Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 18
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur ir Bush sjálfs afar íhaldssamar og hann ekki opinn fyrir þeim spenn- andi möguleikum sem bjóðast til dæmis hvað varðar stofnfrumu- rannsóknir sem gefa afar góð fyr- irheit. Slíkt er ekki lengur vel séð og fjármagn því vandfundið.“ Þegar hjónunum barst tilboð frá hátæknivísindastofnun í Singapúr, Institute of Molecular and Cell Biology, og þau urðu vitni að þeim stórhug sem einkenndi ekki aðeins það fyrirtæki heldur einnig stjórn- völd í landinu hvað áherslu á mann- auð snerti leið ekki á löngu áður en þau tóku sitt hafurtask. „Við gætum vart verið ánægðari,“ útskýrir Jenkins. „Ólíkt því sem gerist ann- ars staðar er nægt fjármagn fyrir hendi sem er mikilvægt enda krabbameinsrannsóknir og reynd- ar allar rannsóknir dýrar. Í Banda- ríkjunum þurfum við sjálf að miklu leyti að tryggja það fjármagn en í Singapúr getum við einbeitt okkur hundrað prósent að því sem við gerum best; að rannsaka krabba- mein.“ Mýs og menn Áhugi hjónanna beggja hefur um langt skeið beinst að krabba- meinsrannsóknum en tíðni þess fer ört vaxandi í öllum hinum vestræna heimi. „Þar sem við getum eðlilega ekki gert rann- sóknir á fólki eru mýs besti kost- urinn. Genamengi þeirra er vel þekkt og skráð og þær eru nánast eftirprentun af manninum. Með breytingum á erfðafræðilegum þáttum þeirra er hægt að ná fram viðbrögðum og rannsaka í kjölfar- ið flesta þá sjúkdóma sem á okkur herja. Ef vel tekst til er hægt að vinna að betri úrræðum fyrir sjúklinga og jafnvel kanna hvort meðferð og síðar lækning sé möguleg.“ Lækning við krabbameini Hversu langt er í að lækning finn- ist við krabbameini? Svar Cope- lands gefur ekki tilefni til bjart- sýni. „Það fer eftir því hvaða krabbamein er verið að tala um. Tegundir þess eru fjölmargar og hvert þeirra er sérstakt og þarfn- ast sérhæfðra lyfja. Ekkert eitt lyf dugar í baráttu við krabbamein heldur verður að nota blöndu af lyfjum og vísindin almennt eru enn of skammt á veg komin til að finna lausnir á þessu heilbrigðisvanda- máli.“ Auðlegð í menntun Þau Copeland og Jenkins eru án efa meðal virtustu vísindamanna sem komið hafa hingað til lands og koma þeirra verður að teljast fjöð- ur í hatt rektors Háskóla Íslands, Kristínar Ingólfsdóttur, sem vill koma HÍ í röð fremstu háskóla heims. Spurð um hvort slíkt sé mögulegt fyrir svo lítinn skóla í litlu landi benda þau á að Singapúr hafi ekki alls fyrir löngu verið eitt fátækasta ríki heims en sé nú mest spennandi staður heims fyrir visindamenn. „Háskólinn hér getur þetta líka en til þess þarf gríðarlega peninga og stjórnvöld verða að styðja slíkt framtak með ráð og dáð og miklum peningum. Hæfir vísindamenn fara þangað sem peningarnir eru því það auð- veldar þeim að vinna að hugðar- efnum sínum. Aðeins þannig kom- ast háskólar til metorða. FRÉTTAVIÐTAL ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON albert@frettabladid.is Svona erum við ÁRSFUNDUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Boðað er til ársfundar Háskóla Íslands, miðvikudaginn 7. júní kl. 11.00. Fundurinn fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu. Dagskrá 1. Starfsemi síðasta árs 2. Reikningsskil Háskólans fyrir árið 2005 3. Önnur mál Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands Lög um nálgunarbann hafa verið gagnrýnd síðustu daga þar sem úrræðið þykir ekki veita fórnarlömbum ofbeldismanna þá vernd sem því var ætlað. Lögin eru sex ára gömul og þykir slæmt að ekki sé hægt að taka þá sem gerast brotlegir við bannið strax úr umferð. Í staðinn er sá kærður og fær málið hefðbundna meðferð fyrir dómstólum og getur tekið allt að mánuð að dæma í því. Hvenær er bannið leyft? Heimilt er að leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann, ef rökstudd ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á. Þegar krafist er nálgunarbanns verður í því sambandi að vera rökstudd vísbend- ing þess efnis að viðkomandi sé ofsóttur eða ógnað af þeim sem krafan um nálgunarbannið snýst um. Hver krefst bannsins? Það er lögreglan sem krefst þess fyrir dómi að einhver tiltekinn einstaklingur skuli sæta nálgunarbanni en megin- reglan er sú að krafa verði ekki uppi höfð nema vegna beiðni þess sem njóta skal verndar. Sú meginregla er þó ekki undantekningalaus þar sem lögregla getur upp á sitt einsdæmi krafist nálgunarbanns ef það þykir nauðsynlegt. Eftir að lögregla krefst nálgunarbanns er það dómara að ákveða stað og stund þinghalds til þess að taka kröfuna fyrir og gefur hann þar næst út kvaðningu á hendur þeim sem krafan beinist að. Hvaða rétt hefur gerandinn? Þegar krafan er tekin fyrir, kynnir dómari kröfuna á hendur þeim sem hún beinist að svo viðkomandi geti tjáð sig um hana og hreyft við andmælum. Getur dómari veitt viðkomandi frest til þess, en þó ekki lengur en til tveggja sólarhringa. Eftir það sker dómari úr um hvort viðkomandi sæti nálgunarbanni eða ekki. