Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 25
][ Enn er alla veðra von svo áður en lagt er af stað í ferðalag skal yfirfara allan búnað. Sólskin er engin trygging fyrir góðu veðri alla ferðina. Vertu öllu viðbúinn því við búum á leikvelli veðurguðanna. ÍSALP, Íslenski Alpaklúbb- urinn, stendur fyrir byrjenda- námskeiði í klettaklifri í byrjun júní. Klettaklifur er skemmtileg íþrótt sem reynir vel á líkamann. ÍSALP, Íslenski Alpaklúbburinn, er með byrjendanámskeið fyrir verðandi klettaklifrara. Námskeiðið hefst þann sjöunda júní, þá er kvöld- kennsla og einnig er kennt dagana 10. og 11. júní. Að loknu námskeiði eiga nem- endur að þekkja og kunna helstu hnúta sem notaðir eru í klettaklifri. Einnig læra klifrararnir að gera skil á ferli fjölspannaklifurs, að þekkja að minnsta kosti tvær aðferðir til að setja upp megin- tryggingu, hafa skilning á innsetn- ingu vina, hneta og fleyga, kunna að nota áttu, túbu og grigri til að tryggja og síga. Nemendur læra einnig helstu tækniatriði varðandi klifrið sjálft. Enn fremur eiga nemendur að vera færir um að leiða auðveldar sportklifurleiðir og að þræða toppakeri ásamt því að kunna skil á helstu skipunum sem notaðar eru í samskiptum klifrara og tryggjanda. Nemendur verða sjálfir að koma með klifurskó og kalkpoka. Annar búnaður er innifalinn í námskeiðisgjaldi. Skráning á nám- skeiðið fer fram á mouintainguide @mountainguide.is. - jóa Byrjendanámskeið í klettaklifri Klettaklifur er skemmtileg íþrótt fyrir útivistarfíkla sem og aðra. Fimmtán ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi undir heitinu All Senses Awoken standa fyrir viðburðaríkri hvítasunnuhelgi fyrir ferðalanga. Ekki ætti að væsa um ferðalanga á Vesturlandi um hvítasunnuhelg- ina. Segja mætti að á hverri þúfu á Vesturlandi verði einhvers konar uppákoma en allt frá Hvalfirði upp um Borgarfjarðarhérað og vestur um Snæfellsnes og Dali verður heilmargt í boði um þessa miklu ferðamannahelgi. 15 ferðaþjónustuaðilar, sem starfa saman undir heitinu All Senses Awoken – Upplifðu allt á Vesturlandi, standa fyrir ýmsum uppákomum og kynna starfsemi sína í leiðinni. Öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi og mörg góð tilboð bjóðast í veit- ingum og afþreyingu. Dagskrána má sjá í heild sinni á www.west.is en sem dæmi má nefna að farið verður í gönguferðir að nóttu og degi, hægt að taka þátt í hvalaskoðun, siglingum, sögu- stundum, skoða myndlistarsýn- ingar, fara í ratleiki, sveitafitness, nýta sér tilboð á golfvellina og smakka á heimagerðum Erps- staðaosti. Heimamenn eru kaffi- og pönnukökuglaðir á Vesturlandi því margar ferðirnar enda einmitt á slíku. Hægt er að ferðast um á kajak eða hestum eða tveimur jafnfljót- um undir leiðsögn reyndra og fróðra manna en þeir sem vilja frekar slaka á með fætur uppi á stól geta hlustað á ýmsa trúbadora sem troða upp eða Ellen Kristjáns- dóttur og Eyþór Gunnarsson flytja lög af sálmaplötunni svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þá sem vilja kynna sér tjaldsvæði og gistingu er bent á vefinn www.nat.is en þar má finna ítarlegar upplýsingar um staðhætti á Vesturlandi. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér dagskrána vel á www. west.is og njóta alls þess sem Vestur- land hefur upp á að bjóða. - jóa Fjörug hvítasunna á Vesturlandinu Vesturland er fagurt mjög og innan um fagra fjallasali og græna dali leynast fjörugir heima- menn sem opna faðminn fyrir ferðamönnum um komandi helgi. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Spennandi sumarleyfisferðir í ferðaáætlun Útivistar. Skráning í síma 562 1000 og utivist@utivist.is Tryggðu þér ferðina núna. 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.