Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 33
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Vinnumálayfirvöld í Palestínu
segja að atvinnuleysi á sjálfs-
stjórnarsvæðunum hafi aukist
geysimikið upp á síðkastið, sér-
staklega eftir að ný heimastjórn
Hamas-samtakanna tók til starfa.
Í nýlegri skýrslu vinnumálayf-
irvalda kemur fram að tæpur
helmingur vinnufærra karla er
með atvinnu í Palestínu en ein-
ungis tíu prósent kvenna.
Ástandið er sérstaklega slæmt
hjá fólki á aldrinum 15 til 24
ára en fjörutíu prósenta atvinnu-
leysi mælist hjá þeim hópi. Er
hvatt til þess að ungu fólki verði
boðin starfsþjálfun auk annarra
aðgerða til að blása lífi í efnahag
þess.
Þá kemur fram í skýrslunni
að 1,6 milljónir Palestínumanna
búi við fátæktarmörk. Það jafn-
gildir því að fjórir af hverjum
tíu Palestínumönnum teljist til
fátækra en meðaltekjur þeirra
námu 2,1 Bandaríkjadal, jafn-
virði tæplegra 153 íslenskra
króna, á dag á síðasta ári.
Þá spáir Alþjóðabankinn því
jafnframt í nýrri skýrslu sinni
að ástandið muni versna frekar
í Palestínu á næstu árum. Muni
efnahagur landsmanna dragast
saman um 27 prósent á þessu ári
og atvinnuleysi mælast 47 pró-
sent á næstu tveimur árum. - jab
PALESTÍNUMENN Atvinnuleysi hefur
aukist mikið í Palestínu upp á síðkastið.
Alþjóðabankinn spáir 47 prósenta atvinnu-
leysi á heimastjórnarsvæðinu eftir tvö ár.
MYND/AFP
Atvinnuleysi eykst í Palestínu
Sænsk-danski mjólkurframleið-
andinn Arla Foods hefur enn ekki
jafnað sig á áhrifum skopteikning-
anna af Múhameð spámanni sem
danska dagblaðið Jyllands-Posten
birti síðastliðið haust. Sala fyrir-
tækisins í Mið-Austurlöndum er
ennþá dræm og virðist sem íbúar
Sádi-Arabíu sniðgangi enn vörur
fyrirtækisins.
Sala fyrirtækisins þar í landi
er nú einungis 10 til 15 prósent
af því sem hún var áður en mús-
limar hvöttu til aðgerða gegn
fyrirtækinu.
Finn Hansen, yfirmaður
alþjóðadeildar fyrirtækisins,
segir ekki liggja ljóst fyrir hvers
vegna Sádi-Arabar hunsi enn
vörur Arla. „Annað hvort eru þeir
enn að hunsa vörurnar okkar eða
orðnir vanir því að kaupa vörur
frá samkeppnisaðilanum,“ segir
hann. - jab
VÖRUR FRÁ ARLA Í SÁDI-ARABÍU Maður les tilkynningu í matvöruverslun í Sádi-
Arabíu þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að sniðganga vörur frá Arla Foods.
MYND/AFP
Dræm sala hjá Arla
Skilnuðum fækkaði í Danmörku
á síðasta ári. Tíðni þeirra hefur
hækkað stöðugt þar í landi síðast-
liðin ár og var það í fyrsta sinn
sem skilnuðum fækkaði í átta ár.
Tæpur helmingur hjónaband-
anna entist í minna en níu ár.
Á síðasta ári skildu 15.300
dönsk pör. Árið 2004 skildu hins
vegar 15.763 pör og nemur fækk-
unin þremur prósentum á milli
ára. Þótt fréttir um fækkun skiln-
aða í Danmörku séu ágætar sem
slíkar má sömu sögu segja um
hjónabönd. Færri pör létu gefa
sig saman í fyrra en árið á undan
og nemur samdrátturinn fjórum
prósentum á milli ára. - jab
BRÚÐHJÓN Skilnuðum fækkaði í Dan-
mörku í fyrra í fyrsta sinn í átta ár. Á sama
tíma gengu færri í hjónaband. MYND/AFP
Skilnuðum fækkar
Rúmlega 708 milljarðar íslenskra
króna söfnuðust í hlutafjárútboði
Bank of China sem fram fór á dög-
unum. Hver hlutur kostaði tæpar
28 krónur. Hlutafjárútboðið er
talið eitt það allra stærsta í sög-
unni.
Mikil umframeftirspurn var
eftir bréfum í bankanum og bár-
ust tilboð upp á samtals 111 þús-
und milljarða króna.
Bréf í Bank of China fara á
almennan markað í Hong Kong
hinn 1. júní næstkomandi.
