Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 36
[ ]Sund er mjög góð alhliða hreyfing. Það er líka notalegt að slappa af í heitu pottunum eftir góðan sundsprett og slaka á öllum vöðvum líkamans. - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking Fæst í apótekum Ég nota Sterimar, það hjálpar Mataræði grunnskólanema var umræðuefni málþings Náttúru- lækningafélags Íslands nú í vikunni. „Hversvegna á að bjóða upp á heitan mat í skólum?“ spurði Sigurveig Sæmundsdóttir, skóla- stjóri Flataskóla í Garðabæ, í erindi sínu á málþingi NFÍ og svar- aði spurningunni jafnhraðann: „Jú, vegna þess að það er börn- unum bráðnauðsynlegt til að þau hafi orku og þrek til að komast í gegnum daginn.“ Hún taldi marg- sannað að sterk tengsl væru milli góðs morgunverðar og einbeiting- ar og árangurs í námi og hið sama gilti í sambandi við hádegisverð- inn. Sigurveig talar af reynslu því þetta er annar veturinn sem börnum er boðið upp á heitan mat í hádeginu í hennar skóla og hún telur það gott innlegg í skólabrag- inn. „Það er greinilegur munur á líðan barnanna og svo er margt sem þau læra í sambandi við mat- inn,“ sagði hún og nefndi í því sambandi tillitssemi, borðsiði og ýmsan fróðleik um fæðuna. Í máli hennar og fleiri fundarmanna kom fram að það væru einkum yngri árgangar grunnskólans sem nytu skólamáltíðanna því eldri börnin kysu frekar að kaupa sér eitthvað í sjálfsölum og sjoppum og lifðu yfirleitt á lakara fæði. Sigurveig taldi góðar matarvenjur úr leik- skólunum að skila sér upp í yngri bekkina og kæmu vonandi til með að þróast áfram upp í þá eldri eftir því sem árin liðu. Laufey Steingrímsdóttir, sviðs- stjóri hjá Lýðheilsustöð, var ekki í vafa um gildi góðra og hollra skóla- máltíða og benti meðal annars á að þær væru ekki bara innbyrðing næringarefna heldur skemmti- leg félagsleg athöfn. Samkvæmt alþjóðlegri könnun borða íslensk ungmenni oftast morgunverð af öllum sem þátt tóku en hins vegar eru þau í lægsta þrepi þegar ávaxta- og grænmetisneysla er könnuð. Einungis um fjörutíu pró- sent fimmtán ára unglinga borða einhverja ávexti á degi hverjum og innan við helmingurinn græn- meti. Góðu fréttirnar eru þær að gosneysla fer heldur minnkandi. En það gerir lýsisneyslan líka að því er fram kom í máli Ingibjargar Gunnarsdóttur, dósents í næring- arfræði. Samkvæmt neyslukönn- un taka innan við fimm prósent fimmtán ára barna lýsi. Sláandi tölur um aukna þyngd íslenskra barna komu fram í máli Erlings Jóhannssonar, dósents við íþrótta- fræðasetur KÍ. Á sex árum, frá 1998 til 2004, jókst meðalþungi sex ára barna hér á landi um hálft kíló og offita er vaxandi vandamál. Jón Gnarr sló í gegn með skemmtilegu erindi og athyglis- vert var að heyra hann lýsa góðu heilsufari aldraðs föður síns sem lifði á súrmeti og sel framan af ævi og leit ekki ávöxt fyrr en um tvítugt. Sterk tengsl milli góðs matar og námsárangurs Sigurveig skólastjóri í Flataskóla í ræðustól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margir sýndu áhuga á mataræði grunnskólabarna. Gott mataræði á leikskólum skilar lystugri nemendum í grunnskólana. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.