Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR14
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Rúmlega tíu prósent hlutabréfa í rússneska ríkis-
orkurisanum Rosneft fara á almennan markað í
Lundúnum og Moskvu í júlí. Það þykir sæta tíðind-
um, þótt ekki sé nema vegna þess að stærstur hluti
Rosneft var áður í einkaeigu. Rosneft er í raun lítið
annað en leifar Yugansk-olíurisans, sem áður var
í eigu Yukos, fyrirtækis hins fangelsaða olígarka
Mikhaíls Kodorkovskí.
Kodorkovskí og fleiri voru árið 2004 neyddir til
að selja hluti sína í Yukos til leppfyrirtækis sem
síðar var yfirtekið af Rosneft, sem þá var miðl-
ungsstórt olíufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins.
Þrátt fyir að málamyndafjárhæð hafi skipt höndum
í viðskiptunum leyndist engum að í raun var um
þjóðnýtingu að ræða. Kodorkovskí var í kjölfarið
sakfelldur fyrir fjár- og skattsvik og sendur til
Síberíu til að afplána dóm.
The Economist gerir fyrirhugaða skráningu
Rosneft á markað að umfjöllunarefni í nýjasta
eintaki blaðsins. Hvetur leiðarahöfundur vestræna
fjárfesta til að sniðganga skráninguna. Með því að
kaupa bréf í Rosneft veiti þeir í raun þegjandi sam-
þykki sitt við stjórnarháttum í Rússlandi.
The Economist segir Vladimír Pútín forseta hafa
lofað að gera Rússland að réttarríki þegar hann tók
við stjórnartaumunum. Vissulega hafi verið staðið
hroðalega að upphaflegri einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja eftir fall Sovétríkjanna. Útvaldir hafi fengið
eignir ríkisins á silfurfati; Mikhaíl Kodorkovskí og
Roman Abramóvitsj, einvaldur enska knattspyrnu-
liðsins Chelsea, þeirra á meðal. Það réttlæti hins
vegar ekki aðförina að Yukos. Með gjörðum sínum
hafi Pútín og félagar grafið undan eignarréttind-
um í Rússlandi, og það sem verra er, dómskerfinu
sjálfu. Rússar geti ekki treyst því að fá úrlausn
ágreiningsmála sinna fyrir sjálfstæðum og óvil-
höllum dómstóli.
RÍKISFYRIRTÆKI Í EINKAREKSTRI?
Þrátt fyrir varnaðarorð The Economist verður að
teljast líklegt að mikil eftirspurn verði eftir bréf-
um í Rosneft. Rosneft er í dag næststærsta olíu-
vinnslufyrirtæki í Rússlandi og yfirlýst markmið
er að verða það afkastamesta ekki síðar en árið
2010. Hagnaður Rosneft nam rúmum 270 milljörð-
um króna árið 2005 og rúmlega fimmfaldaðist frá
árinu áður.
Rosneft hefur undanfarin misseri gengið í gegn-
um mikla andlitslyftingu. Bandaríkjamaðurinn
Peter O´Brien var gerður að varaforseta og marg-
ir þeirra stjórnenda sem áður störfuðu fyrir
Kodorkovskí, og sitja ekki bak við lás og slá, hafa
verið endurráðnir. Margir fjárfesta líta þátttöku
rússneska ríkisins jákvæðum augum,
innheimta skatta hljóti að verða á hófsömum
nótum og leiðin að opinberum leyfum greið. Þá
þykir líklegt að verð á bréfum í fyrirtækinu verði
fjárfestum hagstætt.
Hins vegar kann þátttaka rússneska ríkisins einn-
ig að hafa neikvæðar afleiðingar. Ríkisfyrirtæki, þá
sérstaklega rússnesk, hafa tilhneigingu til að fara
óþarflega langar leiðir að markmiðum sínum, skrif-
finnska er mikil og afköst lítil. Nýleg könnun OECD
leiddi í ljós að rússnesk ríkisfyrirtæki eru afskap-
lega illa rekin auk þess sem framleiðni er mun
minni en í einkageiranum. Þá hafa þau rússnesku
fyrirtæki sem hafa horfið aftur undir verndarvæng
ríkisins flest valdið vonbrigðum. Framleiðni olíu-
fyrirtækisins Sibneft hefur til að mynda minnkað
síðan ríkisgasrisinn Gazprom hrifsaði það undir
sig.
Aðrir hafa áhyggjur af innviðum Rosneft.
Forstjóri fyrirtækisins, Sergeí Bogdantsjikov,
þykir búrókrati sem ekki veldur starfinu. Þá eru
mikil vandræði með flutninga á framleiddri olíu í
Rússlandi. Samgöngur eru bágbornar víða á landi
og of margir eru um hituna á sjó. Upphafleg ætlun
Rússa var að bjóða út hluti fyrir tæpa 1.500 millj-
arða íslenskra króna. Nú hefur verið ákveðið að
einungis verði boðinn út tæpur helmingur þess.
