Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 57

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 57
lur í bílainnflutningi 1974, kemur í Ijós aó verulegar sveiflur hafa verið í honum, eins og áður var getió um. Árið 1974 var metár í bílainnflutn- ingi almennt hér á landi. Sam- tals voru fluttir inn 8.947 nýir fólksbílar og seldir á því ári. Reyndar voru fluttir inn nokkru fleiri en þeir voru síðan seldir árið 1975. Það var hins vegar algert hrun í bílainnflutningi árið 1975. Það ár seldust aö- eins 2.888 nýir fólksbílar og þar af voru fjölmargir þeirra fluttir inn á árinu 1974. Á árinu 1976 jókst innflutn- ingur á nýjum fólksbílum um tæplega 36%, þegar alls voru fluttir inn og seldir 3.924 nýir fólksbílar. Fjöldinn náði þó ekki helmingi þess, sem var á árinu 1974. Hin jákvæða þróun hélt áfram á árinu 1977, þegar inn- flutningur jókst um 72% og var 6.750 bílar. Áfram var um aukningu að ræða á árinu 1978 þegar alls voru fluttir inn og seldir 7.659 nýir fólksbílar hér á landi. Aukningin milli ára var um 13,5%. Árið 1979 varð svo um 7% samdráttur í sölu og innflutn- ingi nýrra fólksbíla, en endan- leg tala var 7.125. Samdrátt- urin varð ekki langvinnur, því árið 1980 voru fluttir inn og seldir samtals 7.566 nýir fólks- bílar, eða um 6,2% fleiri en árið á undan. Þessi sama þróun hélt enn áfram á árinu 1981, þegar alls voru fluttir inn og seldir 8.509 nýir fólksbílar. Aukningin milli áranna 1981 og 1980 var um 12,5%. Innflutn- ingur og sala nýrra fólksbíla stóð síðan nokkurn veginn í stað á síðasta ári, þegar upp var staöið í árslok var heildar- talan 8.574 nýir fólksbílar. Aukningin milli ára var tæplega 1%. Þó erfitt sé að fullyrða neitt um fjöldann á yfirstandandi ári eru þó allir sammála um að verulegur samdráttur mun eiga sér stað í innflutningi og sölu á nýjum fólksbílum. Innflytjend- ur, sem FV ræddi við voru sammála um, að samdrátturinn yrði á bilinu 30—50%. Ástæður þessa mikla fyrirsjáanlega samdráttar er auðvitað hið 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.