Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 45
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R I R T Æ K I Islandia hefur verið í Kringlunni frá árinu 1987 en var áður hluti Rammagerðarveldisins. Tengdaforeldrar Kjartans Antonssonar, þau Bjarni Jóhannesson og Ásta Jóhannsdóttir, keyptu búðina árið 1993, skildu hana frá Rammagerðinni og breyttu nafninu í Islandia. Bjarni Jóhannesson er einmitt sonur Jóhannesar Bjarnasonar í Rammagerðinni. „Tengdaforeldrar mínir höfðu unnið lengi áður í Rammagerðinni. Kringlan var opnuð árið 1987 og búðin hefur verið á sama stað síðan þá,“ segir Kjartan. Tengdaforeldrar Kjartans stofnuðu einn- ig Bol og ráku til margra ára. Þau seldu Bol fyrir nokkrum árum en Kjartan segir þó arfleifðina sjáanlega í Islandia-búðun- um. „Við erum einmitt með mikið úrval af bolum og höfum mikla kunnáttu í þeim efnum.“ Islandia er nú að fullu í eigu Kjartans og konu hans, Hönnu Heiðar Bjarnadóttur, þótt stofnendurnir séu enn viðloðandi rekst- urinn. Auk Islandia reka Kjartan og Hanna heildverslunina Viking-Craft, sem býður gjafa- og ferðamannavöru til verslana. Kjartan er gamall fótboltamaður; spilaði með Breiðabliki, ÍBV og Fylki. Hann nýtti sér síðan knattspyrnuna og fór á fótbolta- styrk til Bandaríkjanna. Þar spilaði hann fyrir James Madison-háskóla í Virginíu auk þess að læra viðskipta- og upplýsinga- tækni. Hanna lærði útstillingar við Iðnskólann í Hafnarfirði og segir Kjartan námið hafa nýst þeim vel við verslunarreksturinn. „Við höfum einmitt lagt mikla áherslu á fram- setningu vörunnar. Það er nú einu sinni þannig að varan selst ekki af sjálfu sér. Sjálfur hef ég verið að taka til í tölvumálum fyrirtækisins og nýtt mér þá þekkingu sem ég öðlaðist á skólaárunum.“ Á BESTA HORNINU Í BÆNUM Kjartan segir enga tilviljun að ákveðið hafi verið að opna verslun í Bankastrætinu og þvertekur fyrir að verslunarrekstur í mið- borginni eigi undir högg að sækja. „Mér finnst vera bjartara yfir miðbænum en áður. Við stúderuðum vel og lengi hvar væri best að opna nýja verslun og ég tel okkur hafa opnað á einu besta horninu í bænum.“ Á mánudegi í miðbæn- um er augljóst að ýmislegt hefur gengið á um liðna helgi. Á skart- gripaverslun í grenndinni hefur verið brotin rúða en þó greinilegt að borgarstarfsmenn hafa verið snöggir á vettvang og bjargað því sem bjargað varð. Kjartan segist þó engar áhyggjur hafa af ölþyrstum Reykvíkingum. „Forveri minn hér í Bankastrætinu segir skemmdarverk fáheyrð. Við erum líka á svo áberandi stað að maður skyldi ætla að rúðum og öðru væri óhætt. Maður sér kannski merki helgarinnar á mánudegi, en starfsmenn borg- arinnar eru mjög öflugir við að hreinsa.“ Kjartan telur um helming viðskiptavina Islandia vera ferðamenn. „Túristarnir eru í miðbænum. Þeir ganga Bankastrætið og beygja síðan upp Skólavörðustíginn þegar þeir sjá glitta í Hallgrímskirkju.“ Kjartan segir verslunina óhjákvæmilega finna fyrir sveiflum á gengi. Hann segist strax finna muninn nú þegar krónan hafi lækkað gagnvart erlendum gjaldmiðlum. „Útlendingar reikna auðvitað út frá sínum eigin gjaldmiðli og kaupa í samræmi við það. Hingað koma margir Bandaríkjamenn, en einnig Bretar, Þjóðverjar og Skandinavar. Kanarnir eru duglegastir við að versla. Þeir virðast hafa meira milli handanna.“ HÖRÐ SAMKEPPNI Rekstur verslunar sem leggur jafn ríka áherslu á viðskipti við ferðamenn og Islandia er óhjákvæmilega nokkuð árstíða- bundinn. Þess vegna hefur Islandia alla tíð lagt mikla áherslu á vandaða gjafavöru, þá sérstaklega kringum jólin. „Við eigum nokkuð tryggan íslenskan kúnnahóp. Við höfum enda lagt mikla áherslu á að hafa sérstöðu í úrvali. Við erum með gott úrval gjafa- vöru og þess vegna er reksturinn kannski ekki jafn veikur fyrir árstíðasveifl- um og hjá dæmigerðum ferðamannaversl- unum.“ Tveir fastir starfsmenn eru í versluninni í Kringlunni. Þá hefur bókari verið í sextíu prósenta starfi hjá versluninni. Einn fastur starfsmaður er í búðinni í Bankastrætinu. Kjartan reiknar með að ráða 10-12 starfs- menn til viðbótar yfir sumarið. „Við opnum snemma á morgnana og lokum seint á kvöld- in og veitir ekkert af fólkinu. Við erum mikið hérna hjónin, auk þess sem tengdaforeldrar mínir eru alltaf viðloðandi reksturinn.