Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 47
hús eru annars vegar fer ekki hjá því að sá grunur læðist að mönnum að sölutækninni sé meira en lítið áfátt. Flestir sölubæklingar þessara aðila, ef þeir eru á annað borð til, eru lítt til þess fallnir að auka söl- una. Skipuleg kynningarstarf- semi, ef einhver er, virðist fara framhjá flestum. Sé hringt í þessa aðila og spurt einfaldra spurninga, eins og t.d. hvað ákveöið hús kosti, verða svörin yfirleitt svo loóin aö ekkert er á þeim að græöa, eða þá að gef- ið er upp verð sem ekki innifel- ur þetta, ekki þetta og ekki hitt. Að bent sé á ákveðið hús á ákveðnum stað og sagt: ,,Þetta hús kostaði þetta mikið upp- komið í þessum mánuði,“ yrði bókstaflega að toga út úr ís- lenskum einingahúsaframleið- anda. Eflaust er hægt að af- saka þetta allt með því að bera við fjárskorti, spurningin er bara sú hvort bæta eigi úr því með lögbundnum aógerðum t.d. sem tryggðu einingahúsa- kaupendum dýrari hús? Á sama tíma og eininga- húsaframleiðendur bera sig illa, þ.e. t.d. síðustu 12 mánuði, hefur verið hægt að fara um hverja helgi í eitthvert úthverfi Reykjavíkur og skoða innflutt einingahús, tilbúið með öllum íþróttablaðið Gerist áskrif- endur heimilistækjum, fá þar prent- aða upplýsingabæklinga, ræða við sölumenn sem kunna sitt fag og fá skrifleg tilboð þar sem ekki er verið aö fela ein- hverja greiðsluliði. Sjálfsagt er að benda fólki á að ekki fara alltaf saman útlit og gæöi, jafnvel frágangi kann aö vera ábótavant, þótt það geti alveg eins verió að einhver innflutt hús séu fyllilega sambærileg viö innlend, eða þá að innlenda framleiöslan sé ekki öll 100%. Ef íslensk einingahús eru margfalt betri en innflutt hús þá á að vera hægt að selja þau eins og heitar lummur, sé sölutækni beitt. Þeir framleið- endur sem ekki hafa efni á að stunda eðlilega sölumennsku hafa ef til vill ekki heldur efni á að framleiða einingahús. Von- andi hafa einingahúsafram- leiðendur náð að læra talsvert af innflutningsaðilunum, t.d. hvernig þeir fara að því að ná í kaupendur og ef þeim tekst að tileinka sér þær aðferðir ættu þeir, samkvæmt öllum mark- aðslögmálum, að yfirtaka ein- ingahúsamarkaðinn á næst- unni. Óhætt er að fullyrða að ís- lenskir einingahúsaframleið- endur eru ekki að treysta eigin hagsmuni meö því að afgreiða kaupendur innfluttra húsa sem fífl og að nauósylegt sé að Rannsóknastofnun byggingar- iðnaóarins veröi kölluð til aö hafa eftirlit með því að þetta fólk fari sér ekki að voða. Byggingasjóður ríkisins: Oraunhæf lánsfjáráætlun — vanskil á launaskatti Á ráðstefnu sem haldin var um atvinnuástand í byggingariðnaði 26. mars sl. kom fram í framsögu- erindi Sigurðar Guðmundssonar forstjóra Húsnæðisstofnunar rík- isins að sú stefna ríkisvaldsins að leitast við að fjármagna hús- næðislánakerfið með fjármagni frá lífeyrissjóðunum í landinu hafi beðið skipbrot. Þessi stefna var tekin upp um 1980 og gekk út á að lífeyrissjóðir í landinu keyptu skuldabréf af Byggingarsjóði rík- isins og Byggingarsjóði verka- manna fyrir ákveðinn hluta ráð- stöfunartekna sinna. Sigurður sagði að þrátt fyrir góðan vilja líf- eyrissjóðanna hefðu heimtur orðið mun minni en gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun ríkisstjórnar- innar, en um langa hríð hefði Al- þingi og ríkisstjórn gert ráð fyrir miklu meiri skuldabréfakaupum þessara aðila en orðið hefur í reynd. Á síðasta ári voru keypt af Byggingarsjóði ríkisins skulda- bréf að upphæð 128.9 miljón krónur en gert var ráð fyrir að þannig fengjust 187 miljónir. Af þessum sökum hefði Byggingar- sjóður ríkisins einungis fengið 69% af þeirri upphæð sem reiknað hafi verið með ílánsfjárlögunum. Þá vantar um 58.4 miljónir í Byggingarsjóð verkamanna en stærsti hluti þeirrar fjárhæðar er vegna vanskila á launaskatti. Sem dæmi um hvaða erfiðleika þetta misræmi skapar gat Sigurður þess að í fyrra hefði Byggingar- sjóði verkamanna verið áætlaðar 110 miljónir en heimtur einungis verið 66.8 miljónir eða 61 %. I Ijósi þessa væri Ijóst að Húsnæðis- stofnun ríkisins reiknaði með mun raunsærri tölum en ríkisvaldið, sagði Sigurður Guðmundsson forstjóri að lokum í erindi sínu á ráðstefnunni. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.