Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 6
6 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR Félagar í Vildarþjónustu fá allt að 30.000 kr. afslátt af utanlandsferðum Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópudómstóll- inn, sem er æðsti dómstóll Evr- ópusambandsins, komst í gær að þeirri niðurstöðu að samkomulag um að evrópsk flugfélög afhendi persónuupplýsingar um farþega sína stæðist ekki lög Evrópusam- bandsins. Bandarísk stjórnvöld segja bráðnauðsynlegt að þau fái þessar til þess að verjast árásum hryðju- verkamanna. Þau hóta því að flug- félög, sem ekki afhenda þessar upplýsingar, greiði háar sektir og missi lendingarleyfi í Bandaríkj- unum. Evrópuþingið kærði þetta fyr- irkomulag til Evrópudómstólsins á þeim forsendum að gögnin myndu ekki njóta nægilegrar verndar hjá bandarískum stjórnvöldum. Flugleiðir hafa, eins og önnur evrópsk flugfélög, farið að kröfum Bandaríkjanna um miðlun þess- ara upplýsinga. Persónuvernd ósk- aði á sínum tíma eftir skýringum frá Flugleiðum vegna þess og ætlar að fylgjast grannt með fram- vindu málsins í kjölfar þessa dóms. „Nú fer væntanlega í gang mikil umræða innan Evrópusam- bandsins um þetta mál,“ segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd. „Árið 2004 var gerður samn- ingur milli Bandaríkjanna og Evr- ópusambandsins um að evrópsk flugfélög mættu miðla þess- um upplýsingum til Banda- ríkjanna,“ segir Þórður, en sá samningur var byggður á því skilyrði að Bandaríkin myndu sjá til þess að upplýsingarnar fengju næga vernd til þess að það fullnægði kröfum Evrópusam- bandsins um persónuvernd. Í úrskurði Evrópudómstólsins er ekki tekin afstaða til þess hvort Bandaríkin fullnægi þessum per- sónuverndarkröfum, heldur var samkomulagið dæmt ógilt á þeim forsendum að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ekki haft lagalega heimild til þess að leyfa flugfélögunum að miðla upp- lýsingum um farþega sína til Bandaríkjanna. Embættismenn bæði Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna sögðust þó í gær bjartsýnir á að lausn fyndist áður en tilskilinn níutíu daga frestur rennur út í lok september. „Hugs- anlega verður gripið til sérstakra ráðstafana til að veita framkvæmdastjórn- inni heimild til að taka ákvörðun í málinu,“ segir Þórður. gudsteinn@frettabladid.is FARÞEGAR Á FLUGVELLI Í LONDON Evrópskum flugfélögum er óheimilt að veita bandarísk- um yfirvöldum persónuupplýsingar um farþega á leið til Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Flugfélög mega ekki veita upplýsingar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins var óheimilt að leyfa evrópskum flug- félögum leyfi til að senda bandarískum stjórnvöldum persónuupplýsingar um farþega sína. Persónuvernd ætlar að fylgjast með þróun málsins. ICELANDAIR Íslensk flugfélög hafa veitt Bandaríkjamönnum upplýsingar um farþega. „Það hlýtur að vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið að sér að tryggja völd Framsókn- arflokksins í íslensku samfélagi þrátt fyrir að lýðræðislegt umboð flokksins sé mjög lítið,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar. Þetta hljóti að vera umhugsunarefni fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Í svipaðan streng tekur Stein- grímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, sem segir þessa flokka hafa minnihluta kjósenda í Reykjavík á bak við sig. „Tapar- arnir í Reykjavík ætla að vinna saman,“ segir hann og skilur ekki að „Framsóknarflokkurinn haldi áfram að troða þennan sjálfseyð- ingarstíg“. