Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 10
10 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR ÚTFLUTNINGUR Heildarútflutningur á lambakjöti til Bandaríkjanna dróst saman á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Árið 2003 var heild- arútflutningur rúm 72 tonn en jókst töluvert árið 2004 en þá var hann tæp 105 tonn. Í fyrra var hann hins vegar rúm 96 tonn en útflutningur á nýju lambakjöti minnkaði nokkuð á milli áranna 2004 og 2005. Frá árinu 2003 hefur útflutn- ingur á frystu kjöti minnkað veru- lega en síðustu tvö ár hefur verið lögð meiri áhersla á útflutning fersks kjöts. Árið 1995 var átaksverkefnið Áform sett af stað á vegum íslenskra yfirvalda. Markmið verkefnisins er að auka útflutn- ing íslenskra afurða og hafa stjórnvöld lagt fram 25 milljónir á ári til verkefnisins síðan 1995 en verkefnið er til ársins 2010. Heildar útflutningsverð (FOB verð) í íslenskum krónum lækk- aði nokkuð á milli áranna 2004 og 2005 eða úr 67 milljónum í 56 milljónir. Gengi íslensku krón- unnar var óvenju hátt á síðasta ári en slíkt ástand veldur útflutn- ingsgreinum erfiðleikum þar sem færri krónur fást fyrir vör- una. Að sögn Baldvins Jónssonar, verkefnisstjóra Áforms, er skort- ur á lambakjöti skýringin á minnkandi útflutningi til Banda- ríkjanna. Hann telur að útflutn- ingur þessa árs verði svipaður og á því síðasta vegna lítils fram- boðs. Til þess að leysa vandann verði að auka framleiðslu á næstu fimm árum. Núna eru um sjö þúsund tonn framleidd hér á landi en fyrir fimmtán árum voru það um ell- efu þúsund tonn. - gþg Útflutningur á lambakjöti til Bandaríkjanna dregst saman í magni og verðmæti : Lítið flutt út vegna kjötskorts REYKJAVÍK Nýting bílahúsanna í miðborg Reykjavíkur nálgast hámark. Sum húsin ná ekki að anna eftirspurn nógu vel og önnur nálgast hraðbyri hámarksnýtingu, samkvæmt nýrri skýrslu um nýt- ingu bílastæðahúsa sem Bíla- stæðasjóður hefur látið gera. Fleiri bílastæði vantar. Staðan er sérstaklega slæm í fjórum bílahúsum, Vesturgötu 7, Ráðhúskjallaranum, Tjarnargötu- stæðum og Stjörnuporti. Nýting bílahúsanna við Hverfisgötu, Traðarkots og Vitatorgs, hefur aukist hratt síðustu misseri en nýting Kolaports og Bergstaða stendur nokkurn veginn í stað. Stefán Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að nýtingin hafi aukist mest í Vitatorgi og Traðarkoti, þar hafi orðið stökk í vetur. Uppbyggingar- verkefni með bílakjöllurum séu fyrirsjáanleg í austurborginni en samt vanti fleiri stæði. Einnig í Kvosinni. „Það eru 2.000 bílastæði á leið- inni kringum ráðstefnu- og tónlist- arhúsið sem verður tekið í notkun 2009 og eitthvað af þeim stæðum verður kannski komið í notkun áður en það verða vandræði með stæði þangað til og á framkvæmda- tíma mun stæðum fækka í Kvos- inni,“ segir hann. Hægt er að stýra eftirspurn eftir bílahúsunum með gjaldskrár- breytingu en ekkert slíkt er í bígerð. - ghs Fleiri bílastæði vantar í miðborg Reykjavíkur næstu árin: Bílahúsin eru að verða full ÍSLENSKT KJÖT Í BANDARÍKJUNUM Mikil eftirspurn veldur því að útflutningur dregst saman FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRN ÁSTRALÍA Ástralskur maður hefur verið ákærður fyrir að setja 13 mánaða telpu í þurrkara í nokkrar mínútur, eftir að hún hellti niður á sig, kom fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Maðurinn, sem er 21 árs, var að passa barn unnustu sinnar á meðan hún brá sér í líkamsrækt, að sögn lögreglu. Þegar hún kom heim aftur, var barnið illa brunnið og með áverka. Hún fór með telpuna til læknis, sem hafði samband við lög- reglu. Manninum hefur verið sleppt úr haldi gegn lausnargjaldi, en er bannað að hafa samband við móður barnsins. Læknar búast við því að telpan nái sér af áverkunum. - smk Sakamál í Ástralíu: Setti smábarn- ið í þurrkara BÍLAHÚS Um 2000 ný bílastæði í tónlistar- húsinu verða tekin í notkun árið 2009.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.