Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 53

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 53
til umræðu Ástand húsnæðismála skapar efna- hagslegt óöryggi og upplausn Eftir Leó M. Jónsson Þótt fráleitt sé að tala um að kreppa sé á íslandi þegar slær í bakseglið hjá þjóð með hæstu meðaltekjur í veröldinni, vitna auglýsingar um nauðungaruppboð um að greiðslugetu fólks eru takmörk sett. Vaxandi vanskil á öllum svið- um, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum eru sönnun þess að stjórnvöldum hefur ekki tekist að verjast utanaðkomandi áföllum, hvorki hafa varnaraðgerðir verið markvissar né sannfær- andi og sókn vart til umræðu. Einhverjum kann að finnast eitthvað athugavert við áætlunarbú- skap þeirra fjölmörgu fjölskyldna, sem nú eiga húsnæði sitt nánast undir hamrinum á tveggja mánaða fresti. Það vill gleymast að þetta fólk hefur ekki annað til saka unnið en að treysta stjórnmálamönnum til þess að halda í horfinu og sofna ekki á verðinum á meðan það leggði á sig óhemju byrði og vinnu til að komast yfir erfiðasta hjallann — eignast húsnæði og annað sem tilheyrir því lífsformi sem við höfum til- einkað okkur. Og hver sem tilheyrir þeirri kyn- slóð sem nú er miðaldra vill verða fyrstur til að lýsa því fyrir ungu fólki hvers vegna þetta sé ekki lengur hægt?? Alþingiskosningar eru nú afstaðnar og stjórn- málamenn hafa kynnt fólki, það sem þeir kalla, raunhæfar aðgerðir á ýmsum sviðum svo sem í húsnæðismálum. Efnahagslegt öryggi einstaklingsins Því hefur verið haldið fram, en tæplega með réttu, að fyrirkomulag húsnæðismála á fslandi sé einstætt og eigi sér enga hliðstæðu. Hér er átt við þá staðreynd að stærstur hluti íslendinga (sumir hafa fullyrt 80%) eigi sjálfur sitt húsnæði. fslendingar eru svo einangraðir sem þjóð, aö einangrunin sem slík, er ekki viðurkennd. Af þessum sökum verða altækar viðmiðanir meira en lítið hæpnar, ekki síst í sambandi við hús- næðismál. f fyrsta lagi vill það gleymast að Bandaríkin eru samheiti yfir 50 sjálfstæðra ríkja og þar eru ríki með svipað hlutfall einkahús- næðis en mun meira efnahagslegt öryggi ein- staklings þrátt fyrir “félagsleg” afrek sem okkur finnast einstæð og ómissandi, ekki síst vegna einangrunar. Það sem mun líklegra er að sé einsdæmi í veröldinni er fjármögnunarformið sem tíðkast viö öflun húsnæðis á íslandi og það hrikalega félagslega misrétti sem það skapar. Skammtímalán með verðtryggingu eru megin- uppistaóan í fjármögnun fyrstu íbúðar. Engum Bandaríkjamanni dytti í hug að leita til okrara (loan sharks) til þess að fjármagna íbúðarkaup til eigin nota enda er framboð á leiguhúsnæði í Bandaríkjunum meira en í mörgum þeirra landa þar sem mest hefur farið fyrir „félagslegum" framförum. Verðtryggingin, sem nú má heita regla hér á landi, hefur bæði í för meó sér kosti og galla. Aðalgallinn er sá að hún skapar fé- lagslegt misræmi þar sem ungu fólki er gert erf- iðara fyrir við öflun húsnæðis en dæmi er um á síðustu áratugum. Annar gallinn er sá að hún skapar efnahagslegt óöryggi af áður óþekktri stærðargráðu þar sem tímabundin rýrnun lífs- kjara getur orðið til þess að fjöldi fjölskyldna missi húseignir sínará nauðungaruppboðum og verði jafnvel fyrir meiri háttar tjóni efnahagslega. Þetta óöryggi er ein þeirra meinsemda sem mest er áberandi í íslensku þjóólífi og áhrifa þess gætir langt útfyrir þau mörk sem greind verða með óyggjandi efnahagsstærðum eða k hagtölum en þar er átt við þær afleiðingar sem wl fram koma í fjölskyldulífi svo sem skilnaðir, W andleg og líkamleg vanlíðan og veikindi, streita, f 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.