Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 78
22. janúar 2006 SUNNUDAGUR46
���������
�� ������������������
�������� ���
FRÉTTIR AF FÓLKI
Það virðist ekki bara vera eintóm paradís
hjá sjónvarpsstöðinni
Sirkus en hún hefur
hleypt af stokkunum
tveimur nýjum þáttum
sem mæltust mis-
jafnlega fyrir. Mikil
spenna ríkir um þátt
Egils Gilzenegger
og Partý Hanza en
þeir félagar ætla ekki
að kíkja út á lífið, eða
„kæjann“ eins og það
nefnist á þeirra ein-
staka tungumáli heldur
ætla þeir að einbeita sér að glensi
og gríni. Þeir virðast heldur ekki vilja
láta bendla sig við þáttinn Partý 101.
Stjórnendum þessara tveggja þátta var
boðið í sameiginlegt viðtal á Rás 2 fyrir
nokkru en Egill vildi ekki mæta nema
með því skilyrði að hann yrði einn. Vildi
hann ekki láta setja sig í sama flokk og
Brynja Björk Garðarsdóttir. Flestum af
nýju þáttunum var boðinn átta þátta
samningur en kallarnir.is héldu fast við
sína sérstöðu og gera „bara“ fjóra.
Hvað er að frétta? Allt svo rosalega gott að
það hálfa væri nóg.
Augnlitur? Grænblár.
Starf? Ég er þjónustufulltrúi hjá Atlantsskip-
um.
Fjölskylduhagir? Ég er í sambúð og á einn 12
ára strák. Svo er ég að fara að eiga barn núna
í lok febrúar.
Hvaðan ertu? Ég er upphaflega Hafnfirðing-
ur og bý þar núna. Ég er kannski ekki alveg
gaflari en næstum því.
Ertu hjátrúarfull/ur? Já og nei. Ég vil ekki
vera það en það er eitthvað lengst undir og
lúmskt. Ég geri suma hluti eins og ef ég brýt
spegil þá hendi ég salti fyrir aftan bak. Ég er
pínu hjátrúarfull en það er ekkert sem háir
mér.
Uppáhaldsútvarpsþáttur? Þegar ég keyri í
vinnuna hlusta ég á Ísland í bítið. Það er það
eina sem ég hlusta á í útvarpinu. Síðan er það
bara pikkið í tölvuborðinu í vinnunni.
Uppáhaldsmatur? Það er tvennt. Kjötsúpan
hans Óla og hamborgarhryggur.
Fallegasti staður? Ísland yfirhöfuð, myndi
ég segja. Það eru svo rosalega margir staðir
sem eru fallegir að það er ósanngjarnt að velja
einhvern einn úr.
Hvað er skemmtilegast? Ætli það sé ekki
bara að vera með fjölskyldunni minni.
Hvað er leiðinlegast? Að vera ekki með
fjölskldunni minni.
Helsti veikleiki? Að kunna ekki að segja nei.
Helsti kostur? Ég er skapgóð nema núna
þegar ég er ólétt, alla vega myndi maðurinn
segja það.
Helsta afrek? Það er að fæða börnin.
Mestu vonbrigði? Þegar maður verður
þekktur í þjóðfélaginu sér maður hvað
mannskepnan getur verið fljót að finna
að fólki. Það kom eins og köld vatnsgusa
framan í mig.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Óli.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Þegar fólk er ótillitssamt og lýgur.
Uppáhaldskvikmynd? Green
Mile.
Uppáhaldsbók? Stóra drauma-
ráðningabókin. Hún er við
hliðina á mér þegar ég sef.
Hvað er mikilvægast? Að vera
trúr sér og sínum. Að reyna
að hugsa vel um alla, þá líður
manni miklu betur. Ef allir myndu
gera það og setja neikvæðnina
lengst ofan í jörðu væri jörðin
aðeins betri staður að búa á.
HIN HLIÐIN ÍRIS KRISTINSDÓTTIR SÖNGKONA
Skapgóð nema þegar ég er ólétt
Amal Tamimi, sem starfar sem fræðslufulltrúi í
Alþjóðahúsinu, byrjar með námskeið í arabísku fyrir
Íslendinga í Alþjóðahúsinu á morgun.
Þetta verður fyrsta námskeiðið í arabísku sem
Amal stendur fyrir en hún hefur undanfarin fjögur ár
verið með námskeið sem kallast Konur og islam. Tíu
manns hafa þegar skráð sig í námskeiðið, sem stendur
yfir í tíu vikur, og segist Amal vera mjög sátt við það.
Hún segir að fólk hafi verið að koma upp að sér og
spyrja hvenær hún ætlaði að kenna arabísku og ákvað
hún að verða við þeim óskum. „Það er rosalega mikill
áhugi á arabaheiminum. Maður heyrir mjög lógískar
spurningar og fólk vill vita meira og meira, ekki bara
það sem er sagt í fjölmiðlum,“ segir Amal. Menning
araheimsins hefur verið Íslendingum lokuð bók en
með aukinni umræðu hefur áhuginn kviknað enda um
auðugan garð að gresja.