Sérfræðingar eru þó ekki vissir
um að fjárfestar stökkvi á bréf-
in. „Ástandið á heimsmarkaði er
með þeim hætti að ég tel ólíklegt
að mikil viðskipti verði með bréf
í Bank of China á fyrstu metr-
unum. Það verður þó spennandi
að sjá hvað síðar verður,“ sagði
Kingston Lin, hagfræðingur
Prudential Bache Securities. - jsk
Tilboð fyrir 111
þúsund milljarða
Gríðarlegar fjárhæðir söfnuðust í hlutafjárútboði
Bank of China á dögunum.
HÖFUÐSTÖÐVAR BANK OF CHINA
Samtals bárust tilboð upp á 111 þúsund
milljarða íslenskra króna í hlutafjárútboði
Bank of China.
Baráttan gegn spillingu er lykill-
inn að bættum hag Afríkuríkja,
segir Donald Kabureka, banka-
stjóri Þróunarbanka Afríku.
Kabureka telur spillingu helstu
ástæðu þess að erlendir fjár-
festar hafi ekki viljað til álf-
unnar.
Kabureka var áður fjármála-
ráðherra í Rúanda og er talinn
hafa átt stóran þátt í að koma
efnahag landsins á réttan kjöl
eftir þjóðarmorðin í landinu
árið 1994.
Kabureka hefur gegnt banka-
stjórastöðunni í átta mánuði.
„Spilling er dragbítur á fram-
för og mergsýgur efnahag
Afríkuríkja. Ég ætla svo sann-
arlega að beita mér fyrir því að
spilling í Afríku verði upprætt,“
sagði Kabureka við Reuters. - jsk
Spilling dragbítur á framför
KABUREKA Bankastjóri Þróunarbanka
Afríku.
Jón Skaftason
skrifar
Stelios Haji-Ioannou, eigandi EasyJet og rétt-
nefndur Easy-kóngur, hefur lokað kvikmynda-
húsi sínu í Milton Keynes í útjaðri Lundúna.
Kvikmyndahúsið var starfrækt í þrjú ár og
kostuðu ódýrustu miðarnir einungis tuttugu pens,
eða tuttugu og sjö íslenskar krónur. Stelios hafði
ætlað sér að setja á laggirnar keðju kvikmynda-
húsa og bauð meðal annars í Empire-kvikmynda-
húsið við Leicester Square í miðborg Lundúna.
Stelios kennir háu leiguverði um að svo fór og
segir keppinauta hafa lagt stein í götu sína. Stelios
leigði húsnæðið af UCI-leigusalanum sem Terra
Firma, móðurfélagi Odeon kvikmyndahúsarisans,
keypti á dögunum. Hann segir Terra Firma hafa
hækkað leiguna svo um munar. „Odeon er nú
bæði leigusali okkar og keppinautur. Það fer fram
á fáránlega leigu og má bara reka bíóið sjálft.“
Kvikmyndaframleiðendur voru ekki hrifnir
af uppátæki Steliosar og óttuðust að lágt miða-
verð hefði þau áhrif að þeir fengju minna fyrir
sýningarréttinn. Margir þeirra neituðu að selja
easyCinema nýjustu kvikmyndir sínar til sýninga.
Stelios hefur gefið út að meiri áhersla verði nú
lögð á vef easyCinema þar sem hægt er að panta
miða í kvikmyndahús og leigja DVD-myndir á
lágu verði. Um fimm hundruð þúsund manns
heimsækja vefsíðu easyCinema á degi hverjum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stelios tekur
ákvörðun á borð við þess en í fyrra opnaði hann
bílaleigu, easyCar, þar sem hægt var að leigja
Mercedes Benz-bifreiðar á lágu verði. Þegar ljóst
varð að ævintýrið gengi ekki upp var hins vegar
ákveðið að easyCar yrði einungis vefsíða þar
sem hægt væri að bóka leigubifreiðar frá öðrum
fyrirtækjum.
Stelios Haji-Ioannou er einn eigenda easyJet-
flugfélagsins sem íslenskir fjárfestar, þar á
meðal FL Group og Baugur, áttu til skamms tíma
stóran hluta í. Tilraunir Steliosar til að breikka
grundvöll easy-vörumerkisins hafa ekki gengið
sem skyldi.
Stelios lokar easyCinema
Ódýrustu miðar í kvikmyndahús easyCinema kostuðu 27
krónur. Stelios segir keppinauta hafa okrað á sér.
LÍTILL SPÁMAÐUR Tilraunir Steliosar Haji-Ioannou til að færa
út kvíarnar hafa gengið misjafnlega. Í fyrra þurfti hann að loka
easyCar-bílaleigu sinni og nú hefur easyCinema-kvikmyndahúsið
farið sömu leið.