Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 45

Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 45
ATVINNA SUNNUDAGUR 22. janúar 2006 13 Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is Laus störf við leikskóla Kópavogs • Leikskólakennarar: Kópavogsbær starfrækir 16 leikskóla fyrir börn á aldrinum 1 – 5 ára. Í leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf, en hver leikskóli hefur sína skólanámskrá og áhersluþætti. • V/sérkennslu: Leikskólarnir: Álfatún, Kópasteinn, Smárahvammur og Rjúpnahæð. • Matráður: Leikskólinn Dalur Um er að ræða bæði heil störf og hluta störf. Konur jafnt og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar um leikskóla Kópavogs er að finna á heimasíðu Kópavogs www.kopavogur.is, þar sem einnig er hægt að sækja um starf. Nánari upplýsingar eru veittar á leikskólaskrifstofu s: 570 1600 og hjá leikskólastjóra hvers leikskóla fyrir sig. Fræðsluskrifstofa Kópavogs KÓPAVOGSBÆR Vilt þú starfa heima við daggæslu barna? • Dagforeldra vantar til starfa í Kópavogi. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir leyfi og reglugerð um daggæslu barna er að finna á Kópavogur.is/ daggæsla. Námskeið fyrir verðandi dagforeldra hefst 6. febrúar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við yfirmann daggæsludeildar í síma 570 1400 eða emiliaj@kopavogur.is Félagsþjónusta Kópavogs Sölumaður óskast Starfið felst í sölumennsku í heildsölu á brúnum vörum , veggsjónvörpum (LCD og plasma), hljómtækjum, myndavélum og skrifstofubúnaði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Öflun nýrra viðskiptavina og eflingu viðskipta við núverandi viðskiptavini og endurseljendur. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í hliðstæðri sölu- mennsku, sé vel skipulagður, geti unnið sjálf- stætt, temji sér öguð vinnubrögð og komi vel fyrir. Frumkvæði og drifkraftur eru mikilvægir eiginleikar. Lámarksaldur 24 ár. Æskilegt er að viðkomandi sé reyklaus. Bræðurnir Ormsson ehf eru 83ja ára gamalt fyrirtæki með fjórar verslanir og endurseljendur um allt land. Starfsmenn eru nálægt 90. Helstu merki í brúnum vörum eru Pioneer, Sharp, Samsung, Nikon, Nintendo, Olumpus, Loewe, Jamo, NEC,HAMA og Tatung. Umsóknir skal senda til Vals Kristóferssonar, Síðumúla 9, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á valur@ormsson.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ Tölvunarfræðingur Laus er staða tölvunarfræðings á upplýsingatækniþjónustu Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Menntasvið þjónustar leik-og grunnskóla Reykjavíkurborgar. Núverandi kerfi samanstendur af 40 klasamiðlurum staðsettum á Menntasviði sem sinna mismunandi hlutverkum fyrir mismunandi hugbúnaðarkerfi. Starfið felur meðal annars í sér: • Uppbyggingu á miðlægum gagnagrunnum sviðsins • Þjónustu og rekstur á miðlægum miðlurum skólanetsins • Uppbyggingu og rekstur fjarkennsluumhverfis • Uppsetningu á rafrænu kennsluefni leik- og grunnskóla Hæfniskröfur: • Tölvunarfræðimenntun eða sambærilegt nám • Reynsla í verkefnavinnslu með gagnagrunnum • Þekking á Java og netforritunarmálum • Þekking á netkerfum og Windows miðlurum • Þekking á Lotus Notes er æskileg • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til 6. febrúar nk. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf og sendist til Menntasviðs Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar veita Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri ingunn.gisladottir@reykjavik.is og Sigþór Örn Guðmundsson forstöðumaður upplýsingaþjónustu sigthor.orn.gudmundsson@reykjavik.is í síma 411-7000. Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um laus störf á Menntasviði er að finna á netinu undir www.menntasvid.is Vanan mótamann vantar að komast í gott og samhent mælinga gengi sem hefur næg verkefni framundan uppl. í síma 861 3040. Iðnhönnuður leitar eftir teikni eða hönnunarvinnu. AutoCad, #dMax, Photoshop, Powerpoint, Exel o.fl. Er að bæta við tækniteiknaranum. Upplýsingar gefur Matthildur í síma 898 9607 eða matthild@hotmail.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.