Amal kom til Íslands fyrir ellefu árum og líkar
rosalega vel að búa hérna. Aðspurð hvort arabíska sé
ekki erfitt tungumál segir hún það fyrst og fremst
fara eftir hugarfari nemendanna. „Það er erfitt að
læra íslensku líka,“ segir hún og hlær. „Ef þú hefur
áhuga á að læra þá gerirðu þitt besta.“ - fb
Mikill áhugi á arabaheiminum
Sem kunnugt er heimsótti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Strák-
ana á dögunum. Halldór lék á als oddi
og gaf Pétri, Audda og Sveppa ekkert
eftir í grallaraskapnum; tók meðal
annars af sér bindið og tyftaði Strákana
fyrir að vera ekki fínni í tauinu. Þeir
vildu vitaskuld ræða við forsætisráð-
herrann um það sem unga fólkinu þykir
aðkallandi og bar sönghópinn Nylon,
ofurhnakkann Gillzenegger og skemmti-
staðinn Oliver meðal annars á góma.
Umræðuna rak hins vegar fjótlega í
strand þar sem Halldór hafði aldrei
heyrt þessara fyrirbæra getið og vissi
ekki betur en að Nylon-efni væri löngu
dottið úr tísku. Það þarf svo sem ekki
að koma neinum á óvart að formaður
Framsóknarflokksins er ekki gallharður
aðdáandi Nylon eða fastagestur á Oliver,
en að forsætisráðherra hafi
ekki hugmynd um tilvist
einnar vinsælustu popp-
sveitar landsins hlýtur að
vekja upp spurningar
um í hversu góðu sam-
bandi hann er við þjóð
sína og samtíma.
- fgg /- bs
HRÓSIÐ
...fær Oddný Sturludóttir sem
hyggst fara í framboð fyrir
Samfylkinguna og kemur þar
með ungt og ferskt blóð inn í
pólitíkina.
Mynd er að komast á leikhóp kvik-
myndarinnar Mýrin sem leikstýrt
er af Baltasar Kormáki en hún er
gerð eftir samnefndri sögu Arn-
aldar Indriðarsonar og segir frá
rannsóknarlögreglumanninum
Erlendi og samstarfsfólki hans.
Þegar hafa Ingvar E. Sigurðsson,
Elva Ósk Ólafsdóttir og Björn
Hlynur Haraldsson öll verið fengin
til verksins en mikil spenna hefur
ríkt um hvaða stúlka myndi hreppa
hlutverk Evu Lindar, ógæfudóttur
rannsóknarlögreglumannsins. Það
hefur komið í ljós að söng- og leik-
konan Ágústa Eva Erlendsdóttir
hreppir það hlutverk.
Ágústa skaust fram á sjónar-
sviðið með hinni mjög svo skrýtnu
og hrokafullu Silvíu Nótt sem
hefur skemmt áhorfendum Skjás
eins en þessi skrautlega persóna
hlaut Edduverðlaunin sem besti
sjónvarpsmaðurinn. „Hlutverk
Evu Lindar er mjög krefjandi en ég
held að það verði gaman að takast
á við það,“ sagði Ágústa en þetta
er hennar fyrsta kvikmyndahlut-
verk. Ágústu líst vel á meðleikara
sína og er mjög spennt fyrir þessu
verkefni. „Þetta er fyrsta alvöru-
gefna hlutverkið því ég hef alltaf
verið í einhverju trúðshlutverki og
gamanleik,“ bætir leikkonan við og
hlakkar augljóslega til að takast á
við þennan nýja vettvang.
Ágústa var ein fjölmargra leik-
kvenna sem kallaðar voru í prufu
og fór hún í tvær. „Ég keypti mér
reyndar gallabuxur sama dag sem
báru nafnið Eva þannig að tilvilj-
anirnar eru víða,“ segir hún og
hlær. Baltasar taldi Ágústu geta
leyst hlutverkið og segist leikkon-
an treysta innsæi hans. „Þegar
leikarar eru valdir í kvikmynd
snýst þetta ekki um hvort einhver
sé betri en annar heldur hvort
viðkomandi leikari passi í hlut-
verkið.“ útskýrir hún. „Ég er bara
þakklát fyrir að fólk skuli treysta
mér fyrir þessu,“ bætir hún við.
Ágústa er ekki útskrifuð leik-
kona frá skólum hér heima eða
erlendis heldur hefur hún leikið
mikið í gegnum tíðina og lært
mest af því. „Þetta snýst bara um
að sleppa af sér beislinu því leik-
list eru engar heilaskurðlækning-
ar,“ segir leikkonan og hlær. Hún
ætlar þó ekkert að fara kaupa
sér fíkniefni til að komast í meiri
snertingu við þann napurlega
veruleika sem Eva Lind lifir í.
freyrgigja@frettabladid.is
ÁGÚSTA EVA: FRÁ SILVÍU NÓTT TIL EVU LINDAR
Fyrsta kvikmyndahlutverkið í höfn
ÁGÚSTA EVA Hefur landað hinu mjög svo eftirsótta hlutverki Evu Lindar í kvikmyndinni Mýrinni sem miklar væntingar eru gerðar til.
FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
AMAL TAMIMI Amal mun kenna Íslendingum
arabísku á námskeiði sínu sem hefst í dag.
21.05. 1975