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands og Upplýsingabæklingur fyrir þolendur afbrota. FBL-GREINING: NÁLGUNARBANN Ofbeldisseggurinn bíður dómsins Ný væntingavísitala Gallup kom út í vikunni en samkvæmt henni er aukin svartsýni meðal landsmanna. Vísi- talan mældist núna undir 100 stigum en það hefur ekki gerst síðan í desember 2002. Guðni Rafn Gunnarsson, ráðgjafi í markaðs- og hagrannsóknum hjá IMG Gallup, segir að erfitt sé að spá fyrir um þróun vísitölunnar. Til hvers er mælingin? Mælingin er gerð til að spá fyrir um hvernig einkaneysla almennings þróast. Mæling er gerð í hverjum mánuði og eru neytendur spurðir um væntingar til ástands í atvinnu- og efnahagsmál- um og eru niðurstöðurnar notaðar við útreikning vísitölunnar. Af hverju er breyting núna? Margir þættir hafa áhrif á vísitöluna, til dæmis verðbólga og gengisþróun. Vísitalan er byggð á fimm þáttum, en þeir eru mat á núverandi efnahagsaðstæðum, væntingar til efnahagslífsins eftir sex mánuði og til heildartekna heimilisins eftir sex mánuði, væntingar til ástands í atvinnumálum eftir hálft ár og loks mat á núverandi ástandi í atvinnumál- um. Vísitalan verður næst gefin út í lok júní. Þá verður forvitnilegt að sjá hvort neytendur verða bjartsýnni. SPURT & SVARAÐ VÆNTINGAVÍSITALAN Neytendur eru svartsýnir GUÐNI RAFN GUNNARSSON Bandarísku hjónin Neal G. Copeland og Nancy A. Jenk- ins eru í fremstu röð þeirra vísindamanna sem starfa að krabbameinsrannsókn- um. Þau eru nú stödd hér á landi og héldu fyrirlestra við Háskóla Íslands í gær. Í viðtali við Fréttablaðið eru þau ómyrk í máli um stefnu Bush-stjórnarinnar í málefnum vísinda og rann- sókna. Vegna þeirrar stefnu yfirgáfu hjónin heimahag- ana og settust að í Singapúr, þar sem þau stunda rann- sóknir við bestu aðstæður. Það eru störf þeirra að krabba- meinsrannsóknum sem hafa komið hjónunum á kortið og í heimi þar sem virðing kollega fer að mestu eftir fjölda birtra vís- indagreina í fagblöðum standa þeim fáir á sporði með alls rúm- lega 700 slíkar greinar birtar. Að baki hverri einustu þeirra liggja tímafrekar, kostnaðarsamar og erfiðar rannsóknir. Skilningsleysi stjórnvalda Það vakti mikla athygli innan vís- indageirans þegar hjónin ákváðu nýlega að hætta störfum fyrir Krabbameinsfélag Bandaríkjanna, National Cancer Institute, eftir áratuga starf og flytja til Singapúr. Það er ekki á hverjum degi sem fremstu vísindamenn heims taka slíka ákvörðun en aðspurður segir Copeland að sú ákvörðun hafi verið auðveld. Mikið skilningsleysi ríki hjá núverandi stjórnvöldum á rannsóknum vísindamanna og nauðsyn þess að fjármagna þær rannsóknir. „Mikið breyttist eftir að George W. Bush komst til valda. Fjármagn var skorið verulega niður til rannsókna og ekki aðeins á okkar vettvangi heldur almennt. Takmarkanir voru settar hvað rannsóknir varðaði enda hugmynd- Í HÓPI MERKUSTU VÍSINDAMANNA SAMTÍMANS Lífvísindamennirnir Neal G. Copeland og Nancy A. Jenkins eru í farar- broddi krabbameinsrannsókna í heiminum. Þau deildu visku sinni og reynslu með áhugasömum í Háskóla Íslands og munu heimsækja rannsóknarstofnanir og fyrir- tæki á meðan dvöl þeirra hér stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fluttu til Asíu vegna Bush HÁSKÓLAR ÞURFA FJÁRMAGN Hjónin eru bjartsýn á að sýn rektors að koma HÍ í fremstu röð geti orðið að veruleika en aðeins með dyggum stuðningi ríkisins enda sé nægt fjármagn frumforsenda þess að hæfir vísindamenn fáist til kennslu og rannsókna í háskólum. Fáist það eru allar dyr opnar. „Á því leikur enginn vafi að það er mikill fengur fyrir skólann og alla áhugamenn um lífvísindi að fá hjónin hingað til heimsóknar enda efa ég að virtari vísindamenn en þau tvö hafi þegið boð hingað áður,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Háskólinn stendur fyrir heimsókn hjónanna Copeland og Jenkins hing- að til lands en Eiríkur Steingrímsson, prófessor í lífefnafræði, var hvata- maður að heimsókninni. Rektor segir ávinninginn mikinn af slíkri heimsókn. „Þarna gefst fólki sem starfar við krabbameinsrann- sóknir og sameindalíffræði kostur á að heyra frá þeim allra fremstu og slíkt er ómetanlegt. Við ætlum að reyna að fjölga slíkum heimsóknum en þær þarf að undirbúa vel. Virtir vísinda- og fræðimenn eru vinsælir og eftirsóttir og þessa heimsókn höfum við verið að undirbúa síðan í vetur. En undirtektir við boðum hafa verið góðar og þeim verður fram haldið.“ Rektor Háskóla Íslands: Mikill fengur KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Heimsókn virtustu lífvísindamanna heims er forsmekkurinn að því sem koma skal. 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 96 94 92 90 88 86 84 82 > Skólasókn 16 ára ungmenna 1999-2005 % konur karlar alls Heimild: Hagstofa Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.