Fréttablaðið - 16.02.2006, Síða 36
[ ]Sund er mjög góð alhliða hreyfing. Það er líka notalegt að slappa af í heitu pottunum eftir góðan sundsprett og slaka á öllum vöðvum líkamans.
- kvef
- ofnæmi
- eyrnabólga
- ennis og
kinnholusýking
Fæst í apótekum
Ég nota Sterimar, það hjálpar
Mataræði grunnskólanema var
umræðuefni málþings Náttúru-
lækningafélags Íslands nú í
vikunni.
„Hversvegna á að bjóða upp á
heitan mat í skólum?“ spurði
Sigurveig Sæmundsdóttir, skóla-
stjóri Flataskóla í Garðabæ, í
erindi sínu á málþingi NFÍ og svar-
aði spurningunni jafnhraðann:
„Jú, vegna þess að það er börn-
unum bráðnauðsynlegt til að þau
hafi orku og þrek til að komast í
gegnum daginn.“ Hún taldi marg-
sannað að sterk tengsl væru milli
góðs morgunverðar og einbeiting-
ar og árangurs í námi og hið sama
gilti í sambandi við hádegisverð-
inn. Sigurveig talar af reynslu
því þetta er annar veturinn sem
börnum er boðið upp á heitan mat
í hádeginu í hennar skóla og hún
telur það gott innlegg í skólabrag-
inn. „Það er greinilegur munur á
líðan barnanna og svo er margt
sem þau læra í sambandi við mat-
inn,“ sagði hún og nefndi í því
sambandi tillitssemi, borðsiði og
ýmsan fróðleik um fæðuna. Í máli
hennar og fleiri fundarmanna kom
fram að það væru einkum yngri
árgangar grunnskólans sem nytu
skólamáltíðanna því eldri börnin
kysu frekar að kaupa sér eitthvað
í sjálfsölum og sjoppum og lifðu
yfirleitt á lakara fæði. Sigurveig
taldi góðar matarvenjur úr leik-
skólunum að skila sér upp í yngri
bekkina og kæmu vonandi til með
að þróast áfram upp í þá eldri
eftir því sem árin liðu.
Laufey Steingrímsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Lýðheilsustöð, var ekki í
vafa um gildi góðra og hollra skóla-
máltíða og benti meðal annars á
að þær væru ekki bara innbyrðing
næringarefna heldur skemmti-
leg félagsleg athöfn. Samkvæmt
alþjóðlegri könnun borða íslensk
ungmenni oftast morgunverð af
öllum sem þátt tóku en hins vegar
eru þau í lægsta þrepi þegar
ávaxta- og grænmetisneysla er
könnuð. Einungis um fjörutíu pró-
sent fimmtán ára unglinga borða
einhverja ávexti á degi hverjum
og innan við helmingurinn græn-
meti. Góðu fréttirnar eru þær að
gosneysla fer heldur minnkandi.
En það gerir lýsisneyslan líka að
því er fram kom í máli Ingibjargar
Gunnarsdóttur, dósents í næring-
arfræði. Samkvæmt neyslukönn-
un taka innan við fimm prósent
fimmtán ára barna lýsi. Sláandi
tölur um aukna þyngd íslenskra
barna komu fram í máli Erlings
Jóhannssonar, dósents við íþrótta-
fræðasetur KÍ. Á sex árum, frá
1998 til 2004, jókst meðalþungi sex
ára barna hér á landi um hálft kíló
og offita er vaxandi vandamál.
Jón Gnarr sló í gegn með
skemmtilegu erindi og athyglis-
vert var að heyra hann lýsa góðu
heilsufari aldraðs föður síns sem
lifði á súrmeti og sel framan af
ævi og leit ekki ávöxt fyrr en um
tvítugt.
Sterk tengsl milli góðs
matar og námsárangurs
Sigurveig skólastjóri í Flataskóla í ræðustól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Margir sýndu áhuga á mataræði grunnskólabarna.
Gott mataræði á leikskólum skilar lystugri nemendum í grunnskólana. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI