Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 47

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 47
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Íbúðaverð í Kaupmannahöfn hefur hækkað hratt að undanförnu og er nú svo komið að dýrast er að kaupa íbúð þar af öllum borgum á Norðurlöndunum. Frá þessu er sagt í frétt á vefsíðu Børsen sem byggir á tölum frá Evrópráði fast- eignasala um íbúðaverð í tuttugu og einu Evrópulandi. Kaupmannahöfn lendir í fjórða sæti listans séu öll löndin tekin með. Meðalfermetraverð í Kaup- mannahöfn er nú 31.100 krónur danskar, sem samsvarar rúmlega 390 þúsund íslenskum krónum. Til samanburðar er meðalfer- metraverð íbúða í Reykjavík, það sem af er þessu ári, um 210 þúsund krónur. Fermetrinn í París, sem var í fyrsta sæti list- ans, er 42.000 danskar krónur, eða 528 þúsund íslenskar krónur. Næstdýrasta borgin á lista var Madríd og Dublin í þriðja sætinu. London, sem jafnan er talin dýr- asta borg Evrópu, er ekki með á listanum. Ódýrast er að kaupa íbúð í Vilníus og Ankara og kostar fermetrinn þar að meðaltali um 4.600 danskar krónur eða um 58 þúsund krónur. - hhs FRÁ KAUPMANNAHÖFN Það er ekki ókeypis að kaupa íbúð í Kaupmannahöfn. Langdýrast í Köben Þýskir neytendur eru bjartsýnni á framtíðarhorfur en áður, sam- kvæmt nýrri könnun ráðgjafar- fyrirtækisins Gfk. Neytendur hafa ekki verið bjartsýnni síðan árið 2001. Sérfræðingar hækkuðu nýlega hagvaxtarspá fyrir árið 2006 í 1,8 prósent úr 1,2 prósentustigum. Þá hafa útflutningstekjur aukist síðustu misseri og aukning orðið á neyslu. Talið er að heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu, sem hald- in verður í Þýskalandi og hefst 9. júní, hafi ýtt undir vænting- ar neytenda. Þá hafa neytend- ur líklega gripið tækifærið til innkaupa áður en fyrirhugaðar skattahækkanir ganga í garð „Svo virðist sem betur liggi nú á neyt- endum eftir langan og erfiðan vetur. Laun hafa hækkað lítillega og neytendur virðast líta svo á að erfiðasti hjallinn sé að baki,“ sagði sérfræðingur Gfk. - jsk Þjóðverjar bjartsýnni HM í knattspyrnu og launahækkanir ýta undir væntingar þýskra neytenda. JENS LEHMANN FER FYRIR LANDSLIÐI ÞJÓÐVERJA Þjóðverjar virðast hlakka til HM í knattspyrnu sem fram fer í sumar. Sérfræðingar hafa hækkað hagvaxtarspár sínar. Verkstæðið 10 ára. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Einfaldari og betri reglusetning í þágu atvinnulífs og almennings Ráðstefna haldin á Grand Hóteli 6. júní 2006 kl. 13:00 13:10 Ávarp Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 13:20 Skilvirkar reglur - stefnumörkun og áherslur OECD Mr. Josef Konvitz, Head of Division, Programme Regulatory Management and Reform, OECD. 13:50 Einfaldari og betri reglur – áherslur Evrópusambandsins Mrs. Silvia Viceconte, Economist, European Commission, DG Enterprise and Industry, Unit B3, Impact assessment and economic evaluation. 14:20 Samvinna opinberra aðila og einkaaðila í þágu betri reglusetningar Hr. Flemming N. Olsen, specialkonsulent, Regelforenklingsenheden, Finansministeriet, Danmörku. 15:00 Kaffihlé 15:15 Mikilvægi góðra og einfaldra reglna Pétur Reimarsson, verkefnastjóri, Samtökum atvinnulífsins og fulltrúi í ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur. 15:30 Samráð er þáttur í góðum löggjafarháttum Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. 15:45 Hvernig horfir regluumhverfið við fyrirtækjunum? Gestur Guðjónsson Olíudreifingu. 16:00 Betri reglusetning frá sjónarhóli sveitarfélaganna Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands ísl. sveitarfélaga. 16:15 Pallborðsumræður: Raunhæfar úrbætur – mikilvægi stefnumörkunar Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Saga, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, Jón Gunnarsson alþingismaður, Ágúst Jónsson verkfræðingur og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. 17:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Páll Þórhallsson lögfræðingur, formaður starfshóps um „Einfaldara Ísland“. Ráðstefnan er liður í undirbúningi samstarfsverkefnis stjórnvalda og atvinnulífs sem gengur undir nafninu „Einfaldara Ísland”. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka. Skráning í síma 545 8401 eða á netfanginu anna.hugrun.jonasdottir@for.stjr.is Forsætisráðuneytið Starfshópur um „Einfaldara Ísland“ Einfaldara Ísland

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.