaður dæmdur í útlegð ANDREI SAKAROV MERKISATBURÐIR 1840 Fyrstu bresku landnemarnir koma til Nýja-Sjálands. 1901 Viktoría Englandsdrottning andast 82 ára að aldri. 1905 Uppreisn hefst í Rússlandi þegar skotið er á verka- menn í friðsamlegri mót- mælagöngu í Pétursborg. 1918 Mesta frost hér á landi, -37,9 gráður, mælist á Grímsstöð- um á Fjöllum. 1983 Tvö snjóflóð falla á hús í Patreksfirði. Fjórir menn látast. 1988 Paul Watson, leiðtoga Sea Shephard, er vísað úr landi en samtök hans sögðust hafa sökkt hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn árið áður. „Meginmarkmið hátíðar- innar alveg frá upphafi hefur verið að efla áhuga ungmenna á menningu og listum,“ segir Aðalheið- ur Borgþórsdóttir fram- kvæmdastjóri LungA, listahátíðar ungs fólks, Austurlandi. Aðalheiður og fimm ungmenni úr fram- kvæmdaráði hátíðarinnar tóku á dögunum við Eyr- arrósinni 2006 úr hendi Dorritar Moussaieff for- setafrúar sem afhenti hana við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eyrarrósin er veitt einu afburða menn- ingarverkefni á starfsvæði Byggðarstofnunar til að stuðla að auknu menningar- lífi á landsbyggðinni. LungA hefur verið haldin frá árinu 2000 á Seyðisfirði í tengslum við listahátíðina Á seyði. Hún er ætluð ung- mennum á aldrinum 16 til 25 ára og samanstendur af listasmiðjum sem eru allt upp í sjö talsins og eru í boði í eina viku. „Þannig að þetta eru nokkurs konar sumarlistabúðir,“ áréttir Aðalheiður en færir leið- beinendur eru fengnir til að sjá um hinar ýmsu lista- smiðjur, til að mynda hafa verið fengnir sirkusleið- beinendur frá Cirkus Cirkör og þekktir leikarar til að stýra leiklistarsmiðju. Árið 2005 tóku sjötíu ung- menni þátt í listasmiðjun- um og segir Aðalheiður að lögð verði áhersla á að auka þann þátt. Á vegum LungA er einnig haldinn fjöldi við- burða, líkt og tónleikar, fyr- irlestrar og uppskeruhátíð listasmiðjanna en í allt sóttu um 2000 manns viðburði tengda LungA á síðasta ári. Mjög vel hefur tekist til við framkvæmd hátíðarinn- ar og segir Aðalheiður það kærkomna viðurkenningu að fá Eyrarrósina að þessu sinni auk þess sem verð- launaféð muni koma í góðar þarfir enda þegar byrjað að undirbúa næstu hátíð sem haldin verður á Seyðisfirði 17. til 23. júlí á þessu ári. „Það er búið að plana dagskrána, fá leiðbeinend- ur í allar listasmiðjur og á laugardeginum verða stórir tónleikar,“ segir Aðalheið- ur spennt en hljómsveitir á borð við Gus Gus, Trabant, Jakobínarína, Jeff Who?, Miri og Ghostigital hafa boðað komu sína. Það má því búast við miklu fjöri á þessari litríku menningar- hátíð ungs fólks í sumar. LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS, AUSTURLANDI: HLAUT EYRARRÓSINA 2006 LungA fékk Eyrarrósina KÆTUMST OG GLEÐJUMST Hið unga framkvæmdaráð á góðri stundu á LungA 2005. BJÖRT SIGFINNSDÓTTIR ÚR HENDI FORSETAFRÚAR Dorrit Moussaieff er verndari Eyrarrósarinnar. Hér afhendir hún framkvæmdaráði listahátíðarinnar LungA verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika verður haldin dagana 22. til 29. janúar 2006. Bænavikan er hald- in árlega um þetta leyti og hefur verið haldin á Íslandi síðan 1968. Er þá beðið fyrir einingu kristinna manna um heim allan. Það er Alkirkjuráðið sem stendur að baki vikunni ásamt kaþ- ólsku kirkjunni. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni er Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. Vikan hefst með guðs- þjónustu í Árbæjarkirkju en bænastundir og sam- komur verða haldnar bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þessa viku. Aðild að samstarfsnefnd kristinna trúfélaga sér um undirbúning vikunnar en aðild að henni eiga Aðvent- istar, Fríkirkjan, Vegur- inn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Hægt er að nálgast dag- skrá vikunnar á heimasíðu aðildarfélaganna. Samkirkjuleg bænavika BEÐIÐ FYRIR EININGU KRISTINNA MANNA Bænavika er haldin árlega um þetta leyti. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðmundu Þorbjargar Jónsdóttur frá Kjörvogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2B á Hjúkrunarheimilinu Eir. Alda Guðjónsdóttir Ásgeir Gunnarsson Laufey Kristinsdóttir Elísabet Guðjónsdóttir Bragi Eggertsson Sólveig Guðjónsdóttir Guðmundur H. Guðjónsson Dagný Pétursdóttir Guðrún M. Guðjónsdóttir Óskar Pétursson Haukur Guðjónsson Vilborg G. Guðnadóttir Fríða Guðjónsdóttir Karl Ómar Karlsson Rannúa Leonsdóttir Kristín Guðjónsdóttir Þórir Stefánsson Daníel Guðjónsson María Ingadóttir Þuríður H. Guðjónsdóttir Garðar Karlsson ömmubörn og langömmubörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gests Ingva Kristinssonar Torfnesi, Hlíf I, Ísafirði, áður Hlíðarvegi 4, Suðureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og heimahjúkrun á Hlíf, Torfnesi. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Hulda Kristjánsdóttir Þuríður Kristín Heiðarsdóttir Páll Ólafsson Kristinn Gestsson Jóhanna Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Óðinn Gestsson Pálína Pálsdóttir Gunnhildur Gestsdóttir Albert Högnason Jón Arnar Gestsson Sveinbjörn Yngvi Gestsson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, Helga Ingvars Valdimarssonar Brekkubyggð 93, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á göngudeild 10E á Landspítalanum. Bryndís Stefánsdóttir Jónína Helga Helgadóttir Kristinn Gunnarsson Þorsteinn Baldur Helgason Ásta Sveinsdóttir Valdimar Helgason María Sif Númadóttir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.