Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 80

Fréttablaðið - 22.01.2006, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 F í t o n / S Í A Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 Fullorðinsverð frá:7.995 kr. *Aðra leið með sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum www.icelandexpress.is Sala á flugsætum Iceland Express hefur farið hressilega af stað á nýju ári og augljóst að margir vilja tryggja sér örugg sæti með því að bóka snemma. Við minnum á að flug til sex nýrra áfangastaða hefst í maí og enn eru til spennandi flugsæti á frábæru verði. Gerðu vel við heimsborgarann í þér og skelltu þér út! ÞAÐ GETA ALLIR VERIÐ HEIMSBORGARAR! Bókaðu núna á www.icelandexpress.is! „Þegar maður er búinn að vera mikið í útlöndum þá hugsar maður oft fyrst á útlensku og þýðir það svo yfir á íslensku.“ AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Hvernig væri það ef það mat-vörubúðir hétu ekki neitt? Verðið stæði ekki á vörunum og þú fengir bara einn heildarreikn- ing sendan um mánaðamótin. Þar væri tekið fram hversu mikið af hinu og þessu þú hefðir keypt og hversu mikið þú þyrftir nú að borga fyrir það. Reyndar fengirðu að vita að sumar vörurnar væru ódýrar í sumum búðunum en þú vissir bara ekki hvaða vörur eða í hvaða búðum. Mánaðarlegi matar- reikningurinn frá Búðunum væri í raun bara mánaðarlotterí. ÞETTA myndum við Íslendingar auðvitað aldrei sætta okkur við. Við viljum vita hvað maturinn sem við kaupum kostar. Við kunnum á matvörumarkaðinn. Jóhannes kenndi okkur á hann. En auk þess að vera annálaðir matgæðingar þá finnst okkur líka gaman að tala, aðallega um okkur sjálf auðvit- að og ef enginn er nálægur til að hlusta þá notum við símann. Og þar erum við komin á markað sem við virðumst sætta okkur við að hafa ekki hugmynd um hvað við greiðum fyrir. ÞEGAR símafyrirtækin ákváðu að auðvelda notendum að skipta þeirra á milli með því að bjóða þeim að halda gamla númerinu frá samkeppnisaðilanum, þá virtist það snilldarlausn fyrir neytendur. Fólk þurfti ekki lengur að hringja í alla vini og kunningja sína og til- kynna nýja númerið. Fæstir hafa spáð í að núna er ógerningur að vita hjá hvaða símafyrirtæki við- komandi númer er þegar hringt er í það. Þar af leiðandi er ekki hægt að vita hvað hver og einn er að borga fyrir símtalið, því eins og flestir vita að þá er miklum mun dýrara að hringja í „óvinanúm- er“ samkeppnisaðilans heldur en „vinanúmer“ sama fyrirtækis. Á ég virkilega að þurfa að byrja öll símtöl á því að spyrja viðmæl- anda minn hjá hvaða fyrirtæki hann sé með símaþjónustuna sína ef ég ætla að halda utan um sím- reikninginn minn? Og þó svo að fólk sé hjá einhverju tilteknu fyr- irtæki þennan daginn þá gæti það allt eins skipt þann næsta án þess að tilkynna það mér eða umheim- inum. Er þetta ekki bara nokkuð svipað dæminu hér að ofan með búðirnar? STÓR þáttur í þessu er líka sá að við kunnum ekki við að spyrja. Við erum sett í þá aðstöðu að sætta okkur frekar við „ránið“ heldur en að hljóma eins og nirflar. Er betra að þegja bara, borga og halda „kúlinu“? Hver er hvað? ���������� �����������������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.