Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 73

Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 73
SUNNUDAGUR 22. janúar 2006 41 FÓTBOLTI Markvörðurinn snjalli, Carlo Cudicini, hefur skrifað undir nýjan samning við ensku meistar- ana í Chelsea til eins árs til viðbót- ar. Er hann nú samningsbundinn Chelsea til sumars 2009. Cudicini, sem löngum hefur verið talinn einn af betri markmönnum deild- arinnar, hefur ekki fengið mörg tækifæri eftir að Peter Chech kom til liðsins. Cudicini kom frá ítalska liðinu Castel Di Sangro árið 1999 og hefur verið hjá liðinu æ síðan. Þrátt fyrir það hefur hann nú ákveðið að framlengja dvöl sína hjá félaginu - toh Carlo Cudicini: Skrifaði undir nýjan samning CARLO CUDICINI Samningsbundinn til 2009 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Tracy McGrady var í miklum ham þegar Houston bar sigurorð af Chicago í miklum spennuleik. Var þetta fyrsti leikur McGrady í nokkurn tíma vegna meiðsla. Framlengja þurfti tvisv- ar sinnum í leiknum sem endaði 109-108, Houston í vil. McGrady skoraði 35 stig auk þess að skora sigurkörfuna í leiknum. Juwan Howard var næststigahæstur fyrir Rockets með 30 stig. Luol Deng var stigahæstur í liði Bulls með 18 stig. Kobe Bryant var stigahæstur að vanda í liði Los Angeles Lakers gegn Phoenix Suns. 37 stig hans dugðu þó skammt þar sem Lakers töpuðu 106-93. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Suns og Eddy House 19. - toh NBA-deildin: McGrady í miklu stuði TRACY MCGRADY Fór hamförum gegn Chicago FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY TENNIS Besti tenniskappi heims, Roger Federer, átti ekki í erfið- leikum með að komast í gegnum þriðju umferð á opna ástralska mótinu en hann lagði Max Mirnyi í þremur settum. Sigurinn var þægilegur hjá Fed- erer en hann er talinn mjög sigur- stranglegur á mótinu enda í efsta sæti á heimslista tennismanna. Hann mætir Tommy Haas í sextán manna úrslitunum en Haas lagði heimamanninn Peter Luczak af velli í sínum leik. „Þetta var erfiður leikur en ég komst nokkuð vel frá honum. Von- andi næ ég að halda þessu áfram,“ sagði Federer eftir sigur sinn. ■ Opna ástralska í fullum gangi: Federer áfram ROGER FEDERER Líklegur til afreka. FÓTBOLTI Andri Steinn Birgisson mun ekki ganga til liðs við enska félagið Notts County sem Guðjón Þórðarson stýrir að svo stöddu. Andri fór til liðsins í desember og spilaði einn varaliðsleik með lið- inu þar sem hann lagði upp bæði mörk liðsins í 3-2 tapi en varð svo fyrir því óláni að lenda í bílslysi þar sem hann slasaðist töluvert og æfði því ekki meira með liðinu og hélt heim á leið. „Ég meiddist talsvert í slysinu og hef lítið æft síðan ég kom heim. Ég er þó óðum að ná mér þessa dagana og er aðeins að byrja að æfa aftur,“ sagði Andri Steinn sem leikur með Víkingum hér heima. „Ég fékk í bakið og hálsinn en ég fer í myndatöku fljótlega þar sem skýrist nánar hvers eðlis meiðslin eru,“ sagði Andri sem er að vinna í því að ganga frá samningi við Víkinga þessa dagana en það mál ætti að skýrast í byrjun febrúar. Andra Steini leist þó ágætlega á aðstæður hjá Notts County og ekki er útilokað að hann fari þang- að aftur í framtíðinni. „Þetta er flottur klúbbur. Æfingasvæðið er að vísu ekkert til að hrópa húrra fyrir en völlurinn er flottur sem og aðrar aðstæður. Fjárhagsstaða liðsins er erfið og klúbburinn er í erfiðri stöðu en það gæti alveg eins komið upp seinna meir að ég fari þangað aftur.“ - hþh Bílslys hamlar för Andra Steins Birgissonar til Englands: Ekki til Notts County ANDRI STEINN BIRGISSON Fór í eftirminnilega ferð til Englands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.