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, efast um heilindi sjálfstæðismanna og að það hafi einungis tekið þrjá tíma að koma saman nýjum meirihluta með Framsóknarflokknum. Aðspurður hvort þetta muni hafa áhrif á mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í framtíðinni segir Guðjón það fara eftir málefn- um eins og verið hefur. Ingibjörg Sólrún segir það held- ur dapurlegt fyrir hið pólitíska landslag að ríkisstjórnin sé komin inn í ráðhús Reykjavíkur. Sá mögu- leiki hafi klárlega verið til staðar að mynda meirihluta án Sjálfstæð- isflokksins. Steingrímur segir að F-listinn hafi slátrað möguleikan- um á slíku samstarfi. - bg Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna nýjan meirihluta í Reykjavík: Með minnihluta atkvæða FORMENN STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKANNA Telja að niðurstaðan í Reykjavík muni þjappa stjórnarandstöðunni saman á landsvísu. KOSNINGAR J-Listinn, listi óháðra á Dalvík sem Svanfríður Jónasdóttir leiðir, er kominn í lykilstöðu eftir að viðræður vinstri grænna, framsókn- armanna og Sjálf- stæðisflokks runnu út í sandinn. Svan- fríður segir alla möguleika skoðaða en ekkert frétt- næmt af viðræðum enn. J-listinn fékk tæp 42 prósent atkvæða á Dalvík, Framsóknarflokkurinn tæp 24 pró- sent, Sjálfstæðisflokkur 17 og vinstri grænir tæp 18 prósent. - gag Viðræður út um þúfur: Óháðir í lykil- stöðu á Dalvík SVANFRÍÐUR INGA JÓNSDÓTTIR Ferð til Litháen Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í Litháen. Þar mun hann taka þátt í ársþingi samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Forsetinn mun flytja setningarræðu ásamt forseta Litháen, Valdas Adamkus, á morgun. Þá mun forseti einnig eiga viðræður við sérfræðinga, sveitarstjórnarmenn og áhrifaaðila víða að úr Evrópu um aðferðir sem reynst hafa vel í baráttunni gegn fíkniefnum. Ólafur Ragnar tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá meðan á heimsókninni stendur. FORSETI ÍSLANDS KJÖRKASSINN Ertu ánægð(ur) með nýja borgar- stjórann í Reykjavík? Já 38% Nei 62% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu í ferðalag um hvítasunn- una? ALÞINGI Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar í gær meðferð meiri- hluta iðnaðarnefndar á frumvarpi iðnaðarráðherra um nýsköpun, byggðaþróun og tæknirannsóknir. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, kvaddi sér hljóðs um málið og sagði formann nefndar- innar hafa neitað umfjöllun um fram komnar breytingatillögur á frumvarpinu. Fyrir lægi að 108 mál biðu afgreiðslu frá ríkis- stjórninni sem væru í biðstöðu vegna frumvarpsins. Helgi Hjörvar, Samfylking- unni, taldi að ríkisstjórnin hefði reynt að neyða Einar Odd Kristjánsson, varamformann iðn- aðarnefndar, til fylgis við frum- varpið, en hann mætti ekki á fund nefndarinnar á mánudag. „Það er í andstöðu við hugsjónina um lýð- ræði og þingræði.“ Helgi sagði jafnframt að allir sem um frum- varpið hefðu fjallað teldu það ótækt. „Þetta eru ótrúleg hrossa- kaup,“ sagði Ögmundur Jónasson þingmaður vinstri grænna og bætti við að áhersla væri lögð á að afgreiða gælumál iðnaðar- og menntamálaráðherra meðan órædd væru brýn efnahagsmál. „Stjórnarandstaðan hefur ein- sett sér að stöðva þetta mál. Það er sannleikurinn í málinu,“ sagði Birkir J. Jónsson, formaður iðn- aðarnefndar. - jh Stjórnarandstæðingar vilja stöðva málið segir formaður iðnaðarnefndar: Deilt á breytingar Valgerðar VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR- RÁÐHERRA Stjórnarandstæðingar segja ráðherra hafa algert vald yfir þinginu. Fundað í Árborg Sjálfstæðismenn í Árborg ræddu við Samfylkingu og Framsóknarflokk í gær um myndun hugsanlegs meirihlutasamstarfs. Sjálf- stæðisflokkur fékk fjóra menn kjörna og þarf tvo menn annars hvors flokksins til að mynda meirihluta. Samfylking, Fram- sóknarflokkur og Vinstri-græn ræddu saman fyrst um myndun meirihluta en upp úr viðræðunum slitnaði í gær. Ástæðuna segir oddviti Vinstri grænna vera ósamkomulag um byggingu skóla í sveitarfélaginu. KOSNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.