Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 49

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 49
nemur Skr. 30.155.- en það er um 54% vaxtabyrðarinnar. Styrkurinn breytist með árunum og er t.d. einungis um 40% vaxtabyrðarinn- ar á 5. árinu. En hvað kostar að búa í húsinu? (gengi 1/4 83. Skr. = 2.834 ísl. Kr.) Tölur gefa án efa besta mynd af þessu dæmi um húsakaup í Sví- þjóð. Fjármögnun þessa raðhúss, en það er úr steinsteyptum ein- ingum og því fylgja heimilistæki svo sem eldavél, uppþvottavél, ís- skápur/frystiskápur, þvottavél og fullfrágengin lóð, gæti farið fram með eftirtöldum hætti: Grunnlán (Bottenlán) Húsnæðislán (Bostadslán) Viðbótarlánx) (Fyllnadslán) 279.782.- Skr. 64.9% kaupverðs 99.803,- “ 23.15 “ 33.238.-“ 7.71 “ Lánsfjármögnun til 20 ára Eigið vinnuframlag (útborgun) 412.823.-“ 95.76% “ 18.177.-“ 4.24% “ Kaupverð hússinsz> 431.000,- 100.00% x) Hér hefur verið reiknað með viðbót- arláni til 20 ára. Flestir taka þetta lán til 15 ára með jöfnum árlegum af- borgunum. Með því móti má fá lánið á nokkru lægri vöxtum. z) Söluverð hússins er 431.000,- Skr. (Þetta er það sem kallast „Produk- tionskostnad). Hinsvegar er fast- eignamat hússins (Pantvárde) ein- ungis 400.000,- Skr. Sú hætta er því fyrir hendi að ef kaupanda tekst ekki að standa í skilum gæti svo farið að hann tapaði 31.000,- Skr., sem þá mætti ef til vill líta á sem afföll eða áhættuþóknun seljandans að hluta, en ákveðinn hluti þessarar upp- hæðar eru lántökugjöld og banka- kostnaður innifalið í söluverði húss- ins. verði og loks s.k. „Fyllnadslán" eða viðbótarlán sem er 33.238.- eða 7.71 % af kaupverði. Þá eru lán til 20 ára orðin 95.76% kaupverðs- ins en það sem eftir stendur, 4.24% eru greidd strax með eigin vinnu. Vextir af þessum tveimur smærri lánum eru 12.75% og 15.75%. Niðurgreiddur húsnæðiskostn- aður I Svíþjóð er kerfið ákaflega flók- ið, bæði er að skattar eru ofboðs- lega háir, við fyrstu sýn, en síóan frumskógur reglna um endur- greiðslu skatta í einu eða öðru formi. Skattaívilnanir vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eru verulegar og þar að auki kemur til húsnæðis- styrkur (bostadsbidrag). Þessi styrkur er mismunandi hár eftir því hvaða tegund og stærð húsnæðis á í hlut og fer einnig eftir því hvort um leigu er að ræða, kaup á fast- eign eða kaup á „íbúðarrétti". í dæminu hér á undan fengi hús- kaupandinn styrk á fyrsta ári sém Samvinna banka og húseiganda lækkar húsnæðiskostnaðinn í dæminu um kaup á raðhúsi í Svíþjóð var húsnæðiskostn- aður mánaðarlega Skr. 3.415.- og þá rekstrarkostnaður húss- ins innifalinn. Þetta þykir nokkuð hátt í Svíþjóð enda hafa Svíar um fleiri kosti að velja. Rétt er þó að taka fram að bið eftir leiguíbúð á hag- stæðum kjörum t.d. 1500 Skr./mán. getur verið löng, jafnvel dæmi þess að fólk sé 6—8 ára á biðlista eftir slíkum íbúðum. Sænskir bankar starfrækja flestir sérstakar húsnæðisdeildir þar sem boðin er sérfræðileg ráð- gjöf í sambandi við kaup og rekst- ur húsnæðis. Þessar deildir ann- ast einnig fyrirgreiöslu í sambandi við kaup á húsnæöi. í sumum til- vikum getur samvinna banka og húseiganda orðið til þess að lækka mánaðarlegan húsnæðis- kostnað verulega. Þegar við segj- um verulega eigum við við lækkun sem nemur 10—15%. Hvernig þetta gerist er nokkuð flókið mál en samkvæmt upplýsingum sem Frjáls verzlun hefur aflað sér hjá Svenska Handelsbanken er um ýmsa mismunandi möguleika að ræða. Bankinn getur boðið breyti- leg ,,plön“ eftir því hvernig fjár- málastaða, fastar tekjur, skatta- flokkun, stærð íbúðar, o.fl. við- komandi húseiganda er. Sem dæmi má nefna hjón sem ákveða að kaupa hús fyrir milligöngu bankans. Bankinn sér þá um að semja við seljandann og í sam- ræmi viö tekjur hjónanna tryggir hann þeim hagstæðasta lánafyrir- komulag. Bankinn annast alla fyrirgreióslu í sambandi við láns- umsóknir, vottorð og annað sem þarf í sambandi við kaupin. Hluti lánanna (t.d. viðbótarlán) kemur frá bankanum sjálfum (8—10% kaupverðs). Þegar reiknað hefur verið út hver mánaðarlegur kostn- aður húseigandans verður og fundið út hlutfall hans af ráðstöf- unartekjum hjónanna getur bank- inn boðið sérstakt sparnaðarfyrir- komulag sem byggist á því að mánaðarlegur húsnæðiskostn- aður sé greiddur inn á sérstakan vaxtareikning og vextirnir koma þá til frádráttar þegar að gjalddaga lána kemur t.d. tvisvar á ári. Með þessu móti er unnt að láta bank- ann sjá að öllu leyti um greiðslur vegna hússins, innheimtu hús- næðisstyrks og annað en lækka jafnframt árlega kostnað vegna húsakaupanna á grundvelli skipu- legs mánaðarlegs sparnaðar. 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.