Þykir þetta benda til þess að rússnesk yfirvöld
telji áhugann á bréfum í Sibneft ekki jafn mikinn
og áður.
Fjárfestar þurfa þó fyrst og fremst að spyrja
sig tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort það sé
siðferðislega verjanlegt að kaupa hlutabréf í fyrir-
tæki sem rússneska ríkið hrifsaði undir sig á ólög-
mætan hátt. Í annan stað hvort einhver trygging sé
fyrir því að slíkt gerist ekki aftur.
Önnur spurning og öllu nærtækari er síðan
hvort einhverjir íslenskir fjárfestar hugsi sér gott
til glóðarinnar.
Heimildir; The Economist og www.bbc.co.uk
Rússneskur orkurisi
einkavæddur - aftur
Til stendur að einkavæða rússneska olíufyrirtækið Rosneft. Stærstur hluti
fyrirtækisins var áður í eigu Mikhaíls Kodorkovskí, sem nú situr í fangelsi í
Síberíu. Jón Skaftason kynnti sér málið.
BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Mikhaíl Kodorkovskí meðan á réttarhöldum hans stóð. Þessi fallni ólígarki og fyrrum eigandi Yukos-olíurisans
afplánar nú dóm í Síberíu fyrir fjár- og skattsvik.
MEÐ ÖLL VÖLD Í HENDI SÉR Vladimír Pútín Rússlandsforseti
heimsótti höfuðstöðvar Rosneft á dögunum. Pútín er sagður ráða
og reka Rosneft bak við tjöldin.
Tölvuþjónustan Securstore (TÞS)
og Hitachi Data Systems hafa
gert með sér samstarfssamning
sem felur í sér að TÞS selur
og þjónustar diskastæður frá
Hitachi.
Samkvæmt upplýsingum TÞS
hefur Hitachi Data Systems síð-
ustu ár verið leiðandi á markaði
fyrir diskastæður meðal stórfyr-
irtækja og mældist á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs með fjöru-
tíu prósenta markaðshlutdeild í
þeim geira. Í fyrra var svo tekin
ákvörðun um meiri áherslu á sölu
til minni og meðalstórra fyrir-
tækja.
Alexander Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri TÞS, var ánægður
með þjónustu Hitachi, enda segir
hann ekki hafa liðið nema viku
frá því fyrsta diskastæðan var
pöntuð þar til hún var tilbúin til
notkunar í gagnamiðstöð fyrir-
tækisins.
TÞS var stofnað árið 1991 og
hefur séð um rekstur tölvu- og
upplýsingakerfa fyrirtækja og
stofnana. Undanfarin misseri
hefur fyrirtækið sérhæft sig í
afritunarþjónustu undir heitinu
SecurStore.
Eggert Herbertsson, sölustjóri
Hitachi á Íslandi, segir ljóst að
Hitachi hafi átt erindi á íslenskan
markað, þörfin fyrir diskastæð-
ur hafi aukist stöðugt gríðarlega
undanfarið, enda talið að gagna-
magn fyrirtækja og stofnana
aukist að jafnaði um tuttugu til
þrjátíu prósent á ári. - óká
SAMNINGUR HANDSALAÐUR Alexander
Eiríksson framkvæmdastjóri TÞS og Henrik
Rasmussen Channel Manager hjá HDS.
Semja við Hitachi
Sjávarútvegssýningin China
Fisheries & Seafood Expo verð-
ur haldin dagana 1.-3. nóvember
næstkomandi í borginni Qingdao,
sem er miðstöð fiskvinnslu í
Kína.
Í fréttabréfi Útflutningsráðs
Íslands segir að sýningin sé sú
stærsta sinnar tegundar í Asíu
en þar er lögð áhersla á að ná
til sístækkandi markaðar sjávar-
afurða í Kína.
Þá er lögð áhersla á tæki,
búnað og þjónustu á sviði fisk-
vinnslu og útgerðar á sýningunni.
Útflutningsráð hefur í mörg ár
haldið utan um sameiginlegt sýn-
ingarsvæði á sýningunni. - jab
Sjávarútvegssýning í Kína
SJÓÐUR 9 – FRÁBÆR
SKAMMTÍMAÁVÖXTUN
Hentar sérlega vel fyrir skammtíma-
ávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa
greiðan aðgang að sparifé sínu.
Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir
staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og
kláraðu málið.
Sjóður 9 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði
og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf.
Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum
Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir.
*Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð
12,0%
Nafnávöxtun í apríl 2006: 12% á ársgrundvelli.*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
20
8