Fréttablaðið - 22.01.2006, Page 67
SUNNUDAGUR 22. janúar 2006
BYRJAR Á
MORGUN
VINSÆLASTI SJÓN VARPS ÞÁTTUR
HEIMS. HVER STENDUR UPPI SEM
IDOL-STJARNA BANDARÍKJANNA?
FYLGSTU MEÐ!
AMERICAN IDOL
MÁNUDAGA KL 21:00
Blóðskuld, spennusaga
eftir Michael
Connelly í þýðingu
Brynhildar Björns-
dóttur, er komin út
í kilju hjá Máli og
menningu. Connelly
er einn vinsælasti
glæpasagnahöfund-
ur heims um þessar
mundir. Á íslensku
hefur áður komið út eftir hann spennusag-
an Skáldið.
För Lewis, skáldsaga eftir
sænska rithöfundinn
Per Olov Enquist, er
komin út í kilju hjá
Máli og menningu í
þýðingu Höllu Kjart-
ansdóttur. Bókin
er saga öflugrar
fjöldahreyfingar og
byggð á sannsögu-
legum atburðum og
persónum.
Kristján Karlsson hefur sent frá sér Kvæðasafn og
sögur 1976-2003.
Kristján er eitt frjó-
asta og frumlegasta
ljóðskáld okkar í
seinni tíð. Útgefandi
er Hið íslenska
bókmenntafélag.
Hið íslenska bókmenntafélag
hefur sent frá sér
bókina Líf og lækn-
ingar – íslensk
heilbrigðissaga,
eftir Jón Ólaf Ísberg.
Við sögu kemur
gallspeki, gullgerð-
arlist, þvagrýni,
stjörnufræði, rím,
óguðleg hegðun,
hættulegir sjúkdóm-
ar, banvænar sóttir, hungurdauði, bólusetn-
ingar, karból, vatnsveitur, leikfimi, lýsisgjafir,
pensilín og læknisráð af öllum gerðum.
Einn frægasti ljóðabálkur chilenska nóbelsverðlaunaskáldsins Pablo
Neruda, Hæðir Machu Picchu, er kominn
út í íslenskri þýðingu Guðrúnar H. Tulinius.
Ljóðabókin er tvímála með teikn-
ingum eftir Rebekku Rán
Samper og Antonio
Hervás Amezcua. Bók-
inni fylgir DVD-mynd
og sérstakan
formála fyrir
íslensku útgáf-
una ritar Isabel
Allende.
Sofðu barnið blíða er ný metsölubók sem er komin út í þýðingu Guðrúnar H.
Tulinius. Höfundurinn Dr. Eduard Estivill er
meðal helstu svefn-
sérfræðinga í Evrópu
og hefur þarna skrif-
að góða handbók
sem gefur góð ráð til
að bæta svefnvenj-
ur barna. Útgefandi
er Proxima.
NÝJAR BÆKUR