Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 73

Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 73
Rokksveitin Singapore Sling er að leggja lokahönd á lag sem verður á væntanlegri safnplötu með lögum eftir bandarísku hljómsveitina The Monks, sem var hvað þekkt- ust á sjöunda áratugnum. Lagið nefnist I Hate You og er það sama og rokksveitin The Fall tók eitt sinn upp á sína arma. Auk Singa- pore Sling munu þekktar sveitir á borð við The White Stripes og Jon Spencer Blues Explosion eiga lög á safn- plötunni, sem er væntanleg í sumar. Sam- hliða plötunni kemur út glæný heimildamynd um The Monks. Hljómsveitin The Monks var stofnuð af fimm bandarískum hermönnum í bækistöðvum hers- ins í Þýskalandi árið 1964. Gaf hún út sína fyrst og einu plötu, Black Monk Time, tveimur árum síðar. „Ég hef verið aðdáandi þeirra í nokkur ár,“ segir Henrik Björn- son, forsprakki Singapore Sling. „Þetta er eitt af þessum „sixtís költböndum“. Þetta er ekki fræg hljómsveit en fólk sem hefur áhuga á svona tónlist veit hvaða hljómsveit þetta er,“ segir hann. „Það er mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu.“ Singapore Sling gaf nýver- ið út plötuna Taste the Blood of Singapore Sling sem hefur fengið fínar viðtökur. Sveitin ætlar að spilar hér heima í næsta mánuði en hyggur einnig á tónleikahald í Berlín og hugsanlega víðar í Evr- ópu. -fb Á safnplötu með The White Stripes Hefur sé› DV í dag? flú Stóra Eurovision- málið í hnút Krísufundur hjá Birgittu 2x10-lesið 7.2.2006 20:59 Page 1 Gömlu hundarnir í Rolling Stones spiluðu í hléi á hinum vinsæla Super Bowl-úrslitaleik í Detroit í Banda- ríkjunum á sunnudag. Framganga þeirra þótti kraftmikil en nokkur laganna sem þeir fluttu voru rit- skoðuð. Sjónvarpsmenn álitu tvo af textum sveitarinnar. Start Me Up og Rough Justice, vera of kynferð- islega og djarfa til að hægt væri að sýna þá á skjánum og voru þeir því ekki sýndir. Hins vegar voru engar athugasemdir gerðar við texta lags- ins, (I can´t get no) Satisfaction. Sjónvarpsstöðin ABC segir að þess- ar breytingar á dagskrá sveitarinn- ar hafi verið í höndum yfirstjórnar NFL-deildarinnar og framleiðenda hennar. Talið er að um 65.000 manns hafi hlýtt á hljómsveitina auk sjón- varpsáhorfenda. Vinsælar stórstjörnur eru gjarn- an fengnar til að troða upp í hálfleik og má þar nefna Janet Jackson, Sir Paul McCartney og U2. ■ Rollingar ritskoðaðir SINGAPORE SLING Hljómsveitin Singapore Sling á lag á nýrri safnplötu sem kemur út síðar á árinu. HENRIK BJÖRNSSON. elísabet vill bara ánægða viðskiptavini. þess vegna getur þú hætt hjá henni þegar þú vilt. hún er bara þannig skjaldbaka. Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.