“ Kjartan er bjartsýnn á framtíð Islandia. Verslunin í Bankastrætinu hafi farið vel af stað og hann eigi ekki von á öðru en að framhald verði á. „Við ætlum að byrja á því að sjá hvernig sumarið fer. Fólkið er hérna, það þarf bara að fá það inn. Það verður vissulega erfiðara hérna í vetur en þá er bara að reyna að ná til Íslendinganna.“ Margar gjafavöruverslanir er að finna í Reykjavík og samkeppnin því hörð. Í mið- bænum er Rammagerðin með verslun auk þess sem gjafavöru má finna í stærri versl- unum á borð við Mál og menningu og Iðu. Kjartan segir að til að standast samkeppn- ina sé nauðsynlegt að ná sérstöðu en er ófá- anlegur til að gefa upp tölur úr rekstrinum. „Það er nú einmitt það sem keppinautarnir vilja vita,“ segir Kjartan Antonsson. Á besta horninu í bænum Kjartan Antonsson er framkvæmdastjóri minjagripaverslana Islandia. Nýverið var opnuð ný Islandia- verslun í Bankastrætinu til viðbótar við þá sem fyrir var í Kringlunni. Jón Skaftason fór og hitti Kjartan og komst að raun um að verslunarrekstur í miðbænum á síður en svo undir högg að sækja. KJARTAN ANTONSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSLANDIA BÚÐANNA Islandia Eigendur: Kjartan Antonsson og Hanna Heiður Bjarnadóttir Verslanir: Tvær. Í Bankastræti og Kringlunni. Stofnunarár: 1987 þá Rammagerðin. Varð Islandia árið 1993. „Við ætlum að byrja á því að sjá hvernig sumarið fer. Fólkið er hérna, það þarf bara að fá það inn. Það verður vissulega erfiðara hérna í vetur en þá er bara að reyna að ná til Íslendinganna.“ Nú loks verður það að veruleika sem Aurasálina hefur dreymt um. Reykjavík fær loksins stóriðju. Með kjöri nýrra athafnamanna í stjórn Reykjavíkur á laugardaginn eru hagsmunir Reykjavíkur tryggðir. Höfuðborgin mun ekki lengur sitja á hakanum þegar kemur að því að velja næsta stað fyrir álbræðslu. Með því að tengja Vatnsmýrina við Sundahöfn með glæsilegri stofn- braut þvert yfir Þingholtin verður hægt að skapa gríðarlegan hagvöxt. Tækifærin fyrir skólabúningaklædd ungmenni borgarinnar eru óþrjót- andi í hátæknivæddu álveri við hlið hátæknisjúkrahúss í miðri höfuð- borginni. Markaðurinn brást vel við tíðind- um mánudagsins þegar Fram- sóknarflokkurinn náði völdum í Reykjavík með sína athafnastefnu að leiðarljósi. Það kom Aurasálinni ekki á óvart enda fagnaði hún hækkun hlutabréfa. Það var verð- skuldað að þessu sinni. Aurasálin hefur alltaf stutt Fram- sóknarflokkinn að málum og það verður að játast að hún var orðin ansi smeyk um að fylgi hennar í Reykjavík dygði ekki til að ná meirihluta í Orkuveitunni. Það tókst þó á endanum. Hvað það var sem á endanum sannfærði Reykvíkinga um að koma Fram- sóknarflokknum í forystu skal ósagt látið, en þar hlýtur ein- hverju að hafa ráðið skýr og klár vilji flokksins til þess að móta landið eftir þörfum fólks en hvorki fugla né fiska. Því miður hafa skynsamir kjósend- ur engan annan valkost hér á landi en Framsóknarflokkinn. Allir hinir flokkarnir eru úti að aka. Sjálf- stæðisflokkurinn er flokkur auð- manna og kauphallargróða. Vinstri grænir halda að fólk geti lifað af því að tína fjallagrös og halda að foss sé fegurri en fallvatnsvirkj- un. Frjálslyndir eru við sama hey- garðshornið og Samfylkingin er of ungur flokkur til þess að hægt sé að taka afstöðu til hans. Reyndar fer tal sumra framsóknar- manna um að gera Ísland að fjár- málamiðstöð í taugarnar á Aurasálinni. En líklega er það enn eitt klókindalegt bragð þeirra til þess að laða að sér kjósendur og styrktaraðila. Aurasálinni dettur ekki í hug að framsóknarmenn myndu nokkru sinni láta þessa fásinnu verða að veruleika - en það sakar engan að ljúga smá í kosningum ef málstaðurinn er réttur. Í upphafi skal endinn skoða - og tilgangurinn helgar meðalið. Það var eins með þjóðarsáttina í þessum kosningum. Aurasálin tekur undir með oddvita Fram- sóknarflokksins í að hlæja að þessu loforði nú þegar kosningar eru afstaðnar. Það stóð aldrei til að gera neitt í þessum kosningalof- orðum, nema ef það hentaði. Nú er tími samræðu og loforða liðinn. Besta að gleyma þeim og hefja framkvæmdir. Upp með skófluna! Stóriðju í Vatnsmýrina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.