Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 75

Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 75
SUNNUDAGUR 22. janúar 2006 43 Rokktónleikar á SKJÁEINUM! E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 0 8 7 Úrslitaþáttur Rockstar INXS! Hver stendur uppi sem sigurvegari og verður næsti söngvari INXS? Marty, Mig eða J.D? sun kl.21 FÓTBOLTI Ég er ekki búinn að skrifa undir en samningurinn bíður mín bara á borðinu og þeir gáfu mér rúman tíma til að hugsa málið,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson við Fréttablaðið í gær en hann er að öllum líkindum á leið til hol- lenska félagsins AZ Alkmaar. Grétar Rafn Steinsson leikur með liðinu sem er í toppbaráttunni í Hollandi undir dyggri stjórn Louis van Gaal en Jóhannes Karl hefur áður leikið í Hollandi en hann var á mála hjá RKC Waalwijk á sínum tíma. „Þetta tekur allt sinn tíma og ég hugsa fyrst og fremst um fjöl- skylduna sem þarf þá að flytja enn einu sinni. En það eru mjög miklar líkur á því að ég skipti yfir. Samning- urinn sem þeir buðu mér er góður og alls ekki það sem er að tefja ákvörðun mína heldur er það fjöl- skyldan og flutningarnir,“ sagði Jóhannes sem hefur á ferlinum meðal annars leiki með Aston Villa en er nú að losna undan samningi hjá Leicester. „Það væri mjög gaman að fara yfir til liðsins enda er þetta stór klúbbur og ekki skemmir fyrir að Grétar Rafn spilar þar. Liðið ætlar sér stóra hluti, er að flytja á nýjan leikvang á næsta tímabili og það er líklegt að þeir verði í Meistaradeildinni á næsta tíma- bili. Þeir eru einnig með mjög færan þjálfara og því er þetta spennandi verkefni. Grétar Rafn ber klúbbnum mjög vel söguna „okkur leið mjög vel í Hollandi á sínum tíma. Mér líst því einstaklega vel á þetta allt saman,“ sagði Jóhannes að lokum en búast má við að hann skrifi undir samninginn við AZ Alk- maar í næstu viku en ferlið hefur tekið mun lengri tíma en vonast var til í fyrstu. - hþh Jóhannes Karl Guðjónsson á leiðinni til hollenska liðsins AZ Alkmaar: Líst mjög vel á stórliðið JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Á leið til Hollands. FÓTBOLTI Afríkumótið hófst um helgina þegar heimamenn í Egyptalandi lögðu Líbíu í opnun- arleiknum þar sem Mido, fram- herji Tottenham, skoraði tvö af þremur mörkum heimamanna í 3- 1 sigri. Sömu lokatölur urðu þegar Kamerún bar sigurorð af Angola en þar fór knattspyrnumaður árs- ins í Afríku, Samuel Eto´o sókn- armaður Barcelona, á kostum og skoraði glæsilega þrennu. Þá tryggði Didier Drogba leik- maður Chelsea Fílabeinsströnd- inni 1-0 sigur á Marokkó með marki úr umdeildri vítaspyrnu og er óhætt að segja að þetta skemmtilega mót fari vel af stað. - hþh Samuel Eto´o fer á kostum: Afríkumótið hafið SAMUEL ETO´O Skorar og skorar. HANDBOLTI Danir og Ungverjar sem eru með Íslandi í riðli á Evr- ópumótinu í Sviss léku æfingaleiki í gær en hlutskipti liðanna voru misjöfn. Danir sigruðu Pólverja 33-28 í Kolding í Danmörku en staðan í hálfleik var jöfn, 15-15. Marka- hæsti leikmaður Dana í leiknum var Sören Stryger en hann skoraði tólf mörk. Ungverjar töpuðu fyrir Þjóðverj- um 30-26 í Mannheim í Þýska- landi og unnu þeir þar með báða æfingaleiki þjóðanna en sá fyrri fór 33-32. Þjóðverjar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli þegar Oleg Velyky meiddist en hann spilar nær örugglega ekki með á Evr- ópumótinu sem eru slæm tíðindi fyrir Þjóðverja. - hþh Mótherjar íslands á EM í Sviss: Danir lögðu Pólverja FÓTBOLTI Framherjinn Andy Cole mun að líkindum skrifa undir nýjan samning við lið sitt, Manchester City, á næstu dögum. Cole, sem var fenginn frá Fulham í fyrrasumar, hefur staðið sig vel að mati Stuart Pearce, þjálfara City, sem margir sögðu að hefði teflt á tvær hættur þegar hann fékk hann til sín. „Það hefur verið mjög gott að hafa Andy hér og hann hefur staðið sig vel. Hann hefur góð áhrif á yngri leikmennina og vill vera hér á næsta tímabili líka,“ sagði Pearce sem er greinilega ánægður með kappann. - toh Andy Cole: Fær nýjan samning ANDY COLE Skrifar undir nýjan samning. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.